Gul viðvörun enn í gildi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. júlí 2018 08:49 Vindaspá Veðurstofunnar klukkan 18 í dag. Veðrið nær hámarki síðdegis. veðurstofa íslands Gul viðvörun er enn í gildi hjá Veðurstofu Íslands vegna suðvestan storms sem gengur yfir landið í dag. Gildir viðvörunin fyrir Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurlan vestra og miðhálendið. Í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að búist sé við hvassri suðvestanátt með varasömum vindhviðum á þessum slóðum. Er ferðalöngum ráðlagt að kanna aðstæður áður en lagt er í hann og mögulega fresta för. Á þetta sérstaklega við um þá sem eru á ferð á farartækjum sem eru viðkvæm fyrir vindi eins og til dæmis húsbíla og hjólhýsi. Í hugleiðingum veðurfræðings segir að óvenju hvasst verði í dag miðað við árstíma. Veðrið mun ná hámarki síðdegis og suðvestanáttinni munu fylgja rigningarskúrir nokkuð víða. Það verður þó áfram ágætis veður fyrir austan: „Norðaustan- og austanlands er hins vegar þurr og nokkuð bjartur dagur í vændum með hita um 20 stig þegar best lætur. Í þurrum suðvestan belgingnum á þessum slóðum eru þó líkur á að vart verði við moldrok,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Á morgun er því síðan spáð að suðvestanáttin gefi verulega eftir en verði þó áfram þannig að vel finnst fyrir henni. „Í stuttu máli sagt er áfram útlit fyrir suðlægar áttir út vikuna með vætu sunnan- og vestanlands, en lengst af þurrt og hlýtt á Norðaustur- og Austurlandi. Misskipting veðurgæða milli landssvæða heldur sem sagt áfram þessa vikuna. Til að gefa íbúum á vestanverðu landinu vonarglætu, þá gefa langtímaspár vísbendinu um breytingu á veðurlagi eftir næstu helgi. Þá er möguleiki á að hlýir austanvindar blási á landinu sem í grófum dráttum þýðir að það þornar og hlýnar um landið vestanvert,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu í dag og næstu daga:Vaxandi suðvestanátt, 13-23 m/s um hádegi, hvassast norðvestantil á landinu og á miðhálendinu. Víða skúrir, en bjartviðri norðaustan- og austanlands.Dregur úr vindi í kvöld og nótt, suðvestan 8-15 á morgun með vætu, en áfram þurrt og bjart um landið norðaustanvert.Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á Austurlandi.Á miðvikudag:Sunnan 5-10, en 10-15 um landið norðvestanvert. Dálítil væta á sunnan- og vestantil, annars víða bjartviðri. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast norðaustanlands.Á fimmtudag:Suðvestan 3-10 og stöku skúrir, en skýjað með köflum á Norður- og Austurlandi. Hiti breytist lítið.Á föstudag:Gengur í suðaustan 8-15 m/s með rigningu, en þurrt um landið norðaustanvert fram á kvöld. Hiti 10 til 22 stig, hlýjast á Norðausturlandi. Veður Mest lesið Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira
Gul viðvörun er enn í gildi hjá Veðurstofu Íslands vegna suðvestan storms sem gengur yfir landið í dag. Gildir viðvörunin fyrir Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurlan vestra og miðhálendið. Í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að búist sé við hvassri suðvestanátt með varasömum vindhviðum á þessum slóðum. Er ferðalöngum ráðlagt að kanna aðstæður áður en lagt er í hann og mögulega fresta för. Á þetta sérstaklega við um þá sem eru á ferð á farartækjum sem eru viðkvæm fyrir vindi eins og til dæmis húsbíla og hjólhýsi. Í hugleiðingum veðurfræðings segir að óvenju hvasst verði í dag miðað við árstíma. Veðrið mun ná hámarki síðdegis og suðvestanáttinni munu fylgja rigningarskúrir nokkuð víða. Það verður þó áfram ágætis veður fyrir austan: „Norðaustan- og austanlands er hins vegar þurr og nokkuð bjartur dagur í vændum með hita um 20 stig þegar best lætur. Í þurrum suðvestan belgingnum á þessum slóðum eru þó líkur á að vart verði við moldrok,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Á morgun er því síðan spáð að suðvestanáttin gefi verulega eftir en verði þó áfram þannig að vel finnst fyrir henni. „Í stuttu máli sagt er áfram útlit fyrir suðlægar áttir út vikuna með vætu sunnan- og vestanlands, en lengst af þurrt og hlýtt á Norðaustur- og Austurlandi. Misskipting veðurgæða milli landssvæða heldur sem sagt áfram þessa vikuna. Til að gefa íbúum á vestanverðu landinu vonarglætu, þá gefa langtímaspár vísbendinu um breytingu á veðurlagi eftir næstu helgi. Þá er möguleiki á að hlýir austanvindar blási á landinu sem í grófum dráttum þýðir að það þornar og hlýnar um landið vestanvert,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu í dag og næstu daga:Vaxandi suðvestanátt, 13-23 m/s um hádegi, hvassast norðvestantil á landinu og á miðhálendinu. Víða skúrir, en bjartviðri norðaustan- og austanlands.Dregur úr vindi í kvöld og nótt, suðvestan 8-15 á morgun með vætu, en áfram þurrt og bjart um landið norðaustanvert.Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á Austurlandi.Á miðvikudag:Sunnan 5-10, en 10-15 um landið norðvestanvert. Dálítil væta á sunnan- og vestantil, annars víða bjartviðri. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast norðaustanlands.Á fimmtudag:Suðvestan 3-10 og stöku skúrir, en skýjað með köflum á Norður- og Austurlandi. Hiti breytist lítið.Á föstudag:Gengur í suðaustan 8-15 m/s með rigningu, en þurrt um landið norðaustanvert fram á kvöld. Hiti 10 til 22 stig, hlýjast á Norðausturlandi.
Veður Mest lesið Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira