Að hella eitri í sjó Jón Helgi Björnsson skrifar 5. júlí 2018 07:00 Þessa dagana er enn og aftur verið að hella eitri í sjóinn við Ísland til að drepa laxalús sem herjar á laxeldi á Vestfjörðum. Sífellt kemur betur og betur í ljós að eldi í opnum sjókvíum veldur miklum neikvæðum umhverfisáhrifum. Laxalús er talin ein helsta ógn við villta stofna laxfiska í Noregi og hefur orsakað 12-30% minnkun á stofnum laxfiska sem lifa í nágrenni eldisins. Rétt er að harma það andvaraleysi sem stjórnvöld og eftirlitsstofnanir hafa sýnt varðandi áhrif hennar á umhverfið hérlendis. Matvælastofnun hefur ítrekað dregið úr áhyggjum manna vegna þessarar plágu með fullyrðingum um að hún nái sér ekki á strik í köldum sjó við Ísland. Nú er hið sanna komið í ljós. Matvælastofnun kallar böðun á milljónum fiska með lúsaeitri „fyrirbyggjandi“ aðgerð sem er fullkomlega rangt. Það er ekkert fyrirbyggjandi við slíkar aðgerðir og nær alveg öruggt að eitra þarf aftur að vori. Reynslan hefur sýnt að eitrun nýtist bara í takmarkaðan tíma þangað til lúsin hefur þróað viðnám við eitrinu. Upplýsingagjöf Matvælastofnunar um stöðu lúsasmits er afar takmörkuð og virðist allt gert til að auðvelda uppbyggingu á þessum mengandi iðnaði. Sótt er hart að stjórnvöldum að leyfa frekara eldi meðal annars í Ísafjarðardjúpi og jafnvel Eyjafirði. Lúsaplágan í laxeldinu fyrir vestan hlýtur nú að opna augu MAST og gera þær fyrirætlanir að engu. Það dettur engum heilvita manni í hug að leyfa norskum stórfyrirtækjum að eitra þau svæði sem eru nauðsynleg uppeldi hefðbundinna nytjastofna. Full ástæða er til að fylgjast með áhrifum notkunar á lúsaeitri á lífríki sjávar, uppeldisstöðvar nytjastofna og rækjumið. Þegar laxeldisbylgjan fór af stað var bent á hættuna sem villta laxinum stafar af erfðablöndun, lúsaplágu og sjúkdómum. Nú liggur fyrir að tveir af þessum þremur þáttum eru veruleikinn eftir mjög takmarkað eldi í örfá ár. Því verður vart trúað að stjórnvöld leyfi sér áfram að setja kíkinn fyrir blinda augað þegar hagsmunir norsku laxeldisfyrirtækjanna eru annars vegar.Höfundur býr að Laxamýri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Umhverfismál Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
Þessa dagana er enn og aftur verið að hella eitri í sjóinn við Ísland til að drepa laxalús sem herjar á laxeldi á Vestfjörðum. Sífellt kemur betur og betur í ljós að eldi í opnum sjókvíum veldur miklum neikvæðum umhverfisáhrifum. Laxalús er talin ein helsta ógn við villta stofna laxfiska í Noregi og hefur orsakað 12-30% minnkun á stofnum laxfiska sem lifa í nágrenni eldisins. Rétt er að harma það andvaraleysi sem stjórnvöld og eftirlitsstofnanir hafa sýnt varðandi áhrif hennar á umhverfið hérlendis. Matvælastofnun hefur ítrekað dregið úr áhyggjum manna vegna þessarar plágu með fullyrðingum um að hún nái sér ekki á strik í köldum sjó við Ísland. Nú er hið sanna komið í ljós. Matvælastofnun kallar böðun á milljónum fiska með lúsaeitri „fyrirbyggjandi“ aðgerð sem er fullkomlega rangt. Það er ekkert fyrirbyggjandi við slíkar aðgerðir og nær alveg öruggt að eitra þarf aftur að vori. Reynslan hefur sýnt að eitrun nýtist bara í takmarkaðan tíma þangað til lúsin hefur þróað viðnám við eitrinu. Upplýsingagjöf Matvælastofnunar um stöðu lúsasmits er afar takmörkuð og virðist allt gert til að auðvelda uppbyggingu á þessum mengandi iðnaði. Sótt er hart að stjórnvöldum að leyfa frekara eldi meðal annars í Ísafjarðardjúpi og jafnvel Eyjafirði. Lúsaplágan í laxeldinu fyrir vestan hlýtur nú að opna augu MAST og gera þær fyrirætlanir að engu. Það dettur engum heilvita manni í hug að leyfa norskum stórfyrirtækjum að eitra þau svæði sem eru nauðsynleg uppeldi hefðbundinna nytjastofna. Full ástæða er til að fylgjast með áhrifum notkunar á lúsaeitri á lífríki sjávar, uppeldisstöðvar nytjastofna og rækjumið. Þegar laxeldisbylgjan fór af stað var bent á hættuna sem villta laxinum stafar af erfðablöndun, lúsaplágu og sjúkdómum. Nú liggur fyrir að tveir af þessum þremur þáttum eru veruleikinn eftir mjög takmarkað eldi í örfá ár. Því verður vart trúað að stjórnvöld leyfi sér áfram að setja kíkinn fyrir blinda augað þegar hagsmunir norsku laxeldisfyrirtækjanna eru annars vegar.Höfundur býr að Laxamýri
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun