Foreldrar hafa áhyggjur af vímuefnanotkun á Secret Solstice Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 22. júní 2018 19:00 Foreldrar barna á tónlistarhátíðinni Secret Solstice eru óánægðir með öryggisgæslu á svæðinu. Að sögn foreldris er um að ræða töluverða vímuefnaneyslu sem á sér stað inni á lokuðu svæði. Foreldrar barna á hátíðinni hafa tekið upp á því að hittast og ganga um á hátíðinni í sýnilegum vestum til að tryggja öryggi. Sigrún er ein af þeim en hún segir foreldra hafa hafi krafist þess að skipuleggjendur hátíðarinnar stæðu betur að henni en gert var í fyrra. „Í fyrra fór allt úr böndunum varðandi umgengni. Við rákumst á sprautunálar og kanabis á leiksvæðum hér í kring,“ segir Sigrún Theodórsdóttir, foreldri á svæðinu. Hún segir skipuleggjendur hafa lofað bót og betrun. Taka skyldi á áfengis og vímuefnaneyslu ungmenna undir tvítugu með því að tefla fram tveim armböndum. Annars vegar armbandi fyrir eldri en tvítuga gesti og hins vegar armböndum fyrir gesti yngri en tvítugt. „Það hefur komið í ljós að þetta hefur ekki verið að virka sem skyldi. Armbönd sem eru ætluð eldri en tvítugum einstaklingum eru afhent börnum yngri en tvítugum. Þau eru að auki ekki beðin um skilríki. Þau armbönd sem eru fyrir þá sem eru undir tvítugu hafa gilt á barnum inni á hátíðinni. Því hafa börnin aðgengi að áfengi inni á hátíðinni. Hér er um lögbrot að ræða,“ segir Sigrún. Þá segist hún hafi orðið vitni af töluverðri kannabisneyslu inni á svæðinu sem að hennar sögn fái fólk að stunda óáreitt. Einnig staðfesti lögregla við hana í gærkvöldi að töluverð unglingadrykkja væri á svæðinu, en lögregla hafi ekki getað gripið inn í af ráði vegna manneklu. „Mér sýnist vera hér drauma útihátíð í miðri Reykjavík sem er kjörin fyrir unglingadrykkju og eiturlyfjanotkun, segir hún.“ Þá segi Sigrún gæsluna vera ábótavant, en hún hafi komist inn á svæðið í gær án þess að vera með armband. „Við foreldrar erum búnir að fá mikil viðbrögð frá hinum ýmsu aðilum sem vinna innan Reykjavíkurborgar. Þeir segja að þetta verði skoðað eftir hátíðina. Eins voru svörin í fyrra – allt átti að skoða eftir hátíðina. Menn lofuðu bót og betrun. Við vorum vongóð um að þetta yrði betra, en þetta byrjar ekki vel,“ segir Sigrún að lokum.Frá Secret Solstice-hátíðinni í Laugardalnum í fyrra.Secret Solstice/SolovovVilja koma til móts við foreldrafélagið Björn Teitsson, fjölmiðlafulltrúi Secret Solstice, segir að miðakerfið sem hátíðin notast við bjóði ekki upp á að einstaklingar sem eru yngri en 18 ára komist inn á svæðið. „Þú kaupir miða á þessa hátíð með rafrænum hætti og þú í rauninnni skráir inn kennitölu og vísar fram persónuskilríkjum þegar þú sækir armbandið þitt og þú gætir í rauninni ekki keypt þér armband ef þú ert yngri en átján ára nema í fylgd með forráðamanni,“ segir Björn. Þá séu öll armbönd sérmerkt og þau sem gefin eru út fyrir 20 ára og eldri séu aðskilin til þess að tryggja að þeir sem séu yngri geti ekki keypt áfengi. Þrátt fyrir þetta vilja aðstandendur hátíðarinnar reyna að koma til móts við sjónarmið foreldrafélagsins og ætla að biðja hátíðargesti um að framvísa persónuskilríkjum á morgun. Aðspurður segist Björn ekki hafa orðið var við eiturlyfjanotkun á hátíðinni. „Það er engin eiturlyfjanotkun sem ég hef orðið var við og alls ekki möguleiki að hún eigi sér stað inni á svæðinu. Við leggjum mikla áherslu á að gæslan okkar sé framúrskarandi á þessu sviði og fíkniefnanotkun er ekki liðin að neinu leyti.“ Hann segir að unga kynslóðin sé til fyrirmyndar og öðrum til eftirbreytni. „Ég sé fólk sem er að skemmta sér vel og fallega.“Fréttin hefur verið uppfærð með viðtali við Björn Teitsson. Secret Solstice Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira
Foreldrar barna á tónlistarhátíðinni Secret Solstice eru óánægðir með öryggisgæslu á svæðinu. Að sögn foreldris er um að ræða töluverða vímuefnaneyslu sem á sér stað inni á lokuðu svæði. Foreldrar barna á hátíðinni hafa tekið upp á því að hittast og ganga um á hátíðinni í sýnilegum vestum til að tryggja öryggi. Sigrún er ein af þeim en hún segir foreldra hafa hafi krafist þess að skipuleggjendur hátíðarinnar stæðu betur að henni en gert var í fyrra. „Í fyrra fór allt úr böndunum varðandi umgengni. Við rákumst á sprautunálar og kanabis á leiksvæðum hér í kring,“ segir Sigrún Theodórsdóttir, foreldri á svæðinu. Hún segir skipuleggjendur hafa lofað bót og betrun. Taka skyldi á áfengis og vímuefnaneyslu ungmenna undir tvítugu með því að tefla fram tveim armböndum. Annars vegar armbandi fyrir eldri en tvítuga gesti og hins vegar armböndum fyrir gesti yngri en tvítugt. „Það hefur komið í ljós að þetta hefur ekki verið að virka sem skyldi. Armbönd sem eru ætluð eldri en tvítugum einstaklingum eru afhent börnum yngri en tvítugum. Þau eru að auki ekki beðin um skilríki. Þau armbönd sem eru fyrir þá sem eru undir tvítugu hafa gilt á barnum inni á hátíðinni. Því hafa börnin aðgengi að áfengi inni á hátíðinni. Hér er um lögbrot að ræða,“ segir Sigrún. Þá segist hún hafi orðið vitni af töluverðri kannabisneyslu inni á svæðinu sem að hennar sögn fái fólk að stunda óáreitt. Einnig staðfesti lögregla við hana í gærkvöldi að töluverð unglingadrykkja væri á svæðinu, en lögregla hafi ekki getað gripið inn í af ráði vegna manneklu. „Mér sýnist vera hér drauma útihátíð í miðri Reykjavík sem er kjörin fyrir unglingadrykkju og eiturlyfjanotkun, segir hún.“ Þá segi Sigrún gæsluna vera ábótavant, en hún hafi komist inn á svæðið í gær án þess að vera með armband. „Við foreldrar erum búnir að fá mikil viðbrögð frá hinum ýmsu aðilum sem vinna innan Reykjavíkurborgar. Þeir segja að þetta verði skoðað eftir hátíðina. Eins voru svörin í fyrra – allt átti að skoða eftir hátíðina. Menn lofuðu bót og betrun. Við vorum vongóð um að þetta yrði betra, en þetta byrjar ekki vel,“ segir Sigrún að lokum.Frá Secret Solstice-hátíðinni í Laugardalnum í fyrra.Secret Solstice/SolovovVilja koma til móts við foreldrafélagið Björn Teitsson, fjölmiðlafulltrúi Secret Solstice, segir að miðakerfið sem hátíðin notast við bjóði ekki upp á að einstaklingar sem eru yngri en 18 ára komist inn á svæðið. „Þú kaupir miða á þessa hátíð með rafrænum hætti og þú í rauninnni skráir inn kennitölu og vísar fram persónuskilríkjum þegar þú sækir armbandið þitt og þú gætir í rauninni ekki keypt þér armband ef þú ert yngri en átján ára nema í fylgd með forráðamanni,“ segir Björn. Þá séu öll armbönd sérmerkt og þau sem gefin eru út fyrir 20 ára og eldri séu aðskilin til þess að tryggja að þeir sem séu yngri geti ekki keypt áfengi. Þrátt fyrir þetta vilja aðstandendur hátíðarinnar reyna að koma til móts við sjónarmið foreldrafélagsins og ætla að biðja hátíðargesti um að framvísa persónuskilríkjum á morgun. Aðspurður segist Björn ekki hafa orðið var við eiturlyfjanotkun á hátíðinni. „Það er engin eiturlyfjanotkun sem ég hef orðið var við og alls ekki möguleiki að hún eigi sér stað inni á svæðinu. Við leggjum mikla áherslu á að gæslan okkar sé framúrskarandi á þessu sviði og fíkniefnanotkun er ekki liðin að neinu leyti.“ Hann segir að unga kynslóðin sé til fyrirmyndar og öðrum til eftirbreytni. „Ég sé fólk sem er að skemmta sér vel og fallega.“Fréttin hefur verið uppfærð með viðtali við Björn Teitsson.
Secret Solstice Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira