Veitingahús á móti sjókvíaeldi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 16. júlí 2018 08:00 Ingólfur Ásgeirsson hjá Icelandic Wildlife Fund hvetur veitingamenn til að bjóða upp á fisk sem er veiddur í sátt við náttúruna Vísir/ernir „Við erum bara að höfða til veitingamanna og hvetja þá til að leita annarra leiða en að kaupa fisk úr sjókvíaeldi og bjóða upp á fisk sem er veiddur á sjálfbæran hátt úr landeldi sem rekið er í sátt og samlyndi við umhverfi og náttúru,“ segir Ingólfur Ásgeirsson, stofnandi umhverfissjóðsins Icelandic Wildlife Fund. Sjóðurinn framleiðir límmiða til að auðkenna veitingahús sem styðja vistvæna framleiðslu og bjóða ekki upp á fisk sem framleiddur er í sjókvíaeldi. Á límmiðunum sem sjá má við inngang nokkurra veitingahúsa í Reykjavík, stendur: „Við bjóðum aðeins lax úr sjálfbæru landeldi.“ Hrefna SætranVísir/ernirHann nefnir nokkur veitingahús sem þegar hafa fengið límmiða en mörg önnur séu að skipta um birgja. Þá hafi matvöruverslanir einnig lýst áhuga. „Að okkar dómi er um að ræða stærsta umhverfismál á Íslandi í dag,“ segir Ingólfur. Hann segir markmið sjóðsins fyrst og fremst vera að vekja athygli almennings á þeim hættum sem opið sjókvíaeldi valdi náttúru og umhverfi landsins, fyrir lífríki fjarðanna, botndýr, rækju og þorsk og að öll sú mengun sem fari óheft frá eldinu sturtist bara beint í hafið. Ingólfur segir villta laxinn deyjandi tegund um heim allan. „Ísland er síðasta vígi villta laxins í heiminum. Ef þessi barátta tapast hér þá er bara úti um þessa dýrategund. Það var lax í mörgum löndum á meginlandi Evrópu og í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum en þetta er bara allt horfið. Ef þetta sjókvíaeldi fær að ganga fram mun það sama gerast hér og annars staðar. Ef villti laxastofninn hér blandast einhverjum norskum eldislaxi sem er framandi í íslenskri náttúru þá er skaðinn óafturkræfur,“ segir Ingólfur. „Það er mikið spurt hvernig lax við erum með. Fólk er að spá í þetta,“ segir Hrefna Sætran sem rekur Grillmarkaðinn og Fiskmarkaðinn. Miðar frá Icelandic Wildlife Fund eru komnir í glugga beggja veitingahúsanna. Hún segir of snemmt að spyrja um áhrif límmiðanna enda nýkomnir upp en hún segir fólk verða mjög fegið og ánægt að heyra hver uppruni laxins á matseðlinum sé. Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Tengdar fréttir Laxeldisfyrirtæki þurfa að eitra fyrir laxalús í Tálknafirði og Arnarfirði Laxalús er orðin svo mikil í Tálknafirði og Arnarfirði að nota þarf eitur til að drepa lúsina. Hitastig sjávar ekki eins mikil vörn gegn laxalús og talið var. Laxalúsin veldur fyrirtækjum í laxeldi nokkrum búsifjum. 28. júní 2018 08:00 Laxar sluppu úr sjókví í Tálknafirði Laxar sluppur í gegnum göt á sjókví í Tálknafirði. Ekki er vitað hversu margir laxar sluppu. 7. júlí 2018 11:36 Sex af tólf reyndust hafa verið eldislaxar Í skýrslunni kemur fram að fagaðilar telji að vöktunar sé þörf í ám á eldissvæðum. 25. maí 2018 17:24 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Sjá meira
