Innlent

Lögregla óskar eftir vitnum að eftirför

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Eftirförinni lauk í Hvalfirði.
Eftirförinni lauk í Hvalfirði. Vísir/jói k.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að eftirför sem átti sér stað í nótt, aðfararnótt 6. júní, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu.

Í nótt veitti lögregla ljósbrúnum Skoda Octavia eftirför um borgina og lauk eftirförinni í Hvalfirði en Vísir greindi frá atvikinu í morgun.

Allir þeir sem urðu vitni að atvikinu eru nú beðnir um að senda lögreglu tölvupóst á netföngin [email protected] eða [email protected]. Eru vitni beðin um að hafa með stutta lýsingu á því sem fyrir augu bar. Einnig er hægt að senda einkaskilaboð á fésbókarsíðu embættisins.

Eftirförin hófst með þeim hætti að ökumaður, sem lögregla vildi ná tali af á Miklubraut í nótt, sinnti ekki stöðvunarmerkjum. Í stað þess að stöðva er ökumaðurinn sagður hafa stigið þétt á bensíngjöfina og hófst þá mikil eftirför. Ökumaðurinn var loks stöðvaður í Hvalfirði við Meðalfellsveg og er hann grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá ók hann oft á um 170-190 km hraða.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×