Pompeo snæddi steik með Norður-Kóreumönnum Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. maí 2018 06:19 Góður matur og góður fundur að sögn utanríkisráðherrans. Vísir/AFP Hægri hönd Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, fundaði með utanríkisráðherra Bandaríkjanna í New York í nótt. Hershöfðinginn Kim Yong-chol snæddi kvöldverð með utanríkisráðherranum Mike Pompeo. Þeir munu aftur funda í dag. Jafn háttsettur embættismaður frá Norður-Kóreu hefur ekki heimsótt Bandaríkin í tvo áratugi. Síðan að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, aflýsti fyrirhuguðum fundi sínum með Kim Jong-un, sem fram átti að fara í Singapúr þann 12. júní næstkomandi, hafa sendinefndir ríkjanna tveggja gert ítrekaðar tilraunir til að reyna að koma fundinum aftur á dagskrá. Ef af fundinum verður má ætla að hann verði sögulegur, enda hafa leiðtogar Norður-Kóreu og Bandaríkjanna aldrei komið saman til fundar.Good working dinner with Kim Yong Chol in New York tonight. Steak, corn, and cheese on the menu. pic.twitter.com/1pu4K3oym7— Secretary Pompeo (@SecPompeo) May 31, 2018 Fundur Pompeo og Kim í gærkvöld fór fram í húsi nærri höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York. Utanríkisráðherrann tísti eftir fundinn að hann hafi verið prýðilegur og bætti við að á matseðlinum hafi verið kjöt, maís og ostur. Hann ítrekaði jafnframt afstöðu Bandaríkjanna, þau vilji að Kóreuskaginn verði algjörlega laus við kjarnavopn að 12. júní-fundinum loknum. Norður-Kórea hefur á síðustu dögum lýst yfir algjörri andstöðu sinni við slíkar áætlanir, ekki síst vegna þess samanburðar sem embættismenn í Bandaríkjunum hafa gert á milli Norður-Kóreu og Líbýu. Muammar Gaddafi, fyrrverandi einræðisherra Líbýu, samþykkti árið 2003 að hætta vinnu að kjarnorkuáætlun ríkisins en uppreisnarmenn, studdir af Vesturlöndum, drápu hann svo árið 2011. Er því ekki að undra að tillagan hafi farið öfugt ofan í Norður-Kóreumenn. Vonast er því til að fundir Pompeo og Kim nái að sefa reiði Norðanmanna. Næsti fundur þeirra tveggja fer sem fyrr segir fram síðar í dag. Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kórea vandar Pence ekki kveðjurnar Háttsettur norður-kóreskur segir að varaforseti Bandaríkjanna, Mike Pence, sé heimskur fyrir að bera saman Norður-Kóreu og Líbýu. 24. maí 2018 06:37 Einn valdamesti maður Norður-Kóreu á leið til Bandaríkjanna Hershöfðinginn Kim Yong-chol verður hæst setti embættismaður Norður-Kóreu sem ferðast til Bandaríkjanna í 18 ár á morgun. 29. maí 2018 19:21 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Hægri hönd Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, fundaði með utanríkisráðherra Bandaríkjanna í New York í nótt. Hershöfðinginn Kim Yong-chol snæddi kvöldverð með utanríkisráðherranum Mike Pompeo. Þeir munu aftur funda í dag. Jafn háttsettur embættismaður frá Norður-Kóreu hefur ekki heimsótt Bandaríkin í tvo áratugi. Síðan að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, aflýsti fyrirhuguðum fundi sínum með Kim Jong-un, sem fram átti að fara í Singapúr þann 12. júní næstkomandi, hafa sendinefndir ríkjanna tveggja gert ítrekaðar tilraunir til að reyna að koma fundinum aftur á dagskrá. Ef af fundinum verður má ætla að hann verði sögulegur, enda hafa leiðtogar Norður-Kóreu og Bandaríkjanna aldrei komið saman til fundar.Good working dinner with Kim Yong Chol in New York tonight. Steak, corn, and cheese on the menu. pic.twitter.com/1pu4K3oym7— Secretary Pompeo (@SecPompeo) May 31, 2018 Fundur Pompeo og Kim í gærkvöld fór fram í húsi nærri höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York. Utanríkisráðherrann tísti eftir fundinn að hann hafi verið prýðilegur og bætti við að á matseðlinum hafi verið kjöt, maís og ostur. Hann ítrekaði jafnframt afstöðu Bandaríkjanna, þau vilji að Kóreuskaginn verði algjörlega laus við kjarnavopn að 12. júní-fundinum loknum. Norður-Kórea hefur á síðustu dögum lýst yfir algjörri andstöðu sinni við slíkar áætlanir, ekki síst vegna þess samanburðar sem embættismenn í Bandaríkjunum hafa gert á milli Norður-Kóreu og Líbýu. Muammar Gaddafi, fyrrverandi einræðisherra Líbýu, samþykkti árið 2003 að hætta vinnu að kjarnorkuáætlun ríkisins en uppreisnarmenn, studdir af Vesturlöndum, drápu hann svo árið 2011. Er því ekki að undra að tillagan hafi farið öfugt ofan í Norður-Kóreumenn. Vonast er því til að fundir Pompeo og Kim nái að sefa reiði Norðanmanna. Næsti fundur þeirra tveggja fer sem fyrr segir fram síðar í dag.
Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kórea vandar Pence ekki kveðjurnar Háttsettur norður-kóreskur segir að varaforseti Bandaríkjanna, Mike Pence, sé heimskur fyrir að bera saman Norður-Kóreu og Líbýu. 24. maí 2018 06:37 Einn valdamesti maður Norður-Kóreu á leið til Bandaríkjanna Hershöfðinginn Kim Yong-chol verður hæst setti embættismaður Norður-Kóreu sem ferðast til Bandaríkjanna í 18 ár á morgun. 29. maí 2018 19:21 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Norður-Kórea vandar Pence ekki kveðjurnar Háttsettur norður-kóreskur segir að varaforseti Bandaríkjanna, Mike Pence, sé heimskur fyrir að bera saman Norður-Kóreu og Líbýu. 24. maí 2018 06:37
Einn valdamesti maður Norður-Kóreu á leið til Bandaríkjanna Hershöfðinginn Kim Yong-chol verður hæst setti embættismaður Norður-Kóreu sem ferðast til Bandaríkjanna í 18 ár á morgun. 29. maí 2018 19:21