Dorrit stal senunni á Þingvöllum með íslenska fjárhundinum Mæru Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. júlí 2018 14:04 Dorrit og Mæja sjást hér á Þingvöllum ásamt hópi fyrirmenna sem hinkruðu eftir þeim. vísir/elín Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú, er á meðal gesta sem sækja nú hátíðarfund á Þingvöllum sem haldinn er í tilefni 100 ára afmæli fullveldisins Íslands. Dorrit labbaði ásamt hópi fólks niður Almannagjá skömmu fyrir klukkan 14 og að Lögbergi þar sem fundurinn fer fram. Á leiðinni niður eftir kom Dorrit auga á fjárhund skammt frá sem var úti í móa með eiganda sínum.Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, og Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú, og hópur fólks á Þingvöllum í dag.vísir/elínGerði forsetafrúin fyrrverandi sér lítið fyrir, stökk út í móa til að fá hundinn lánaðan og labbaði svo með hann áleiðis að Lögbergi. Hundurinn heitir Laufeyjaraskja og er kölluð Mæra. Hópurinn sem fylgdi á eftir Dorrit og Ólafi Ragnari Grímssyni, fyrrverandi forseta, þurfti að hinkra eftir forsetafrúnni fyrrverandi á meðan hún sótti Mæru en á meðal þeirra voru Agnes Sigurðardóttir, biskup, og Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar.Mæra ásamt eigendum sínum á Þingvöllum í dag.vísir/elínÓhætt er að segja að þetta skemmtilega uppátæki Dorritar hafi vakið eftirtekt og að hún hafi stolið senunni áður en hátíðarfundurinn hófst en þegar hún hafði labbað með Mæru nokkurn spöl tók öryggisvörður við henni og skilaði til eigandans. Þess má geta að í dag er dagur íslenska fjárhundarins. Alþingi Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Sjá meira
Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú, er á meðal gesta sem sækja nú hátíðarfund á Þingvöllum sem haldinn er í tilefni 100 ára afmæli fullveldisins Íslands. Dorrit labbaði ásamt hópi fólks niður Almannagjá skömmu fyrir klukkan 14 og að Lögbergi þar sem fundurinn fer fram. Á leiðinni niður eftir kom Dorrit auga á fjárhund skammt frá sem var úti í móa með eiganda sínum.Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, og Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú, og hópur fólks á Þingvöllum í dag.vísir/elínGerði forsetafrúin fyrrverandi sér lítið fyrir, stökk út í móa til að fá hundinn lánaðan og labbaði svo með hann áleiðis að Lögbergi. Hundurinn heitir Laufeyjaraskja og er kölluð Mæra. Hópurinn sem fylgdi á eftir Dorrit og Ólafi Ragnari Grímssyni, fyrrverandi forseta, þurfti að hinkra eftir forsetafrúnni fyrrverandi á meðan hún sótti Mæru en á meðal þeirra voru Agnes Sigurðardóttir, biskup, og Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar.Mæra ásamt eigendum sínum á Þingvöllum í dag.vísir/elínÓhætt er að segja að þetta skemmtilega uppátæki Dorritar hafi vakið eftirtekt og að hún hafi stolið senunni áður en hátíðarfundurinn hófst en þegar hún hafði labbað með Mæru nokkurn spöl tók öryggisvörður við henni og skilaði til eigandans. Þess má geta að í dag er dagur íslenska fjárhundarins.
Alþingi Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Sjá meira