Langdýrasta HM sögunnar? Björn Berg Gunnarsson skrifar 27. júní 2018 07:00 Getur verið að 2,6 milljóna manna þjóð ætli að eyða 20.000 milljörðum króna í að halda heimsmeistaramót í fótbolta? Þannig líta að minnsta kosti áætlanir Katara út við fyrstu sýn, en þeir hýsa næsta mót árið 2022. Standist þessi upphæð skoðun er um að ræða hærri upphæð en sem nemur samanlögðum kostnaði allra heimsmeistaramóta sögunnar. Svo við setjum umfangið í eitthvert samhengi hefði fyrir sömu upphæð verið hægt að halda Eurovision frá því á tímum Babýlons og eiga enn helminginn í afgang. En er þetta satt? Eins og faðir Lovejoy sagði eitt sinn er stutta svarið „já, ef“ og langa svarið „nei, en“. Þetta fer eftir því hvað við teljum beinan kostnað við mótið og hvaða framkvæmdir hefði verið ráðist í óháð því. Samþykki FIFA að einungis verði leikið á 8 völlum, eins og gestgjafarnir leggja til, er áætlaður kostnaður við leikvanga mótsins og æfingaaðstöðu um 1.000 milljarðar króna, sem er nokkuð undir framkvæmdakostnaði í Rússlandi, en þar er leikið á 12 leikvöngum. Hinum 19.000 milljörðunum verður ráðstafað í hin ýmsu innviðaverkefni. Meðal annars verður úrslitaleikur mótsins haldinn í borginni Lusail, en sú borg er ekki til í dag. Sjúkrahús, neðanjarðarlestarkerfi, vegaframkvæmdir og fleira kosta sitt og segir fjármálaráðherra landsins útgjöldin þegar orðin um 50 milljarðar króna á viku vegna verkefna sem sögð eru tengjast heimsmeistaramótinu. Til viðbótar við fjárhagslegan kostnað áætlar Human rights watch að hundruð verkamanna frá Suður-Asíu hafi látist við byggingu leikvanga. HM er ekki að fara að kosta 20.000 milljarða. 1.000 milljarðar er nær lagi, en það er heilmikið samt sem áður. Ef við færum þá upphæð sem hlutfall landsframleiðslu á mann yfir á okkur Íslendinga væri það sambærilegt og að hér væri haldið íþróttamót fyrir 130 milljarða króna. Þá yrði nú hugsanlega eitthvað sagt.Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Fótbolti Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Sjá meira
Getur verið að 2,6 milljóna manna þjóð ætli að eyða 20.000 milljörðum króna í að halda heimsmeistaramót í fótbolta? Þannig líta að minnsta kosti áætlanir Katara út við fyrstu sýn, en þeir hýsa næsta mót árið 2022. Standist þessi upphæð skoðun er um að ræða hærri upphæð en sem nemur samanlögðum kostnaði allra heimsmeistaramóta sögunnar. Svo við setjum umfangið í eitthvert samhengi hefði fyrir sömu upphæð verið hægt að halda Eurovision frá því á tímum Babýlons og eiga enn helminginn í afgang. En er þetta satt? Eins og faðir Lovejoy sagði eitt sinn er stutta svarið „já, ef“ og langa svarið „nei, en“. Þetta fer eftir því hvað við teljum beinan kostnað við mótið og hvaða framkvæmdir hefði verið ráðist í óháð því. Samþykki FIFA að einungis verði leikið á 8 völlum, eins og gestgjafarnir leggja til, er áætlaður kostnaður við leikvanga mótsins og æfingaaðstöðu um 1.000 milljarðar króna, sem er nokkuð undir framkvæmdakostnaði í Rússlandi, en þar er leikið á 12 leikvöngum. Hinum 19.000 milljörðunum verður ráðstafað í hin ýmsu innviðaverkefni. Meðal annars verður úrslitaleikur mótsins haldinn í borginni Lusail, en sú borg er ekki til í dag. Sjúkrahús, neðanjarðarlestarkerfi, vegaframkvæmdir og fleira kosta sitt og segir fjármálaráðherra landsins útgjöldin þegar orðin um 50 milljarðar króna á viku vegna verkefna sem sögð eru tengjast heimsmeistaramótinu. Til viðbótar við fjárhagslegan kostnað áætlar Human rights watch að hundruð verkamanna frá Suður-Asíu hafi látist við byggingu leikvanga. HM er ekki að fara að kosta 20.000 milljarða. 1.000 milljarðar er nær lagi, en það er heilmikið samt sem áður. Ef við færum þá upphæð sem hlutfall landsframleiðslu á mann yfir á okkur Íslendinga væri það sambærilegt og að hér væri haldið íþróttamót fyrir 130 milljarða króna. Þá yrði nú hugsanlega eitthvað sagt.Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar