Kjaradeila íslenskra ljósmæðra áskorun eða ógn? Helga Gottfreðsdóttir skrifar 4. júlí 2018 07:00 Fyrir nokkrum dögum sat ég ráðstefnu sem bar yfirskriftina 'Normal Labour & Birth Research Conference' þar sem fjallað var um rannsóknir í tengslum við eðlilegt ferli meðgöngu, fæðingar og fyrstu dagana eftir fæðingu. Ráðstefnan var nú haldin í 13. sinn en hún haldin til skiptis á Englandi og í einhverju öðru landi þar sem sérstaklega þykir þurfa að vekja athygli á heilbrigðisþjónustu við verðandi mæður og nýbura. Í ár var ráðstefnan í Michigan í USA. Í umfjöllun um þjónustu við barnshafandi konur og útkomu fæðinga er stuðst við samhæfða skráningu á nokkrum þáttum til að auðvelda samanburð milli landa. Árið 2008 voru Bandaríkin þannig í 30. sæti þegar ungbarnadauði (e. infant mortality) er skoðaður. Samhengi er milli nýbura- og ungbarnadauða og fyrirburafæðinga en tíðni fyrirburafæðinga í Bandaríkjunum er töluvert hærri en í mörgum löndum Evrópu. Árið 2010 var tíðni keisaraskurða í USA rúm 30%. Í Bandaríkjunum sinna ljósmæður tæplega 11% fæðinga, þær hafa starfsleyfi í flestum fylkjum en kerfið er flókið og ákvarðanir um hvernig þjónustan skuli veitt og hver skuli veita hana byggir ekki á bestu þekkingu á hverjum tíma. Á síðustu fjórum árum hafa t.d. birst nokkrar vísindagreinar um ljósmæðrastarf í hinu virta tímariti Lancet, þar sem áhersla er á aðkomu ljósmæðra til að byggja upp hágæða heilbrigðisþjónustu fyrir verðandi mæður og nýbura. Í greinunum er jafnframt vakin athygli á að of miklum fjármunum sé varið í lítinn hluta þjónustu við verðandi mæður og nýbura, þ.e. í bráðatilvik og flókin viðfangsefni, á kostnað þess að byggja frekar upp góða og jafnari þjónustu við allar verðandi mæður. Þannig er mögulega hægt að fyrirbyggja ýmis vandamál s.s. fjölda fyrirburafæðinga og nýta fjármuni þá betur.Upphaf að góðri heilsu Mæðra- og ungbarnadauði er með því lægsta sem þekkist hér á landi. Á sama tíma eru færri keisaraskurðir gerðir hér en í flestum öðrum löndum. Þannig sýna rannsóknir að miðað við önnur lönd er áhætta við meðgöngu og fæðingar lítil á Íslandi og mjög öruggt að fæðast hér. Stöðugt bætist við ný þekking um mikilvægi þess að móðir og barn fái góða þjónustu á meðgöngu og fyrstu vikum eftir fæðingu en þessi tími er upphaf að góðri heilsu til lengri tíma. Þó árangur í heilbrigðisþjónustu sé vissulega háður flóknu samspili félagslegra, efnahagslegra og pólitískra þátta, þá er hægt að færa rök fyrir því að greitt aðgengi að grunnheilbrigðisþjónustu sem veitt er af viðeigandi fagfólki skilar sér í bættu heilsufari þjóðar. Á Íslandi er löng hefð fyrir starfi ljósmæðra en á næsta ári fagnar Ljósmæðrafélag Íslands 100 ára afmæli. Starfssvið ljósmæðra hefur tekið breytingum til samræmis við þekkingu og kröfur á hverjum tíma. Ljósmæður sinna verðandi móður á meðgöngu, veita fæðingarhjálp og þjónustu fyrstu vikuna eftir fæðingu. Þær vinna innan sjúkrahúsa, á heilsugæslustöðvum, á fæðingarstofum og í heimahúsum. Ljósmæður sinna ráðgjöf um kynheilbrigði, brjóstagjafarráðgjöf og ráðgjöf eftir erfiða fæðingarreynslu. Þær sjá jafnframt um flestar reglubundnar ómskoðanir sem gerðar eru í tengslum við meðgöngu hér á landi og vinna við krabbameinsleit svo nokkuð sé nefnt. Hverjir eiga að kenna? Í haust munu tíu nemendur hefja nám við Námsbraut í ljósmóðurfræði við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Þessir nemendur eru teknir inn í ljósmóðurnámið að undangengnu forvali þar sem fleiri sækja um en komast inn. Við höfum hingað til búið við þann munað að starfssviðið þykir eftirsótt og því getum við valið úr umsækjendum. Nám í ljósmóðurfræði er tveggja ára nám eftir hjúkrunarfræði og í ljósmóðurnámi er u.þ.b. 60% tímans þjálfun á klínískum vettvangi. Til að mennta hæfar ljósmæður þurfum við því ljósmæður í klínísku starfi. Þær ljósmæður hafa margar hverjar langa reynslu að baki en þær eru kjölfestan í því að okkur takist að viðhalda þeim gæðum sem við viljum hafa á okkar námi til að geta skilað hæfum ljósmæðrum til starfa. Nú blasir það við að í jafn fámennri stétt þá skiptir hver einstaklingur máli. Mikið hefur verið lagt í til að viðhalda góðri menntun heilbrigðisstétta hér á landi. Fjöldi klínískra kennara í ljósmóðurfræði hefur nú sagt starfi sínu lausu til að knýja á um bætt kjör. Það hefur áhrif víða. Í haust mæta ljósmæðranemar í skólann og ég veit ekki hverjir eiga að kenna þeim í klínísku námi.Höfundur er prófessor og formaður námsbrautar í ljósmóðurfræði Hjúkrunarfræðideild Háskóla ÍslandsHeimildir: https://www.cdc.gov/nchs/data/databriefs/db23.pdfhttp://www.europeristat.com/reports/european-perinatal-health-report-2010.html Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum dögum sat ég ráðstefnu sem bar yfirskriftina 'Normal Labour & Birth Research Conference' þar sem fjallað var um rannsóknir í tengslum við eðlilegt ferli meðgöngu, fæðingar og fyrstu dagana eftir fæðingu. Ráðstefnan var nú haldin í 13. sinn en hún haldin til skiptis á Englandi og í einhverju öðru landi þar sem sérstaklega þykir þurfa að vekja athygli á heilbrigðisþjónustu við verðandi mæður og nýbura. Í ár var ráðstefnan í Michigan í USA. Í umfjöllun um þjónustu við barnshafandi konur og útkomu fæðinga er stuðst við samhæfða skráningu á nokkrum þáttum til að auðvelda samanburð milli landa. Árið 2008 voru Bandaríkin þannig í 30. sæti þegar ungbarnadauði (e. infant mortality) er skoðaður. Samhengi er milli nýbura- og ungbarnadauða og fyrirburafæðinga en tíðni fyrirburafæðinga í Bandaríkjunum er töluvert hærri en í mörgum löndum Evrópu. Árið 2010 var tíðni keisaraskurða í USA rúm 30%. Í Bandaríkjunum sinna ljósmæður tæplega 11% fæðinga, þær hafa starfsleyfi í flestum fylkjum en kerfið er flókið og ákvarðanir um hvernig þjónustan skuli veitt og hver skuli veita hana byggir ekki á bestu þekkingu á hverjum tíma. Á síðustu fjórum árum hafa t.d. birst nokkrar vísindagreinar um ljósmæðrastarf í hinu virta tímariti Lancet, þar sem áhersla er á aðkomu ljósmæðra til að byggja upp hágæða heilbrigðisþjónustu fyrir verðandi mæður og nýbura. Í greinunum er jafnframt vakin athygli á að of miklum fjármunum sé varið í lítinn hluta þjónustu við verðandi mæður og nýbura, þ.e. í bráðatilvik og flókin viðfangsefni, á kostnað þess að byggja frekar upp góða og jafnari þjónustu við allar verðandi mæður. Þannig er mögulega hægt að fyrirbyggja ýmis vandamál s.s. fjölda fyrirburafæðinga og nýta fjármuni þá betur.Upphaf að góðri heilsu Mæðra- og ungbarnadauði er með því lægsta sem þekkist hér á landi. Á sama tíma eru færri keisaraskurðir gerðir hér en í flestum öðrum löndum. Þannig sýna rannsóknir að miðað við önnur lönd er áhætta við meðgöngu og fæðingar lítil á Íslandi og mjög öruggt að fæðast hér. Stöðugt bætist við ný þekking um mikilvægi þess að móðir og barn fái góða þjónustu á meðgöngu og fyrstu vikum eftir fæðingu en þessi tími er upphaf að góðri heilsu til lengri tíma. Þó árangur í heilbrigðisþjónustu sé vissulega háður flóknu samspili félagslegra, efnahagslegra og pólitískra þátta, þá er hægt að færa rök fyrir því að greitt aðgengi að grunnheilbrigðisþjónustu sem veitt er af viðeigandi fagfólki skilar sér í bættu heilsufari þjóðar. Á Íslandi er löng hefð fyrir starfi ljósmæðra en á næsta ári fagnar Ljósmæðrafélag Íslands 100 ára afmæli. Starfssvið ljósmæðra hefur tekið breytingum til samræmis við þekkingu og kröfur á hverjum tíma. Ljósmæður sinna verðandi móður á meðgöngu, veita fæðingarhjálp og þjónustu fyrstu vikuna eftir fæðingu. Þær vinna innan sjúkrahúsa, á heilsugæslustöðvum, á fæðingarstofum og í heimahúsum. Ljósmæður sinna ráðgjöf um kynheilbrigði, brjóstagjafarráðgjöf og ráðgjöf eftir erfiða fæðingarreynslu. Þær sjá jafnframt um flestar reglubundnar ómskoðanir sem gerðar eru í tengslum við meðgöngu hér á landi og vinna við krabbameinsleit svo nokkuð sé nefnt. Hverjir eiga að kenna? Í haust munu tíu nemendur hefja nám við Námsbraut í ljósmóðurfræði við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Þessir nemendur eru teknir inn í ljósmóðurnámið að undangengnu forvali þar sem fleiri sækja um en komast inn. Við höfum hingað til búið við þann munað að starfssviðið þykir eftirsótt og því getum við valið úr umsækjendum. Nám í ljósmóðurfræði er tveggja ára nám eftir hjúkrunarfræði og í ljósmóðurnámi er u.þ.b. 60% tímans þjálfun á klínískum vettvangi. Til að mennta hæfar ljósmæður þurfum við því ljósmæður í klínísku starfi. Þær ljósmæður hafa margar hverjar langa reynslu að baki en þær eru kjölfestan í því að okkur takist að viðhalda þeim gæðum sem við viljum hafa á okkar námi til að geta skilað hæfum ljósmæðrum til starfa. Nú blasir það við að í jafn fámennri stétt þá skiptir hver einstaklingur máli. Mikið hefur verið lagt í til að viðhalda góðri menntun heilbrigðisstétta hér á landi. Fjöldi klínískra kennara í ljósmóðurfræði hefur nú sagt starfi sínu lausu til að knýja á um bætt kjör. Það hefur áhrif víða. Í haust mæta ljósmæðranemar í skólann og ég veit ekki hverjir eiga að kenna þeim í klínísku námi.Höfundur er prófessor og formaður námsbrautar í ljósmóðurfræði Hjúkrunarfræðideild Háskóla ÍslandsHeimildir: https://www.cdc.gov/nchs/data/databriefs/db23.pdfhttp://www.europeristat.com/reports/european-perinatal-health-report-2010.html
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar