Blaut og vindasöm sumarkvöld halda lúsmýinu í skefjum Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. júlí 2018 12:15 Sumarið 2015 sagði Fréttablaðið frá því að maður hefði verið bitinn af lúsmý á meðan hann dvaldi í sumarbústað í Kjós. Vargurinn hefur dreift sér víðar um landið undanfarin ár. Vísir/Samsett mynd Hið alræmda lúsmý, sem fyrst rataði í fréttir sumarið 2015, hefur þurft að finna fyrir vætutíðinni á suðvesturhorni landsins að undanförnu, að sögn skordýrafræðings, en færri hafa orðið fyrir barðinu á flugunum í sumar en undanfarin ár.Þurfa lygn og þurr kvöld til að fljúga Erling Ólafsson skordýrafræðingur segir í samtali við Vísi að sér hafi borist nokkur fjöldi ábendinga um lúsmý, ceratopogonidae á latínu, það sem af er sumri. Lúsmýið sé þó greinilega ekki jafnupplitsdjarft í sumar og árin á undan.Erling Ólafsson skordýrafræðingur.„Það er töluvert af því en ég held að menn geti fagnað þessu veðri. Það er til ills fyrir lúsmýið og þá um leið til góðs fyrir okkur. Rigning er slæm fyrir lúsmýið.“ Erling segir flugurnar ekki hefja sig til flugs þegar rignir og því hafi vætutíðin á Suður- og Vesturlandi letjandi áhrif á ferðir þeirra. „Það þarf lygn og þurr kvöld til að fljúga. Fólk hefur þess vegna einna helst verið bitið inni í sumarhúsum.“Loftslagsbreytingar gætu verið innspýting í stofninn Sem fyrr herjar lúsmýið helst á íbúa og gesti í uppsveitum Suðurlands og upp í Kjós. Þá er mýið einnig skætt á Þingvöllum, Grafarvogi og í Mosfellsbæ, að sögn Erlings. Hann veit ekki til þess að lúsmý hafi gert sig heimakomið í öðrum landshlutum.Sjá einnig: Lúsmý dreifir sér víðar um landiðEn er lúsmýið komið til að vera?„Já, og eflaust búið að vera lengi. Það er ekki nýtt en fjölgunin er hins vegar ný,“ segir Erling og bendir á að loftslagsbreytingar gætu haft áhrif á þróunina. „Þetta hefur verið mikið að gerast síðustu árin, tvo síðustu áratugi eða svo. Áhrif hlýnunar loftslags eru að koma fram á ýmsum sviðum og þetta gæti tengst því.“ Þá er vert að rifja upp hvernig halda má lúsmýi í skefjum, sé það að „bögga“ mann, en Erling deildi sjálfur ráði þess efnis á Facebook-síðu sinni, Heimi smádýranna, sumarið 2015. Dýr Kjósarhreppur Lúsmý Tengdar fréttir Lúsmýið lætur aftur á sér kræla Landsmenn urðu varir við lúsmý í fyrsta sinn í fyrrasumar. Nú er það aftur komið á kreik. 12. júlí 2016 14:23 Menn kunna engar skýringar á plágu lúsmýs í Kjósinni Erling Ólafsson skordýrafræðingur segir hingaðkomu lúsmýs á við góðan reifara – engar skýringar liggja fyrir hvers vegna plágan gaus upp beggja vegna Hvalfjarðar. 1. júlí 2015 13:06 Lúsmý bítur fleiri en sumarhúsaeigendur Ný tegund bitmýs herjar nú á fleiri landsmenn en íbúa sumarhúsa í Kjós, en þeir hafa margir hverjir verið illa bitnir síðustu daga. Fólk í Mosfellsbæ og í Grafarvogi hefur lent í bitmýinu. Erling Ólafsson skordýrafræðingur rannsakar nú málið. 2. júlí 2015 07:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
Hið alræmda lúsmý, sem fyrst rataði í fréttir sumarið 2015, hefur þurft að finna fyrir vætutíðinni á suðvesturhorni landsins að undanförnu, að sögn skordýrafræðings, en færri hafa orðið fyrir barðinu á flugunum í sumar en undanfarin ár.Þurfa lygn og þurr kvöld til að fljúga Erling Ólafsson skordýrafræðingur segir í samtali við Vísi að sér hafi borist nokkur fjöldi ábendinga um lúsmý, ceratopogonidae á latínu, það sem af er sumri. Lúsmýið sé þó greinilega ekki jafnupplitsdjarft í sumar og árin á undan.Erling Ólafsson skordýrafræðingur.„Það er töluvert af því en ég held að menn geti fagnað þessu veðri. Það er til ills fyrir lúsmýið og þá um leið til góðs fyrir okkur. Rigning er slæm fyrir lúsmýið.“ Erling segir flugurnar ekki hefja sig til flugs þegar rignir og því hafi vætutíðin á Suður- og Vesturlandi letjandi áhrif á ferðir þeirra. „Það þarf lygn og þurr kvöld til að fljúga. Fólk hefur þess vegna einna helst verið bitið inni í sumarhúsum.“Loftslagsbreytingar gætu verið innspýting í stofninn Sem fyrr herjar lúsmýið helst á íbúa og gesti í uppsveitum Suðurlands og upp í Kjós. Þá er mýið einnig skætt á Þingvöllum, Grafarvogi og í Mosfellsbæ, að sögn Erlings. Hann veit ekki til þess að lúsmý hafi gert sig heimakomið í öðrum landshlutum.Sjá einnig: Lúsmý dreifir sér víðar um landiðEn er lúsmýið komið til að vera?„Já, og eflaust búið að vera lengi. Það er ekki nýtt en fjölgunin er hins vegar ný,“ segir Erling og bendir á að loftslagsbreytingar gætu haft áhrif á þróunina. „Þetta hefur verið mikið að gerast síðustu árin, tvo síðustu áratugi eða svo. Áhrif hlýnunar loftslags eru að koma fram á ýmsum sviðum og þetta gæti tengst því.“ Þá er vert að rifja upp hvernig halda má lúsmýi í skefjum, sé það að „bögga“ mann, en Erling deildi sjálfur ráði þess efnis á Facebook-síðu sinni, Heimi smádýranna, sumarið 2015.
Dýr Kjósarhreppur Lúsmý Tengdar fréttir Lúsmýið lætur aftur á sér kræla Landsmenn urðu varir við lúsmý í fyrsta sinn í fyrrasumar. Nú er það aftur komið á kreik. 12. júlí 2016 14:23 Menn kunna engar skýringar á plágu lúsmýs í Kjósinni Erling Ólafsson skordýrafræðingur segir hingaðkomu lúsmýs á við góðan reifara – engar skýringar liggja fyrir hvers vegna plágan gaus upp beggja vegna Hvalfjarðar. 1. júlí 2015 13:06 Lúsmý bítur fleiri en sumarhúsaeigendur Ný tegund bitmýs herjar nú á fleiri landsmenn en íbúa sumarhúsa í Kjós, en þeir hafa margir hverjir verið illa bitnir síðustu daga. Fólk í Mosfellsbæ og í Grafarvogi hefur lent í bitmýinu. Erling Ólafsson skordýrafræðingur rannsakar nú málið. 2. júlí 2015 07:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
Lúsmýið lætur aftur á sér kræla Landsmenn urðu varir við lúsmý í fyrsta sinn í fyrrasumar. Nú er það aftur komið á kreik. 12. júlí 2016 14:23
Menn kunna engar skýringar á plágu lúsmýs í Kjósinni Erling Ólafsson skordýrafræðingur segir hingaðkomu lúsmýs á við góðan reifara – engar skýringar liggja fyrir hvers vegna plágan gaus upp beggja vegna Hvalfjarðar. 1. júlí 2015 13:06
Lúsmý bítur fleiri en sumarhúsaeigendur Ný tegund bitmýs herjar nú á fleiri landsmenn en íbúa sumarhúsa í Kjós, en þeir hafa margir hverjir verið illa bitnir síðustu daga. Fólk í Mosfellsbæ og í Grafarvogi hefur lent í bitmýinu. Erling Ólafsson skordýrafræðingur rannsakar nú málið. 2. júlí 2015 07:15