Hvalur seldi birgðir af hval fyrir 860 milljónir Kristinn Ingi Jónsson skrifar 4. júlí 2018 06:00 Kristján Loftsson, forstjóri Hvals. VÍSIR/ANTON Hvalur seldi hvalaafurðir fyrir 863 milljónir króna á síðasta rekstrarári félagsins sem lauk í september í fyrra. Salan dróst saman um 31 prósent frá fyrra rekstrarári þegar hún nam um 1.247 milljónum króna, að því er fram kemur í ársreikningi Hvals. Félagið átti hvalkjötsbirgðir að virði 1.880 milljónir króna í lok september í fyrra en til samanburðar voru birgðirnar metnar á 2.560 milljónir í lok september árið 2016. Hvalur hagnaðist um tæpa 1,5 milljarða króna frá tímabilinu 1. október 2016 til 30. september 2017 og dróst hagnaðurinn saman um ríflega 515 milljónir á milli rekstrarára. Tekjur félagsins námu ríflega 2,8 milljörðum króna á tímabilinu og munaði þar mestu um tekjur af eignarhlutum þess í HB Granda, Hampiðjunni og Nýherja sem námu samanlagt allt að 1,6 milljörðum. Rekstrargjöld Hvals voru tæpir 1,7 milljarðar á rekstrarárinu en kostnaður vegna reksturs hvalveiðiskipa og hvalstöðvarinnar í Hvalfirði sem og útflutningstengdur kostnaður var um 640 milljónir. Hvalur átti eignir upp á 19,6 milljarða króna í lok september 2017. Skuldirnar námu á sama tíma 2,3 milljörðum og var eigið fé félagsins 17,3 milljarðar. Fiskveiðahlutafélagið Venus, sem er í eigu Kristjáns Loftssonar, forstjóra Hvals, Birnu Loftsdóttur og Sigríðar Vilhjálmsdóttur, er stærsti hluthafi Hvals en félagið átti 39,5 prósenta hlut í lok september í fyrra. Alls eru hluthafar Hvals 113 talsins. Stjórn félagsins lagði í maí síðastliðnum til að greiddur yrði út arður upp á einn milljarð króna til hluthafa. Hvalur gerir út tvö hvalveiðiskip í sumar en skipin hafa heimild til þess að veiða útgefinn kvóta upp á 161 langreyði auk 20 prósenta af ónýttum kvóta síðasta árs. Síðast voru stundaðar veiðar á langreyði sumarið 2015 en þá veiddust 155 langreyðar. Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ráðherra segir ekki rétt að hverfa frá núverandi hvalveiðistefnu Kristján Þór Júlíusson segir stefnuna hafa byggst á að viðhalda rétti til að nýta hvalastofna við landið með sjálfbærum hætti líkt og aðrar lifandi auðlindir hafsins. 28. júní 2018 23:37 Gert að langreyðum í Hvalfirði eftir vélarbilun Upp úr miðjum síðasta mánuði hófust hvalveiðar og fyrstu langreyðar sumarsins dregnar á land. 2. júlí 2018 16:53 „Það er náttúrulega grimmilegt að drepa einhvern sem vill ekki deyja“ Mótmæla á Austurvelli á morgun vegna hvalveiða 30. júní 2018 13:30 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Hvalur seldi hvalaafurðir fyrir 863 milljónir króna á síðasta rekstrarári félagsins sem lauk í september í fyrra. Salan dróst saman um 31 prósent frá fyrra rekstrarári þegar hún nam um 1.247 milljónum króna, að því er fram kemur í ársreikningi Hvals. Félagið átti hvalkjötsbirgðir að virði 1.880 milljónir króna í lok september í fyrra en til samanburðar voru birgðirnar metnar á 2.560 milljónir í lok september árið 2016. Hvalur hagnaðist um tæpa 1,5 milljarða króna frá tímabilinu 1. október 2016 til 30. september 2017 og dróst hagnaðurinn saman um ríflega 515 milljónir á milli rekstrarára. Tekjur félagsins námu ríflega 2,8 milljörðum króna á tímabilinu og munaði þar mestu um tekjur af eignarhlutum þess í HB Granda, Hampiðjunni og Nýherja sem námu samanlagt allt að 1,6 milljörðum. Rekstrargjöld Hvals voru tæpir 1,7 milljarðar á rekstrarárinu en kostnaður vegna reksturs hvalveiðiskipa og hvalstöðvarinnar í Hvalfirði sem og útflutningstengdur kostnaður var um 640 milljónir. Hvalur átti eignir upp á 19,6 milljarða króna í lok september 2017. Skuldirnar námu á sama tíma 2,3 milljörðum og var eigið fé félagsins 17,3 milljarðar. Fiskveiðahlutafélagið Venus, sem er í eigu Kristjáns Loftssonar, forstjóra Hvals, Birnu Loftsdóttur og Sigríðar Vilhjálmsdóttur, er stærsti hluthafi Hvals en félagið átti 39,5 prósenta hlut í lok september í fyrra. Alls eru hluthafar Hvals 113 talsins. Stjórn félagsins lagði í maí síðastliðnum til að greiddur yrði út arður upp á einn milljarð króna til hluthafa. Hvalur gerir út tvö hvalveiðiskip í sumar en skipin hafa heimild til þess að veiða útgefinn kvóta upp á 161 langreyði auk 20 prósenta af ónýttum kvóta síðasta árs. Síðast voru stundaðar veiðar á langreyði sumarið 2015 en þá veiddust 155 langreyðar.
Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ráðherra segir ekki rétt að hverfa frá núverandi hvalveiðistefnu Kristján Þór Júlíusson segir stefnuna hafa byggst á að viðhalda rétti til að nýta hvalastofna við landið með sjálfbærum hætti líkt og aðrar lifandi auðlindir hafsins. 28. júní 2018 23:37 Gert að langreyðum í Hvalfirði eftir vélarbilun Upp úr miðjum síðasta mánuði hófust hvalveiðar og fyrstu langreyðar sumarsins dregnar á land. 2. júlí 2018 16:53 „Það er náttúrulega grimmilegt að drepa einhvern sem vill ekki deyja“ Mótmæla á Austurvelli á morgun vegna hvalveiða 30. júní 2018 13:30 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Ráðherra segir ekki rétt að hverfa frá núverandi hvalveiðistefnu Kristján Þór Júlíusson segir stefnuna hafa byggst á að viðhalda rétti til að nýta hvalastofna við landið með sjálfbærum hætti líkt og aðrar lifandi auðlindir hafsins. 28. júní 2018 23:37
Gert að langreyðum í Hvalfirði eftir vélarbilun Upp úr miðjum síðasta mánuði hófust hvalveiðar og fyrstu langreyðar sumarsins dregnar á land. 2. júlí 2018 16:53
„Það er náttúrulega grimmilegt að drepa einhvern sem vill ekki deyja“ Mótmæla á Austurvelli á morgun vegna hvalveiða 30. júní 2018 13:30