Sjaldgæft veðurfyrirbrigði í höfuðborginni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. júlí 2018 22:03 Það voru evrópskir sumarvindar sem léku um höfuðborgarbúa í dag á heitasta degi ársins. Síðdegisúrhellið minnti líka á hitaskúr frá suðrænni löndum. Veðurfræðingur á Veðurstofunni segir hitabylgjuna hafa farið hratt yfir landið í dag en um sjaldgæft fyrirbrigði hafi verið að ræða. Margir borgarbúar biðu með tilhlökkun eftir deginum í dag en framanaf var spáð sól og allt að 25 stiga hita. Sólin lét hins vegar ekki sjá sig en fyrripart dagsins var einhvers konar hitabylgja á höfuðborgarsvæðinu. Mistur, sem höfuðborgarbúa sáu í dag, kom með heita loftinu frá Evrópu. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að þetta sé sjaldgæft og gerist ekki á hverju ári. „Við viljum hafa hæðina passlega langt frá landi og fyrir sunnan land. Þá nær hún að ýta, með austanáttinni, mjög hlýju loft frá Evrópu,“ segir Óli. Það standi hins vegar stutt því hún verður líklega yfir landinu á miðvikudaginn. „Þegar hún færist vestar frá Skotlandi þá missir hún af því að ná í hlýja loftið frá Evrópu og fer að sækja svalara loft úr Atlantshafi. Svo sem engar hamfarir en það verður mun svalara fyrir okkur á vesturhorninu,“ segir Óli.Svipuð sumur komi reglulega Margir gerðu sér glaðan dag og á hátíðinni Kátt á Klambra voru gestir ánægðir með góða veðrið. Adam var þó ekki lengi í paradís því sídegis kom úrhelli í átt við evrópskan hitaskúr. Óli Þór segir að veðrið fari svo í svipað far og verið hefur. „Þessi 10 til 18 stiga hiti, svona almennt að deginum, frekar skýjað og nokkuð víða einhver úrkoma. Þannig að það er ekki kannski einhver einn staður að fara að skera sig úr. Svo þegar líður lengra á vikuna er útlit fyrir að það fari meira yfir í suðlægar áttir aftur. Við erum búin að fá dálítið af því í sumar,“ segir Óli. Hann segir sumarið hafa verið óvenjulegt á suðvesturhorninu og man vart annað eins. „Þetta sumar er gjarnan borið saman við '83 sumarið. Það var svalara en þetta. Þessi sumur hafa alltaf komið af og til og munu örugglega alltaf koma. Vonandi verður bara langt í það næsta.“Þannig að þú vilt ekki spá eins og sumir að þetta sé eitthvað sem við munum sjá næstu árin og jafnvel áratugina?„Nei, ég er ekki alveg tilbúinn að kaupa þá útskýringu,“ segir Óli. Veður Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Það voru evrópskir sumarvindar sem léku um höfuðborgarbúa í dag á heitasta degi ársins. Síðdegisúrhellið minnti líka á hitaskúr frá suðrænni löndum. Veðurfræðingur á Veðurstofunni segir hitabylgjuna hafa farið hratt yfir landið í dag en um sjaldgæft fyrirbrigði hafi verið að ræða. Margir borgarbúar biðu með tilhlökkun eftir deginum í dag en framanaf var spáð sól og allt að 25 stiga hita. Sólin lét hins vegar ekki sjá sig en fyrripart dagsins var einhvers konar hitabylgja á höfuðborgarsvæðinu. Mistur, sem höfuðborgarbúa sáu í dag, kom með heita loftinu frá Evrópu. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að þetta sé sjaldgæft og gerist ekki á hverju ári. „Við viljum hafa hæðina passlega langt frá landi og fyrir sunnan land. Þá nær hún að ýta, með austanáttinni, mjög hlýju loft frá Evrópu,“ segir Óli. Það standi hins vegar stutt því hún verður líklega yfir landinu á miðvikudaginn. „Þegar hún færist vestar frá Skotlandi þá missir hún af því að ná í hlýja loftið frá Evrópu og fer að sækja svalara loft úr Atlantshafi. Svo sem engar hamfarir en það verður mun svalara fyrir okkur á vesturhorninu,“ segir Óli.Svipuð sumur komi reglulega Margir gerðu sér glaðan dag og á hátíðinni Kátt á Klambra voru gestir ánægðir með góða veðrið. Adam var þó ekki lengi í paradís því sídegis kom úrhelli í átt við evrópskan hitaskúr. Óli Þór segir að veðrið fari svo í svipað far og verið hefur. „Þessi 10 til 18 stiga hiti, svona almennt að deginum, frekar skýjað og nokkuð víða einhver úrkoma. Þannig að það er ekki kannski einhver einn staður að fara að skera sig úr. Svo þegar líður lengra á vikuna er útlit fyrir að það fari meira yfir í suðlægar áttir aftur. Við erum búin að fá dálítið af því í sumar,“ segir Óli. Hann segir sumarið hafa verið óvenjulegt á suðvesturhorninu og man vart annað eins. „Þetta sumar er gjarnan borið saman við '83 sumarið. Það var svalara en þetta. Þessi sumur hafa alltaf komið af og til og munu örugglega alltaf koma. Vonandi verður bara langt í það næsta.“Þannig að þú vilt ekki spá eins og sumir að þetta sé eitthvað sem við munum sjá næstu árin og jafnvel áratugina?„Nei, ég er ekki alveg tilbúinn að kaupa þá útskýringu,“ segir Óli.
Veður Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira