Ljósmyndarinn segir söguna á bak við myndina á forsíðu Time Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. júní 2018 13:04 Forsíðan þykir áhrifarík. Vísir/Times Bandaríska tímaritið Time hefur birt forsíðuna á næsta eintaki blaðsins. Á því má sjá stúlku sem aðskilin var frá foreldrum sínum á landamærum Mexíkó, ásamt Donald Trump, starandi á hvort annað undir fyrirsögninni „Velkomin til Bandaríkjanna.“Myndirnar eru klipptar saman en upprunalega myndin sem stúlkan var á hefur vakið mikla athygli. Stúlkan á myndbandinu er tveggja ára gömul og er frá Hondúras og var ljósmyndin tekin þegar verið var að handtaka móður hennar fyrir að hafa komið ólöglega inn í Bandaríkin.Stúlkan er ein af um 2.300 börnum sem aðskilin var frá fjölskyldu sinni vegna umdeildrar stefnu Bandaríkastjórnar, stefnu sem Donald Trump tilkynnti að látið yrði af í gær,þótt enn sé alls óvíst hvað verðium þau börn sem þegar hafi verið aðskilin frá foreldrum sínum, líkt og stúlkan á myndinni.Ljósmyndarinn sem tók ljósmyndina af stúlkunni heitir John Moore, sem meðal annars hefur unnið Pulitzer-verðlaunin fyrir ljósmyndir sínar. Á vefsíðu Time segir hann söguna á bak við myndina sem notuð var á forsíðu Time.„Þetta var mjög erfitt fyrir mig. Um leið og þessu var lokið voru þau keyrð í burtu. Ég þurfti að ná andanum. Það eina sem ég vildi gera var að taka hana upp. En ég gat það ekki,“ segir Moore um þær aðstæður sem voru fyrir hendi þegar ljósmyndin var tekin.Time fékk Moore til þess að útbúa forsíðuna sem sjá má hér að ofan. Ein af þeim myndum sem John Moore tók af stúlkunni og móður hennar við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó.Vísir/GettyHarðorður leiðari fylgir forsíðunniÍ leiðara sem fylgir forsíðunni og birtur er á vef Time er Trump borinn saman við forvera sína í starfi. Þar segir meðal annars að ljóst sé að Trump eigi erfitt með hugsjónir og háleitnar hugmyndir. Er tekið saman að frá því að Trump tók við embætti fyrir 18 mánuðum hafi hann notað orðið lýðræðið í færri en 100 skipti, orðið jafnrétti í tólf skipti og orðið mannréttindi aðeins tíu sinnum. Á sama tíma hafi Ronald Reagan, sem var forseti Bandaríkjanna á árunum 1980-1988 hafi notað orðið mannréttindi 48 sinnum í opinberum ræðum. Þá segir einnig í leiðara Times að með hverjum mánuði sem líður sé Trump að athuga hversu langt hann geti fært bandarísku þjóðina frá þeim grunnhugmyndum sem stofnendur ríkisins lögðu til grundvallar. Niðurstaða þeirra tilraunar Trump sé að sjá á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.Leiðarann má lesa hér.TIME's new cover: A reckoning after Trump's border separation policy: What kind of country are we? https://t.co/U4Uf8bffoR pic.twitter.com/sBCMdHuPGc— TIME (@TIME) June 21, 2018 Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Donald Trump Fjölmiðlar Hondúras Mexíkó Mið-Ameríka Tengdar fréttir Gefa lítið fyrir ákvörðun Trump: „Eins og að vilja þakkir fyrir að leysa glæpinn sem þú framdir“ Spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum virðast gefa lítið fyrir ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að banna aðskilnað barna frá foreldrum sínum á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 21. júní 2018 10:15 Trump bannar aðskilnað barna frá foreldrum sínum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skrifað undir tilskipun sem stöðvar aðskilnað barna frá foreldrum sínum við landamæri landsins. 20. júní 2018 19:37 Óvíst hvað verður um börnin Það er alls óvíst hvað verður um þau 2.300 börn sem yfirvöld skildu frá foreldrum sínum á síðustu vikum. 21. júní 2018 11:33 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira
Bandaríska tímaritið Time hefur birt forsíðuna á næsta eintaki blaðsins. Á því má sjá stúlku sem aðskilin var frá foreldrum sínum á landamærum Mexíkó, ásamt Donald Trump, starandi á hvort annað undir fyrirsögninni „Velkomin til Bandaríkjanna.“Myndirnar eru klipptar saman en upprunalega myndin sem stúlkan var á hefur vakið mikla athygli. Stúlkan á myndbandinu er tveggja ára gömul og er frá Hondúras og var ljósmyndin tekin þegar verið var að handtaka móður hennar fyrir að hafa komið ólöglega inn í Bandaríkin.Stúlkan er ein af um 2.300 börnum sem aðskilin var frá fjölskyldu sinni vegna umdeildrar stefnu Bandaríkastjórnar, stefnu sem Donald Trump tilkynnti að látið yrði af í gær,þótt enn sé alls óvíst hvað verðium þau börn sem þegar hafi verið aðskilin frá foreldrum sínum, líkt og stúlkan á myndinni.Ljósmyndarinn sem tók ljósmyndina af stúlkunni heitir John Moore, sem meðal annars hefur unnið Pulitzer-verðlaunin fyrir ljósmyndir sínar. Á vefsíðu Time segir hann söguna á bak við myndina sem notuð var á forsíðu Time.„Þetta var mjög erfitt fyrir mig. Um leið og þessu var lokið voru þau keyrð í burtu. Ég þurfti að ná andanum. Það eina sem ég vildi gera var að taka hana upp. En ég gat það ekki,“ segir Moore um þær aðstæður sem voru fyrir hendi þegar ljósmyndin var tekin.Time fékk Moore til þess að útbúa forsíðuna sem sjá má hér að ofan. Ein af þeim myndum sem John Moore tók af stúlkunni og móður hennar við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó.Vísir/GettyHarðorður leiðari fylgir forsíðunniÍ leiðara sem fylgir forsíðunni og birtur er á vef Time er Trump borinn saman við forvera sína í starfi. Þar segir meðal annars að ljóst sé að Trump eigi erfitt með hugsjónir og háleitnar hugmyndir. Er tekið saman að frá því að Trump tók við embætti fyrir 18 mánuðum hafi hann notað orðið lýðræðið í færri en 100 skipti, orðið jafnrétti í tólf skipti og orðið mannréttindi aðeins tíu sinnum. Á sama tíma hafi Ronald Reagan, sem var forseti Bandaríkjanna á árunum 1980-1988 hafi notað orðið mannréttindi 48 sinnum í opinberum ræðum. Þá segir einnig í leiðara Times að með hverjum mánuði sem líður sé Trump að athuga hversu langt hann geti fært bandarísku þjóðina frá þeim grunnhugmyndum sem stofnendur ríkisins lögðu til grundvallar. Niðurstaða þeirra tilraunar Trump sé að sjá á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.Leiðarann má lesa hér.TIME's new cover: A reckoning after Trump's border separation policy: What kind of country are we? https://t.co/U4Uf8bffoR pic.twitter.com/sBCMdHuPGc— TIME (@TIME) June 21, 2018
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Donald Trump Fjölmiðlar Hondúras Mexíkó Mið-Ameríka Tengdar fréttir Gefa lítið fyrir ákvörðun Trump: „Eins og að vilja þakkir fyrir að leysa glæpinn sem þú framdir“ Spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum virðast gefa lítið fyrir ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að banna aðskilnað barna frá foreldrum sínum á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 21. júní 2018 10:15 Trump bannar aðskilnað barna frá foreldrum sínum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skrifað undir tilskipun sem stöðvar aðskilnað barna frá foreldrum sínum við landamæri landsins. 20. júní 2018 19:37 Óvíst hvað verður um börnin Það er alls óvíst hvað verður um þau 2.300 börn sem yfirvöld skildu frá foreldrum sínum á síðustu vikum. 21. júní 2018 11:33 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira
Gefa lítið fyrir ákvörðun Trump: „Eins og að vilja þakkir fyrir að leysa glæpinn sem þú framdir“ Spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum virðast gefa lítið fyrir ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að banna aðskilnað barna frá foreldrum sínum á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 21. júní 2018 10:15
Trump bannar aðskilnað barna frá foreldrum sínum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skrifað undir tilskipun sem stöðvar aðskilnað barna frá foreldrum sínum við landamæri landsins. 20. júní 2018 19:37
Óvíst hvað verður um börnin Það er alls óvíst hvað verður um þau 2.300 börn sem yfirvöld skildu frá foreldrum sínum á síðustu vikum. 21. júní 2018 11:33