Jón Daði: Þurfum allir að eiga besta leik lífs okkar til að ná góðum úrslitum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júní 2018 18:25 Jón Daði Böðvarsson í skallabaráttu í leiknum í dag. Vísir/Vilhelm Jón Daði Böðvarsson kom inn í byrjunarlið íslenska liðsins en náði sér ekki á strik eins og fleiri leikmenn liðsins. Hann talaði um eftir leikinn að nú menn bara að setja alla einbeitingu á næsta leik. „Þetta eru bara vonbrigði og það er ekki hægt að lýsa því öðruvísi. Þetta var kjörið tækifæri til að koma okkur áfram en við klúðruðum því. Það er mikilvægt að gleyma þessu núna og einblína á næsta leik. Það er stutt á milli leikja og þetta fór bara eins og þetta fór,“ sagði Jón Daði Böðvarsson. Íslensku strákarnir eru ekki lengur með örlög sín á HM í Rússlandi í sínum eigin höndum. „Við komum okkur ekki í kjörstöðu með þessum úrslitum en við þurfum bara að ná sigri gegn Króötum sem verður virkilega erfitt. Við verðum bara að gera það,“ sagði Jón Daði „Við töluðum um það í hálfleik að vera áfram á bensíngjöfinni eftir fínasta fyrri hálfleik. Eg allt hefði gengið upp þá áttum við þá að vera yfir í leiknum. Síðan ná þeir þessari skyndisókn eftir innkast frá okkur. Við vorum þá alltof opnir og þeir refsuðu. Þá varð þetta svolítið erfiðara,“ sagði Jón Daði „Síðan skora þeir þetta annað mark og þá er þetta virkilega brött brekka,“ sagði Jón Daði en lokaleikur íslenska liðsins verður á móti Króatíu, liði sem þeir þekkja vel. „Ég er bara spenntur fyrir Króatíuleiknum og það verður bara flottur leikur að fara í. Hann verður erfiður því við vitum að Króatar eru með heimsklassalið. Við sáum hvernig þeir fóru með Argentínumenn í síðasta leik,“ sagði Jón Daði. „Við allir ellefu leikmennirnir inn á vellinum þurfum að eiga besta leik lífs okkar til að ná góðum úrslitum. Við þurfum bara að einblína á okkur sjálfa og einbeita okkur að fullu að þessum leik,“ sagði Jón Daði „Persónulega fannst mér ég skila mínu frekar vel. Mér leið vel inn á vellinum og fannst ég vera ferskur og skila boltanum vel frá mér. Það var fínt að vera með Alfreð upp á topp og á öðrum degi hefði þetta dottið betur með okkur. Aðallega var það flott fyrir mig að fá mínútur,“ sagði Jón Daði. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Í beinni: Tottenham - Roma | Stórleikur í Lundúnum Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Sjá meira
Jón Daði Böðvarsson kom inn í byrjunarlið íslenska liðsins en náði sér ekki á strik eins og fleiri leikmenn liðsins. Hann talaði um eftir leikinn að nú menn bara að setja alla einbeitingu á næsta leik. „Þetta eru bara vonbrigði og það er ekki hægt að lýsa því öðruvísi. Þetta var kjörið tækifæri til að koma okkur áfram en við klúðruðum því. Það er mikilvægt að gleyma þessu núna og einblína á næsta leik. Það er stutt á milli leikja og þetta fór bara eins og þetta fór,“ sagði Jón Daði Böðvarsson. Íslensku strákarnir eru ekki lengur með örlög sín á HM í Rússlandi í sínum eigin höndum. „Við komum okkur ekki í kjörstöðu með þessum úrslitum en við þurfum bara að ná sigri gegn Króötum sem verður virkilega erfitt. Við verðum bara að gera það,“ sagði Jón Daði „Við töluðum um það í hálfleik að vera áfram á bensíngjöfinni eftir fínasta fyrri hálfleik. Eg allt hefði gengið upp þá áttum við þá að vera yfir í leiknum. Síðan ná þeir þessari skyndisókn eftir innkast frá okkur. Við vorum þá alltof opnir og þeir refsuðu. Þá varð þetta svolítið erfiðara,“ sagði Jón Daði „Síðan skora þeir þetta annað mark og þá er þetta virkilega brött brekka,“ sagði Jón Daði en lokaleikur íslenska liðsins verður á móti Króatíu, liði sem þeir þekkja vel. „Ég er bara spenntur fyrir Króatíuleiknum og það verður bara flottur leikur að fara í. Hann verður erfiður því við vitum að Króatar eru með heimsklassalið. Við sáum hvernig þeir fóru með Argentínumenn í síðasta leik,“ sagði Jón Daði. „Við allir ellefu leikmennirnir inn á vellinum þurfum að eiga besta leik lífs okkar til að ná góðum úrslitum. Við þurfum bara að einblína á okkur sjálfa og einbeita okkur að fullu að þessum leik,“ sagði Jón Daði „Persónulega fannst mér ég skila mínu frekar vel. Mér leið vel inn á vellinum og fannst ég vera ferskur og skila boltanum vel frá mér. Það var fínt að vera með Alfreð upp á topp og á öðrum degi hefði þetta dottið betur með okkur. Aðallega var það flott fyrir mig að fá mínútur,“ sagði Jón Daði.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Í beinni: Tottenham - Roma | Stórleikur í Lundúnum Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Sjá meira