Sveitarfélög tryggi heimilislausu fólki ekki fullnægjandi aðstoð Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. júlí 2018 19:30 Kolbrún Baldursdóttir Skjáskot úr frétt Í áliti Umboðsmanns Alþingis kemur fram að sveitarfélög tryggi heimilislausu fólki ekki fullnægjandi aðstoð við lausn á bráðum húsnæðisvanda í samræmi við lög, stjórnarskrá og fjölþjóðlegra mannréttindareglna. Umboðsmanni hafa borist fjölmargar kvartanir vegna þess hvernig sveitarfélög rækja það verkefni að veita heimilislausum einstaklingum úrlausn í húsnæðismálum, en samkvæmt lögum ber þeim skylda til að veita þeim fjölskyldum og einstaklingum, sem ekki eru færir um það sjálfir, úrlausn í húsnæðismálum. Þá er sjónum sérstaklega beint að því hvernig Reykjavíkurborg hefur staðið að þessum málum, en umboðsmaður segir biðtíma eftir félagslegu húsnæði of langan og framboð húsnæðisúrræða ófullnægjandi. Fram kemur að utangarðsfólki hafi fjölgað um 95% frá árinu 2012 Í álitinu er einni kvörtun sérstaklega gerð skil. En maður hafði kvartað til umboðsmanns vegna málsmeðferðar. Hann fékk þær upplýsingar að umsókn hans um félagslegt húsnæði væri staðfest og var hann því á biðlista. Hins vegar kom það fimm árum seinna í ljós að hann kæmi ekki til greina við úthlutun þar sem hann væri í virkri neyslu áfengis. Allan biðtímann hafi hann ýmist dvalið á götunni eða í gistiskýlum borgarinnar haldandi að fljótlega yrði honum útvegað húsnæði. Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins segir þetta ekki einsdæmi. „Ég vil að þessi biðlisti verði greindur. Ég vil vita nákvæmlega hverjir eru á þessum biðlista, hvað þeir eru búnir að bíða lengi. Hverjir hafa fengið svör og hvaða svör. Þarna eru yfir þúsund fjölskyldur skilst mér og listinn hefur lengst síðustu ár. Ég sé þetta sem neyðarástand og ég kalla eftir neyðaraðgerðum og það strax,“ segir Kolbrún Baldursdóttir. Félagsmál Tengdar fréttir Málefni heimilislausra í Reykjavík Opið bréf til borgarstjórans í Reykjavík og Umboðsmanns Alþingis. 12. júlí 2018 07:00 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Í áliti Umboðsmanns Alþingis kemur fram að sveitarfélög tryggi heimilislausu fólki ekki fullnægjandi aðstoð við lausn á bráðum húsnæðisvanda í samræmi við lög, stjórnarskrá og fjölþjóðlegra mannréttindareglna. Umboðsmanni hafa borist fjölmargar kvartanir vegna þess hvernig sveitarfélög rækja það verkefni að veita heimilislausum einstaklingum úrlausn í húsnæðismálum, en samkvæmt lögum ber þeim skylda til að veita þeim fjölskyldum og einstaklingum, sem ekki eru færir um það sjálfir, úrlausn í húsnæðismálum. Þá er sjónum sérstaklega beint að því hvernig Reykjavíkurborg hefur staðið að þessum málum, en umboðsmaður segir biðtíma eftir félagslegu húsnæði of langan og framboð húsnæðisúrræða ófullnægjandi. Fram kemur að utangarðsfólki hafi fjölgað um 95% frá árinu 2012 Í álitinu er einni kvörtun sérstaklega gerð skil. En maður hafði kvartað til umboðsmanns vegna málsmeðferðar. Hann fékk þær upplýsingar að umsókn hans um félagslegt húsnæði væri staðfest og var hann því á biðlista. Hins vegar kom það fimm árum seinna í ljós að hann kæmi ekki til greina við úthlutun þar sem hann væri í virkri neyslu áfengis. Allan biðtímann hafi hann ýmist dvalið á götunni eða í gistiskýlum borgarinnar haldandi að fljótlega yrði honum útvegað húsnæði. Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins segir þetta ekki einsdæmi. „Ég vil að þessi biðlisti verði greindur. Ég vil vita nákvæmlega hverjir eru á þessum biðlista, hvað þeir eru búnir að bíða lengi. Hverjir hafa fengið svör og hvaða svör. Þarna eru yfir þúsund fjölskyldur skilst mér og listinn hefur lengst síðustu ár. Ég sé þetta sem neyðarástand og ég kalla eftir neyðaraðgerðum og það strax,“ segir Kolbrún Baldursdóttir.
Félagsmál Tengdar fréttir Málefni heimilislausra í Reykjavík Opið bréf til borgarstjórans í Reykjavík og Umboðsmanns Alþingis. 12. júlí 2018 07:00 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Málefni heimilislausra í Reykjavík Opið bréf til borgarstjórans í Reykjavík og Umboðsmanns Alþingis. 12. júlí 2018 07:00