„Við erum bara að höfða til veitingamanna og hvetja þá til að leita annarra leiða en að kaupa fisk úr sjókvíaeldi og bjóða upp á fisk sem er veiddur á sjálfbæran hátt úr landeldi sem rekið er í sátt og samlyndi við umhverfi og náttúru,“ segir Ingólfur Ásgeirsson, stofnandi umhverfissjóðsins Icelandic Wildlife Fund. Sjóðurinn framleiðir límmiða til að auðkenna veitingahús sem styðja vistvæna framleiðslu og bjóða ekki upp á fisk sem framleiddur er í sjókvíaeldi. Á límmiðunum sem sjá má við inngang nokkurra veitingahúsa í Reykjavík, stendur: „Við bjóðum aðeins lax úr sjálfbæru landeldi.“ Hrefna SætranVísir/ernirHann nefnir nokkur veitingahús sem þegar hafa fengið límmiða en mörg önnur séu að skipta um birgja. Þá hafi matvöruverslanir einnig lýst áhuga. „Að okkar dómi er um að ræða stærsta umhverfismál á Íslandi í dag,“ segir Ingólfur. Hann segir markmið sjóðsins fyrst og fremst vera að vekja athygli almennings á þeim hættum sem opið sjókvíaeldi valdi náttúru og umhverfi landsins, fyrir lífríki fjarðanna, botndýr, rækju og þorsk og að öll sú mengun sem fari óheft frá eldinu sturtist bara beint í hafið. Ingólfur segir villta laxinn deyjandi tegund um heim allan. „Ísland er síðasta vígi villta laxins í heiminum. Ef þessi barátta tapast hér þá er bara úti um þessa dýrategund. Það var lax í mörgum löndum á meginlandi Evrópu og í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum en þetta er bara allt horfið. Ef þetta sjókvíaeldi fær að ganga fram mun það sama gerast hér og annars staðar. Ef villti laxastofninn hér blandast einhverjum norskum eldislaxi sem er framandi í íslenskri náttúru þá er skaðinn óafturkræfur,“ segir Ingólfur. „Það er mikið spurt hvernig lax við erum með. Fólk er að spá í þetta,“ segir Hrefna Sætran sem rekur Grillmarkaðinn og Fiskmarkaðinn. Miðar frá Icelandic Wildlife Fund eru komnir í glugga beggja veitingahúsanna. Hún segir of snemmt að spyrja um áhrif límmiðanna enda nýkomnir upp en hún segir fólk verða mjög fegið og ánægt að heyra hver uppruni laxins á matseðlinum sé.
Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Tengdar fréttir Laxeldisfyrirtæki þurfa að eitra fyrir laxalús í Tálknafirði og Arnarfirði Laxalús er orðin svo mikil í Tálknafirði og Arnarfirði að nota þarf eitur til að drepa lúsina. Hitastig sjávar ekki eins mikil vörn gegn laxalús og talið var. Laxalúsin veldur fyrirtækjum í laxeldi nokkrum búsifjum. 28. júní 2018 08:00 Laxar sluppu úr sjókví í Tálknafirði Laxar sluppur í gegnum göt á sjókví í Tálknafirði. Ekki er vitað hversu margir laxar sluppu. 7. júlí 2018 11:36 Sex af tólf reyndust hafa verið eldislaxar Í skýrslunni kemur fram að fagaðilar telji að vöktunar sé þörf í ám á eldissvæðum. 25. maí 2018 17:24 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Sjá meira
Laxeldisfyrirtæki þurfa að eitra fyrir laxalús í Tálknafirði og Arnarfirði Laxalús er orðin svo mikil í Tálknafirði og Arnarfirði að nota þarf eitur til að drepa lúsina. Hitastig sjávar ekki eins mikil vörn gegn laxalús og talið var. Laxalúsin veldur fyrirtækjum í laxeldi nokkrum búsifjum. 28. júní 2018 08:00
Laxar sluppu úr sjókví í Tálknafirði Laxar sluppur í gegnum göt á sjókví í Tálknafirði. Ekki er vitað hversu margir laxar sluppu. 7. júlí 2018 11:36
Sex af tólf reyndust hafa verið eldislaxar Í skýrslunni kemur fram að fagaðilar telji að vöktunar sé þörf í ám á eldissvæðum. 25. maí 2018 17:24