Hvalasérfræðingar kalla eftir því að hvalveiðiflotinn verði kyrrsettur Birgir Olgeirsson skrifar 16. júlí 2018 18:35 Frá verkun hvals í Hvalfirði. Vísir/Vilhelm Sautján vísindamenn víðs vegar um heiminn hafa kallað eftir því að hvalveiðifloti Íslands verði kyrrsettur uns skorið hefur verið úr með erfðavísindarannsókn, án vafa, um tegund hvals sem var veiddur við Íslandsstrendur laugardaginn 7. júlí síðastliðinn. Talið er að um fágætan blending langreyðar og steypireyðar sé að ræða. Ef slíkt reynist rétt er þetta fimmti blendingurinn sem kemur að landi en sá fyrsti uppgötvaðist árið 1986. Ef um blending er að ræða hefur lögbrot ekki verið framið því engin lög eru um blendinga því þeir tilheyra ekki ákveðinni tegund dýra. Steypireyður er hins vegar friðuð og er því ólöglegt að skjóta slík dýr. Á meðal þeirra vísindamanna sem kalla eftir því að hvalveiðifloti Íslendinga verði kyrrsettur er Marianne Rasmussen, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskósla Íslands á Húsavík. Áskorunin er send á fjölmiðla af Valgerði Árnadóttur, framkvæmdastjóra Samtaka grænmetisæta á Íslandi og stofnandi samtakanna Stop Whaling Iceland.Hvalurinn sem veiddur var ber einkenni langreyðar og steypireyðar.Hvalasérfræðingarnir sautján telja miklar líkur á að hvalurinn sem var landað laugardaginn 7. júlí sé í raun steypireyður. Er það þvert á þær upplýsingar sem íslensk stjórnvöld hafa veitt um dýrið en sérfræðingarnir byggja þetta mat sitt á útlitseinkennum dýrsins. Sérfræðingarnir taka fram að þó prófanir muni leiða í ljós að hvalurinn hafi verið blendingur beri að hafa í huga að slíkir blendingar séu sjaldgæfir og því mikilvægir fyrir rannsóknir og vísindi. „Blendingar steypi- og langreyða eru afar mikilvægir hvað varðar rannsóknir til þess að auka skilning á tegundaþróun og náttúrulegum ferlum í umhverfi. Það er því mikil eftirsjá í því að undanfarna áratugi hafa að minnsta kosti fjórir slíkir blendingar verið veiddir af íslenskum hvalveiðiskipum,“ segir í bréfi vísindamannanna. Vísa þeir í íslensk lög þar sem kemur fram að kyrrsetja skuli skip, sem staðið er að meintum ólöglegum veiðum, þegar það kemur til hafnar, og er eigi heimilt að láta það laust fyrr en dómur hefur verið kveðinn upp í máli ákæruvaldsins gegn skipstjóra skipsins eða máli hans lokið á annan hátt og sekt og kostnaður hefur verið greitt að fullu. Bréfið í heild má finna í viðhengi hér fyrir neðan. Hvalveiðar Tengdar fréttir Kristján handviss um að hvalurinn sé blendingur Ég er algjörleg viss um það að þetta sé blendingshvalur segir Kristján Loftsson forstjóri Hvals. 12. júlí 2018 16:31 Óska eftir flýtimeðferð í greiningu á erfðasýni hvalsins Ýmist er talið að um steypireyð eða blending sé að ræða. 13. júlí 2018 19:30 Forsætisráðherra telur óskynsamlegt að halda hvalveiðum áfram Erfðarannsókn á hval sem veiddur var um helgina stendur nú yfir en verið er að skera úr um tegund hvalsins. Sérfræðingar telja ýmist að um steypireyð eða blending steypireyðar og langreyðar sé að ræða. 14. júlí 2018 19:30 Stjórnvöld brugðust við fréttum erlendra miðla af umdeildu hvaldrápi Íslensk stjórnvöld höfðu frumkvæði að því að leiðrétta umfjöllun erlendra miðla um umdeilt hvaldráp Hvals hf. í liðinni viku. 16. júlí 2018 12:04 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
Sautján vísindamenn víðs vegar um heiminn hafa kallað eftir því að hvalveiðifloti Íslands verði kyrrsettur uns skorið hefur verið úr með erfðavísindarannsókn, án vafa, um tegund hvals sem var veiddur við Íslandsstrendur laugardaginn 7. júlí síðastliðinn. Talið er að um fágætan blending langreyðar og steypireyðar sé að ræða. Ef slíkt reynist rétt er þetta fimmti blendingurinn sem kemur að landi en sá fyrsti uppgötvaðist árið 1986. Ef um blending er að ræða hefur lögbrot ekki verið framið því engin lög eru um blendinga því þeir tilheyra ekki ákveðinni tegund dýra. Steypireyður er hins vegar friðuð og er því ólöglegt að skjóta slík dýr. Á meðal þeirra vísindamanna sem kalla eftir því að hvalveiðifloti Íslendinga verði kyrrsettur er Marianne Rasmussen, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskósla Íslands á Húsavík. Áskorunin er send á fjölmiðla af Valgerði Árnadóttur, framkvæmdastjóra Samtaka grænmetisæta á Íslandi og stofnandi samtakanna Stop Whaling Iceland.Hvalurinn sem veiddur var ber einkenni langreyðar og steypireyðar.Hvalasérfræðingarnir sautján telja miklar líkur á að hvalurinn sem var landað laugardaginn 7. júlí sé í raun steypireyður. Er það þvert á þær upplýsingar sem íslensk stjórnvöld hafa veitt um dýrið en sérfræðingarnir byggja þetta mat sitt á útlitseinkennum dýrsins. Sérfræðingarnir taka fram að þó prófanir muni leiða í ljós að hvalurinn hafi verið blendingur beri að hafa í huga að slíkir blendingar séu sjaldgæfir og því mikilvægir fyrir rannsóknir og vísindi. „Blendingar steypi- og langreyða eru afar mikilvægir hvað varðar rannsóknir til þess að auka skilning á tegundaþróun og náttúrulegum ferlum í umhverfi. Það er því mikil eftirsjá í því að undanfarna áratugi hafa að minnsta kosti fjórir slíkir blendingar verið veiddir af íslenskum hvalveiðiskipum,“ segir í bréfi vísindamannanna. Vísa þeir í íslensk lög þar sem kemur fram að kyrrsetja skuli skip, sem staðið er að meintum ólöglegum veiðum, þegar það kemur til hafnar, og er eigi heimilt að láta það laust fyrr en dómur hefur verið kveðinn upp í máli ákæruvaldsins gegn skipstjóra skipsins eða máli hans lokið á annan hátt og sekt og kostnaður hefur verið greitt að fullu. Bréfið í heild má finna í viðhengi hér fyrir neðan.
Hvalveiðar Tengdar fréttir Kristján handviss um að hvalurinn sé blendingur Ég er algjörleg viss um það að þetta sé blendingshvalur segir Kristján Loftsson forstjóri Hvals. 12. júlí 2018 16:31 Óska eftir flýtimeðferð í greiningu á erfðasýni hvalsins Ýmist er talið að um steypireyð eða blending sé að ræða. 13. júlí 2018 19:30 Forsætisráðherra telur óskynsamlegt að halda hvalveiðum áfram Erfðarannsókn á hval sem veiddur var um helgina stendur nú yfir en verið er að skera úr um tegund hvalsins. Sérfræðingar telja ýmist að um steypireyð eða blending steypireyðar og langreyðar sé að ræða. 14. júlí 2018 19:30 Stjórnvöld brugðust við fréttum erlendra miðla af umdeildu hvaldrápi Íslensk stjórnvöld höfðu frumkvæði að því að leiðrétta umfjöllun erlendra miðla um umdeilt hvaldráp Hvals hf. í liðinni viku. 16. júlí 2018 12:04 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
Kristján handviss um að hvalurinn sé blendingur Ég er algjörleg viss um það að þetta sé blendingshvalur segir Kristján Loftsson forstjóri Hvals. 12. júlí 2018 16:31
Óska eftir flýtimeðferð í greiningu á erfðasýni hvalsins Ýmist er talið að um steypireyð eða blending sé að ræða. 13. júlí 2018 19:30
Forsætisráðherra telur óskynsamlegt að halda hvalveiðum áfram Erfðarannsókn á hval sem veiddur var um helgina stendur nú yfir en verið er að skera úr um tegund hvalsins. Sérfræðingar telja ýmist að um steypireyð eða blending steypireyðar og langreyðar sé að ræða. 14. júlí 2018 19:30
Stjórnvöld brugðust við fréttum erlendra miðla af umdeildu hvaldrápi Íslensk stjórnvöld höfðu frumkvæði að því að leiðrétta umfjöllun erlendra miðla um umdeilt hvaldráp Hvals hf. í liðinni viku. 16. júlí 2018 12:04