Líkur á sól og hlýindum á vestanverðu landinu í næstu viku Birgir Olgeirsson skrifar 9. júlí 2018 10:33 Sólarinnar notið í Laugardalslaug. vísir/gva Vonarglætu var að finna fyrir íbúa á vestanverðu landinu í hugleiðingum veðurfræðings sem birtar voru á vef Veðurstofu Íslands í morgun. Þar var greint frá því að langtímaspár gerðu ráð fyrir breytingu á veðurlagi eftir næstu helgi þar sem útlit er fyrir austlægar áttir sem gefa von um að það þorni og hlýni á vestanverðu landinu eftir mikla vætutíð. Í þessari viku er þó von á svipuðu veðri og undanfarnar vikur, suðvestlæg átt með rigningu og öðrum leiðindum á vestanverðu landinu en bjart yfir og hlýtt á austurlandi. Daníel Þorláksson veðurfræðingur segir í samtali við Vísi að eftir helgina séu líkur á að lægð verði suður af landinu og en þó í það mikilli fjarlægð að hún muni færa ákveðna austan átt yfir landið sem verði viðloðandi fram eftir næstu viku, gangi langtímaspáin eftir. „Þannig að einhvern tímann á þessu tímabili í næstu viku er möguleiki á að íbúar á vestanverðu landinu fái að sjá til sólar og hitastig fari yfir 15 til 20 gráður. En þetta er ennþá það langt í burtu að ég vil ekki lofa þessu,“ segir Daníel en segir líkurnar þó meiri en minni eins og staðan er í dag.Veðurhorfur á landinu næstu daga:Á miðvikudag:Sunnan 5-10, en 10-15 um landið norðvestanvert. Dálítil væta á sunnan- og vestantil, annars víða bjartviðri. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast norðaustanlands.Á fimmtudag:Suðvestan 3-10 og stöku skúrir, en skýjað með köflum á Norður- og Austurlandi. Hiti breytist lítið.Á föstudag:Gengur í suðaustan 8-15 m/s með rigningu, en þurrt um landið norðaustanvert fram á kvöld. Hiti 10 til 22 stig, hlýjast á Norðausturlandi.Á laugardag og sunnudag:Hæg suðlæg átt og væta með köflum, en úrkomulítið og hlýtt norðaustanlands. Veður Tengdar fréttir Gul viðvörun enn í gildi Gildir viðvörunin fyrir Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurlan vestra og miðhálendið. 9. júlí 2018 08:49 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Vonarglætu var að finna fyrir íbúa á vestanverðu landinu í hugleiðingum veðurfræðings sem birtar voru á vef Veðurstofu Íslands í morgun. Þar var greint frá því að langtímaspár gerðu ráð fyrir breytingu á veðurlagi eftir næstu helgi þar sem útlit er fyrir austlægar áttir sem gefa von um að það þorni og hlýni á vestanverðu landinu eftir mikla vætutíð. Í þessari viku er þó von á svipuðu veðri og undanfarnar vikur, suðvestlæg átt með rigningu og öðrum leiðindum á vestanverðu landinu en bjart yfir og hlýtt á austurlandi. Daníel Þorláksson veðurfræðingur segir í samtali við Vísi að eftir helgina séu líkur á að lægð verði suður af landinu og en þó í það mikilli fjarlægð að hún muni færa ákveðna austan átt yfir landið sem verði viðloðandi fram eftir næstu viku, gangi langtímaspáin eftir. „Þannig að einhvern tímann á þessu tímabili í næstu viku er möguleiki á að íbúar á vestanverðu landinu fái að sjá til sólar og hitastig fari yfir 15 til 20 gráður. En þetta er ennþá það langt í burtu að ég vil ekki lofa þessu,“ segir Daníel en segir líkurnar þó meiri en minni eins og staðan er í dag.Veðurhorfur á landinu næstu daga:Á miðvikudag:Sunnan 5-10, en 10-15 um landið norðvestanvert. Dálítil væta á sunnan- og vestantil, annars víða bjartviðri. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast norðaustanlands.Á fimmtudag:Suðvestan 3-10 og stöku skúrir, en skýjað með köflum á Norður- og Austurlandi. Hiti breytist lítið.Á föstudag:Gengur í suðaustan 8-15 m/s með rigningu, en þurrt um landið norðaustanvert fram á kvöld. Hiti 10 til 22 stig, hlýjast á Norðausturlandi.Á laugardag og sunnudag:Hæg suðlæg átt og væta með köflum, en úrkomulítið og hlýtt norðaustanlands.
Veður Tengdar fréttir Gul viðvörun enn í gildi Gildir viðvörunin fyrir Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurlan vestra og miðhálendið. 9. júlí 2018 08:49 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Gul viðvörun enn í gildi Gildir viðvörunin fyrir Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurlan vestra og miðhálendið. 9. júlí 2018 08:49