Ljós í gangaendanum Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 7. júlí 2018 09:00 Vaxandi skilningur virðist vera meðal ráðamanna um að ekki verði unað við óbreytta stöðu á fjölmiðlamarkaði. Slíkt er löngu tímabært, enda hefur framganga Ríkisútvarpsins gegn frjálsu fjölmiðlunum fengið að viðgangast alltof lengi. Nýleg dæmi eru af auglýsingasölu Ríkisútvarpsins í tengslum við Heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu. Ríkisútvarpið lét ekki duga að einoka nánast auglýsingamarkaðinn á meðan á keppninni stendur heldur seldi auglýsingar með þeim hætti að tengja þær viðburðum langt fram á haustið. Afleiðingarnar eru því ekki einungis þær að þrengja að tekjumöguleikum einkamiðlanna yfir blásumarið, heldur reyndi ríkisrisinn að einoka markaðsfé fyrirtækja í landinu til enn lengri tíma. Áhrifa hefur auðvitað gætt í einkageiranum, sérstaklega hjá smærri miðlum sem síður þola höggið. Forsvarsmenn bæði Hringbrautar og N4 hafa lýst þessari stöðu vel. Auðvitað er þetta ekki boðlegt. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, lýsir því að lögboðið hlutverk Ríkisútvarpsins sé meðal annars að stuðla að lýðræðislegri umræðu. Vitaskuld gerir Ríkisútvarpið það með fréttaflutningi sínum, og oft á tíðum mjög vel. Framganga stjórnenda RÚV á auglýsingamarkaði er hins vegar í hróplegu ósamræmi við þetta hlutverk. Þeir þurrka upp tekjur smærri miðlanna og freista þess að þagga niður í þeim. Varla stuðlar það að lýðræðislegri umræðu. Þvert á móti. Ríkisútvarpið nýtur í dag ríflega fjögurra milljarða króna forskots á einkamiðlana í formi beinharðra ríkisframlaga. Því til viðbótar aflar miðillinn svo rúmlega tveggja milljarða með auglýsingasölu. Umræðan á það til að snúast um að ef Ríkisútvarpið færi út af auglýsingamarkaði yrði að bæta því tekjumissinn. Hvers vegna? Í fyrsta lagi myndu útgjöld sparast þar sem ekki þyrfti að halda úti auglýsingasöludeild. Í öðru lagi þá benda öll sólarmerki til þess að talsvert væri hægt að hagræða í starfsemi RÚV. Í þeim efnum nægir að bera RÚV saman við stærsta einkaaðilann, Vodafone. Afköst síðarnefnda félagsins í sambærilegri starfsemi eru margföld og mun minna til kostað bæði í mannafla og öðru. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hefur nú boðað að tillögur til úrbóta verði kynntar með haustinu. Aðallega virðast tillögurnar eiga að snúast um endurgreiðslu á kostnaði vegna framleiðslu á fréttum og fréttatengdu efni. Lilja vísar þessu til stuðnings í norrænar fyrirmyndir, en stuðningur sem þessi hefur tíðkast í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Vonandi verður eitthvað úr loforðunum í þetta sinn. Einkamiðlarnir sinna nefnilega lögbundnu hlutverki RÚV ekki síður en stofnunin sjálf. Æskilegast væri hins vegar að aðgerðirnar gerðu hvort tveggja í senn: styrktu starfsemi einkamiðlanna, og tækju fyrir þátttöku RÚV á auglýsingamarkaði. RÚV gæti þá einbeitt sér að lögbundnu hlutverki sínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Vaxandi skilningur virðist vera meðal ráðamanna um að ekki verði unað við óbreytta stöðu á fjölmiðlamarkaði. Slíkt er löngu tímabært, enda hefur framganga Ríkisútvarpsins gegn frjálsu fjölmiðlunum fengið að viðgangast alltof lengi. Nýleg dæmi eru af auglýsingasölu Ríkisútvarpsins í tengslum við Heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu. Ríkisútvarpið lét ekki duga að einoka nánast auglýsingamarkaðinn á meðan á keppninni stendur heldur seldi auglýsingar með þeim hætti að tengja þær viðburðum langt fram á haustið. Afleiðingarnar eru því ekki einungis þær að þrengja að tekjumöguleikum einkamiðlanna yfir blásumarið, heldur reyndi ríkisrisinn að einoka markaðsfé fyrirtækja í landinu til enn lengri tíma. Áhrifa hefur auðvitað gætt í einkageiranum, sérstaklega hjá smærri miðlum sem síður þola höggið. Forsvarsmenn bæði Hringbrautar og N4 hafa lýst þessari stöðu vel. Auðvitað er þetta ekki boðlegt. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, lýsir því að lögboðið hlutverk Ríkisútvarpsins sé meðal annars að stuðla að lýðræðislegri umræðu. Vitaskuld gerir Ríkisútvarpið það með fréttaflutningi sínum, og oft á tíðum mjög vel. Framganga stjórnenda RÚV á auglýsingamarkaði er hins vegar í hróplegu ósamræmi við þetta hlutverk. Þeir þurrka upp tekjur smærri miðlanna og freista þess að þagga niður í þeim. Varla stuðlar það að lýðræðislegri umræðu. Þvert á móti. Ríkisútvarpið nýtur í dag ríflega fjögurra milljarða króna forskots á einkamiðlana í formi beinharðra ríkisframlaga. Því til viðbótar aflar miðillinn svo rúmlega tveggja milljarða með auglýsingasölu. Umræðan á það til að snúast um að ef Ríkisútvarpið færi út af auglýsingamarkaði yrði að bæta því tekjumissinn. Hvers vegna? Í fyrsta lagi myndu útgjöld sparast þar sem ekki þyrfti að halda úti auglýsingasöludeild. Í öðru lagi þá benda öll sólarmerki til þess að talsvert væri hægt að hagræða í starfsemi RÚV. Í þeim efnum nægir að bera RÚV saman við stærsta einkaaðilann, Vodafone. Afköst síðarnefnda félagsins í sambærilegri starfsemi eru margföld og mun minna til kostað bæði í mannafla og öðru. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hefur nú boðað að tillögur til úrbóta verði kynntar með haustinu. Aðallega virðast tillögurnar eiga að snúast um endurgreiðslu á kostnaði vegna framleiðslu á fréttum og fréttatengdu efni. Lilja vísar þessu til stuðnings í norrænar fyrirmyndir, en stuðningur sem þessi hefur tíðkast í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Vonandi verður eitthvað úr loforðunum í þetta sinn. Einkamiðlarnir sinna nefnilega lögbundnu hlutverki RÚV ekki síður en stofnunin sjálf. Æskilegast væri hins vegar að aðgerðirnar gerðu hvort tveggja í senn: styrktu starfsemi einkamiðlanna, og tækju fyrir þátttöku RÚV á auglýsingamarkaði. RÚV gæti þá einbeitt sér að lögbundnu hlutverki sínu.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun