Bæta þarf kjör aldraðra strax, ekki síðar! Björgvin Guðmundsson skrifar 19. júlí 2018 07:00 Bæta þarf kjör eldra fólks með því að hækka ellilífeyri og tryggja, að hann sé ekki undir fátæktarmörkum. Horfið verði frá krónu móti krónu skerðingu á sérstakri framfærsluuppbót öryrkja. Gera þarf átak í byggingu hjúkrunarheimila, þannig að komið verði til móts við þörfina að fullu á næstu 10 árum. Þannig hljóðaði stefna Vinstri grænna (VG) í málefnum aldraðra og öryrkja fyrir alþingiskosningarnar haustið 2017. Og hverjar hafa efndirnar orðið?Hvað er VG að gera í ríkisstjórninni? VG fékk stjórnarforustu í ríkisstjórn þeirri, sem mynduð var eftir síðustu alþingiskosningar. VG hefur ekki lagt til, að lífeyrir verði hækkaður um eina einustu krónu á því rúma hálfa ári, sem flokkurinn hefur verið í stjórn. Samt hefur verið vakin sérstök athygli ríkisstjórnarinnar á því, að þeir lægst launuðu meðal aldraðra og öryrkja gætu ekki framfleytt sér af lífeyri þeirra, svo lágur væri hann. Katrínu forsætisráðherra og formanni VG hefur verið bent á, að ástandið væri svo slæmt hjá þeim verst stöddu, að aðgerðir þyldu enga bið. Þær yrði að gera strax. En það hefur verið eins og að tala við steinvegg. „Róttæki sósíalistaflokkurinn“ hefur ekki brugðist betur við en Sjálfstæðisflokkurinn (íhaldið) gerði í fyrri stjórn. Menn hafa undrast þetta og spurt sig hvað VG væri að gera í þessari ríkisstjórn! En hefur VG þá ekki brugðist betur við fyrir öryrkja og framkvæmt stefnumál sitt frá síðustu kosningum um, að hverfa frá krónu á móti krónu skerðingu á sérstakri framfærsluuppbót öryrkja? (Horfið var frá slíkri skerðingu hjá öldruðum um áramótin 2016/2017 í nýjum lögum um almannatryggingar.) Ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins lofaði öryrkjum því um áramótin 2016/2017, að þessi krónu á móti krónu skerðing hjá öryrkjum yrði afnumin fljótlega. Þessi ríkisstjórn sveik það! Þau svik hafa staðið í 17 mánuði. Katrín formaður VG og nú forsætisráðherra hafði gott tækifæri sem leiðtogi og verkstjóri ríkisstjórnarinnar til þess að leiðrétta málið gagnvart öryrkjum. En því miður: Í stað þess að bæta fyrir svikin tók VG undir svikin gagnvart öryrkjum með Framsókn og íhaldi og hefur viðhaldið krónu á móti krónu skerðingunni áfram. Síðustu 6 mánuði hefur VG verið aðili að þessum grófu svikum með Framsókn og íhaldi. Ekkert fjármagn til hjúkrunarheimila? Um átak í byggingu hjúkrunarheimila er það að segja, að enn hefur ekkert fjármagn verið tryggt til byggingar þeirra. Samkvæmt tillögu Alberts heitins Guðmundssonar alþingismanns, borgarfulltrúa og ráðherra var ákveðið að stofna framkvæmdasjóð aldraðra, sem fjármagna átti byggingu hjúkrunarheimila. Öllum skattgreiðendum var gert að greiða ákveðna upphæð í þennan sjóð. En misvitrir stjórnmálamenn gátu ekki séð sjóðinn í friði og fóru að taka úr honum til annarra þarfa en hann var stofnaður til. Þess vegna er lítið í sjóðnum í dag. Ég tel, að þegar svo er komið, eigi ríkissjóður að greiða það fé til baka, sem tekið var á þann hátt úr sjóðnum (ófrjálsri hendi). Þess vegna á ríkið að leggja fram fé strax í dag til að unnt sé að byggja nægilega mörg hjúkrunarheimili. En það gerir núverandi ríkisstjórn ekki. Í staðinn segist hún ætla að fá fé til byggingar hjúkrunarheimila úr svokölluðum þjóðarsjóði en sá sjóður hefur ekki einu sinni verið stofnaður. Ég tel, að ekki muni fást neinir peningar úr slíkum sjóði fyrr en seint á næsta ári í fyrsta lagi. Ég hef hér rætt um nokkur helstu kosningaloforð VG í málefnum aldraðra. Því miður lítur ekki vel út með efndir þeirra. En hvað um samskipti VG við samtök eldri borgara, t.d. Félag eldri borgara í Reykjavík og LEB, landssamtökin? Hefur VG staðið sig betur í samskiptum við þau? Því miður. Svarið er nei. Félag eldri borgara í Reykjavík fór þess á leit við forsætisráðherra að lífeyrir verst settu aldraðra yrði hækkaður strax. Ég fór einnig fram á það í bréfi til Katrínar. En það er enginn asi á ríkisstjórn Vinstri grænna í þessum efnum. Stjórnin lofar ekki svörum fyrr en næsta vetur. Það er eins og forsætisráðherra og formaður VG skilji ekki alvöru málsins. Það er neyðarástand hjá öldruðum, sem einungis hafa lífeyri frá almannatryggingum (strípaðan lífeyri). Lífeyrir þeirra dugar ekki fyrir brýnustu nauðsynjum. Þeir sem hafa þessi kjör verða ef til vill að neita sér um mat eða læknisaðstoð. Það er alvarlegt mál. Það verður strax að leysa úr því brýna vandamáli. Það þolir enga bið. Ekki dugar að fresta því fram á næsta vetur!Höfundur er viðskiptafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Bæta þarf kjör eldra fólks með því að hækka ellilífeyri og tryggja, að hann sé ekki undir fátæktarmörkum. Horfið verði frá krónu móti krónu skerðingu á sérstakri framfærsluuppbót öryrkja. Gera þarf átak í byggingu hjúkrunarheimila, þannig að komið verði til móts við þörfina að fullu á næstu 10 árum. Þannig hljóðaði stefna Vinstri grænna (VG) í málefnum aldraðra og öryrkja fyrir alþingiskosningarnar haustið 2017. Og hverjar hafa efndirnar orðið?Hvað er VG að gera í ríkisstjórninni? VG fékk stjórnarforustu í ríkisstjórn þeirri, sem mynduð var eftir síðustu alþingiskosningar. VG hefur ekki lagt til, að lífeyrir verði hækkaður um eina einustu krónu á því rúma hálfa ári, sem flokkurinn hefur verið í stjórn. Samt hefur verið vakin sérstök athygli ríkisstjórnarinnar á því, að þeir lægst launuðu meðal aldraðra og öryrkja gætu ekki framfleytt sér af lífeyri þeirra, svo lágur væri hann. Katrínu forsætisráðherra og formanni VG hefur verið bent á, að ástandið væri svo slæmt hjá þeim verst stöddu, að aðgerðir þyldu enga bið. Þær yrði að gera strax. En það hefur verið eins og að tala við steinvegg. „Róttæki sósíalistaflokkurinn“ hefur ekki brugðist betur við en Sjálfstæðisflokkurinn (íhaldið) gerði í fyrri stjórn. Menn hafa undrast þetta og spurt sig hvað VG væri að gera í þessari ríkisstjórn! En hefur VG þá ekki brugðist betur við fyrir öryrkja og framkvæmt stefnumál sitt frá síðustu kosningum um, að hverfa frá krónu á móti krónu skerðingu á sérstakri framfærsluuppbót öryrkja? (Horfið var frá slíkri skerðingu hjá öldruðum um áramótin 2016/2017 í nýjum lögum um almannatryggingar.) Ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins lofaði öryrkjum því um áramótin 2016/2017, að þessi krónu á móti krónu skerðing hjá öryrkjum yrði afnumin fljótlega. Þessi ríkisstjórn sveik það! Þau svik hafa staðið í 17 mánuði. Katrín formaður VG og nú forsætisráðherra hafði gott tækifæri sem leiðtogi og verkstjóri ríkisstjórnarinnar til þess að leiðrétta málið gagnvart öryrkjum. En því miður: Í stað þess að bæta fyrir svikin tók VG undir svikin gagnvart öryrkjum með Framsókn og íhaldi og hefur viðhaldið krónu á móti krónu skerðingunni áfram. Síðustu 6 mánuði hefur VG verið aðili að þessum grófu svikum með Framsókn og íhaldi. Ekkert fjármagn til hjúkrunarheimila? Um átak í byggingu hjúkrunarheimila er það að segja, að enn hefur ekkert fjármagn verið tryggt til byggingar þeirra. Samkvæmt tillögu Alberts heitins Guðmundssonar alþingismanns, borgarfulltrúa og ráðherra var ákveðið að stofna framkvæmdasjóð aldraðra, sem fjármagna átti byggingu hjúkrunarheimila. Öllum skattgreiðendum var gert að greiða ákveðna upphæð í þennan sjóð. En misvitrir stjórnmálamenn gátu ekki séð sjóðinn í friði og fóru að taka úr honum til annarra þarfa en hann var stofnaður til. Þess vegna er lítið í sjóðnum í dag. Ég tel, að þegar svo er komið, eigi ríkissjóður að greiða það fé til baka, sem tekið var á þann hátt úr sjóðnum (ófrjálsri hendi). Þess vegna á ríkið að leggja fram fé strax í dag til að unnt sé að byggja nægilega mörg hjúkrunarheimili. En það gerir núverandi ríkisstjórn ekki. Í staðinn segist hún ætla að fá fé til byggingar hjúkrunarheimila úr svokölluðum þjóðarsjóði en sá sjóður hefur ekki einu sinni verið stofnaður. Ég tel, að ekki muni fást neinir peningar úr slíkum sjóði fyrr en seint á næsta ári í fyrsta lagi. Ég hef hér rætt um nokkur helstu kosningaloforð VG í málefnum aldraðra. Því miður lítur ekki vel út með efndir þeirra. En hvað um samskipti VG við samtök eldri borgara, t.d. Félag eldri borgara í Reykjavík og LEB, landssamtökin? Hefur VG staðið sig betur í samskiptum við þau? Því miður. Svarið er nei. Félag eldri borgara í Reykjavík fór þess á leit við forsætisráðherra að lífeyrir verst settu aldraðra yrði hækkaður strax. Ég fór einnig fram á það í bréfi til Katrínar. En það er enginn asi á ríkisstjórn Vinstri grænna í þessum efnum. Stjórnin lofar ekki svörum fyrr en næsta vetur. Það er eins og forsætisráðherra og formaður VG skilji ekki alvöru málsins. Það er neyðarástand hjá öldruðum, sem einungis hafa lífeyri frá almannatryggingum (strípaðan lífeyri). Lífeyrir þeirra dugar ekki fyrir brýnustu nauðsynjum. Þeir sem hafa þessi kjör verða ef til vill að neita sér um mat eða læknisaðstoð. Það er alvarlegt mál. Það verður strax að leysa úr því brýna vandamáli. Það þolir enga bið. Ekki dugar að fresta því fram á næsta vetur!Höfundur er viðskiptafræðingur
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar