Fjögur ráðuneyti vinna viðbragðsáætlun vegna mikilvægra atvinnufyrirtækja Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. júlí 2018 18:30 Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra ferðaþjónustu, iðnaðar og nýsköpunar og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Ráðuneyti þeirra vinna nú að viðbragsáætlun vegna mögulegra áfalla í rekstri mikilvægra atvinnufyrirtækja. Vísir/Samsett mynd Fjögur ráðuneyti vinna nú að gerð viðbragðsáætlunar vegna hugsanlegra áfalla í rekstri mikilvægra atvinnufyrirtækja sem gætu kallað á viðbrögð af hálfu stjórnvalda. Þar undir heyra flugfélög en miklar sviptingar hafa orðið að undanförnu í rekstri íslensku flugfélaganna, Icelandair og Wow Air. Flugfélögin eru kerfislega mikilvæg fyrir íslenskt hagkerfi enda er ferðaþjónustan mikilvægasta atvinnugrein þjóðarbúsins með hliðsjón af gjaldeyristekjum og hlutdeildar í landsframleiðslu en hún trónir á toppnum í báðum flokkum. Að þessu sögðu skiptir gott gengi ferðaþjónustunnar og íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja flesta landsmenn máli. Miklar sviptingar hafa verið í rekstri íslensku flugfélaganna vegna hækkandi olíuverðs. Fyrr í þessum mánuði sendi Icelandair frá sér afkomuviðvörun sem vakti mikil viðbrögð fjárfesta og féllu hlutabréf félagsins um 25 prósent eftir birtingu hennar. Wow Air birti síðan ársreikning fyrir árið 2017 seint og um síðir. Þar kom fram að félagið hefði tapað 22 milljónum dollara, jafnvirði 2,5 milljarða króna í fyrra. Það voru hins vegar ekki aðeins neikvæð tíðindi í ársreikningi Wow Air því þrátt fyrir tapið jukust tekjur félagsins um 58 prósent á árinu.Rekstur Wow Air sagður brothættur Sérfræðingar á fjármálamarkaði sem fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis hefur rætt við segja að rekstur Wow Air sé brothættur. Eigið fé Wow Air var aðeins 5,9 milljarðar króna í lok árs 2016. Félagið tapaði svo 2,5 milljörðum króna í fyrra þrátt fyrir að hafa selt tvær Airbus A321 þotur í nóvember það ár og leigt þær aftur en með því losaði félagið talsvert laust fé. Slík aðgerð er ekki óalgeng í rekstri flugfélaga. Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis í dag að hagnaður vegna þeirrar sölu myndi ekki koma fram fyrr en á þessu ári. Hann sagði jafnframt að Wow Air ynni að langtímafjármögnun félagsins í samstarfi við erlenda banka til að standa undir áframhaldandi vexti þess. „Sú vinna gengur mjög vel,“ sagði hann. Skúli Mogensen segir að Wow Air vinni nú að langtímaendurfjármögnun félagsins í samstarfi við erlenda banka í þeim tilgangi að styðja við áframhaldandi vöxt þess.Áföll í rekstri flugfélaga gætu haft víðtækar afleiðingar Ljóst er að rekstrar- eða stjóðstreymisvandi flugfélaganna gæti haft víðtækar afleiðingar í för með sér. En hvaða ætla íslensk stjórnvöld að gera ef það verða áföll í rekstri íslensku flugfélaganna? Fjögur ráðuneyti hafa um nokkurt skeið unnið að gerð viðbragðsáætlunar vegna áfalla í rekstri mikilvægra atvinnufyrirtækja. Þetta fékk fréttastofan staðfest hjá forsætisráðuneytinu og samgönguráðuneytinu. Í svari Sigurbergs Björnssonar skrifstofustjóra samgönguráðuneytisins við fyrirspurn Stöðvar 2 og Vísis segir: „Ekki hefur verið gripið til aðgerða til að bregðast sérstaklega við hugsanlegum kerfisáhrifum vegna flugrekstrar. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, fjármála- og efnahagsráðuneytið, forsætisráðuneytið og atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið vinna að gerð viðbragðsáætlunar vegna hugsanlegra áfalla í rekstri mikilvægra atvinnufyrirtækja sem gætu kallað á viðbrögð af hálfu stjórnvalda. Tilgangur hópsins er ekki að skoða flugfélög eða ferðaþjónustu sérstaklega, né heldur einstaka atburði eða horfur. Hópurinn er að skoða breyttan viðbúnað vegna þeirra breytinga sem orðið hafa á íslensku atvinnulífi og gjaldeyrissköpun, m.a. í tengslum við samgöngur, ferðaþjónustu og nýsköpun. Til dæmis eru fjarskipta- og veitufyrirtæki, flugfélög, skipafélög og fjarskiptafélög svo þýðingarmikil í íslensku efnahagslífi að tímabundin röskun á þjónustu þeirra hefur mikil áhrif á notendur og rekstur annarra aðila með efnahagslegu tjóni fyrir samfélagið allt. Það þarf því að greina ítarlega og undirbúa viðbragðsáætlun ef áföll komi upp í rekstri fyrirtækja sem gætu kallað á viðbrögð af hálfu stjórnvalda með skömmum fyrirvara.“Björgólfur Jóhansson forstjóri Icelandair. Nokkur spenna er á markaði vegna 6 mánaða uppgjörs Icelandair sem verður birt næstkomandi þriðjudag. Vísir/GVALærdómur dreginn af bankahruninu Líkt og að framan er rakið hefur ekki verið gripið til neinna beinna aðgerða til að bregðast við hugsanlegum rekstrar- eða sjóðstreymisvanda flugfélaganna. Slíkur vandi myndi án nokkurs vafa heyra undir áðurnefnda viðbragðsáætlun. Það hefur áður komið upp umræða um að ríkið bjargi flugfélögum en það gerðist til dæmis árið 1980 þegar Flugleiðir, forveri Icelandair, lenti í rekstrarvanda. Eftir banka- og gjaldeyrishrunið 2008 var lögð rík áhersla á að samræma viðbrögð stjórnvalda við kerfisáhættu en skortur á slíkum samræmdum viðbrögðum í aðdraganda falls bankanna var eitt af því sem sætti gagnrýni eftir hrun þeirra. Enginn einn aðili bar ábyrgð á að hafa heildaryfirsýn og að samræma viðbrögð við kerfisáhættu í aðdraganda hrunsins og taka af skarið um aðgerðir. Þetta er ítarlega rakið í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið frá 12. apríl 2010 og fleiri vinnuskjölum og skýrslum sem unnar voru af Alþingi og öðrum stjórnvöldum. Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis ræddi við bæði Björgólf Jóhannsson forstjóra Icelandair og Skúla Mogensen forstjóra Wow Air við vinnslu fréttarinnar. Hvorugur þeirra sagðist hafa setið fundi í tengslum við gerð viðbragðsáætlunar stjórnvalda. Nokkur spenna er á markaði í tengslum við 6 mánaða uppgjör Icelandair sem verður birt næstkomandi þriðjudag, 31. júlí. Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Fjögur ráðuneyti vinna nú að gerð viðbragðsáætlunar vegna hugsanlegra áfalla í rekstri mikilvægra atvinnufyrirtækja sem gætu kallað á viðbrögð af hálfu stjórnvalda. Þar undir heyra flugfélög en miklar sviptingar hafa orðið að undanförnu í rekstri íslensku flugfélaganna, Icelandair og Wow Air. Flugfélögin eru kerfislega mikilvæg fyrir íslenskt hagkerfi enda er ferðaþjónustan mikilvægasta atvinnugrein þjóðarbúsins með hliðsjón af gjaldeyristekjum og hlutdeildar í landsframleiðslu en hún trónir á toppnum í báðum flokkum. Að þessu sögðu skiptir gott gengi ferðaþjónustunnar og íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja flesta landsmenn máli. Miklar sviptingar hafa verið í rekstri íslensku flugfélaganna vegna hækkandi olíuverðs. Fyrr í þessum mánuði sendi Icelandair frá sér afkomuviðvörun sem vakti mikil viðbrögð fjárfesta og féllu hlutabréf félagsins um 25 prósent eftir birtingu hennar. Wow Air birti síðan ársreikning fyrir árið 2017 seint og um síðir. Þar kom fram að félagið hefði tapað 22 milljónum dollara, jafnvirði 2,5 milljarða króna í fyrra. Það voru hins vegar ekki aðeins neikvæð tíðindi í ársreikningi Wow Air því þrátt fyrir tapið jukust tekjur félagsins um 58 prósent á árinu.Rekstur Wow Air sagður brothættur Sérfræðingar á fjármálamarkaði sem fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis hefur rætt við segja að rekstur Wow Air sé brothættur. Eigið fé Wow Air var aðeins 5,9 milljarðar króna í lok árs 2016. Félagið tapaði svo 2,5 milljörðum króna í fyrra þrátt fyrir að hafa selt tvær Airbus A321 þotur í nóvember það ár og leigt þær aftur en með því losaði félagið talsvert laust fé. Slík aðgerð er ekki óalgeng í rekstri flugfélaga. Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis í dag að hagnaður vegna þeirrar sölu myndi ekki koma fram fyrr en á þessu ári. Hann sagði jafnframt að Wow Air ynni að langtímafjármögnun félagsins í samstarfi við erlenda banka til að standa undir áframhaldandi vexti þess. „Sú vinna gengur mjög vel,“ sagði hann. Skúli Mogensen segir að Wow Air vinni nú að langtímaendurfjármögnun félagsins í samstarfi við erlenda banka í þeim tilgangi að styðja við áframhaldandi vöxt þess.Áföll í rekstri flugfélaga gætu haft víðtækar afleiðingar Ljóst er að rekstrar- eða stjóðstreymisvandi flugfélaganna gæti haft víðtækar afleiðingar í för með sér. En hvaða ætla íslensk stjórnvöld að gera ef það verða áföll í rekstri íslensku flugfélaganna? Fjögur ráðuneyti hafa um nokkurt skeið unnið að gerð viðbragðsáætlunar vegna áfalla í rekstri mikilvægra atvinnufyrirtækja. Þetta fékk fréttastofan staðfest hjá forsætisráðuneytinu og samgönguráðuneytinu. Í svari Sigurbergs Björnssonar skrifstofustjóra samgönguráðuneytisins við fyrirspurn Stöðvar 2 og Vísis segir: „Ekki hefur verið gripið til aðgerða til að bregðast sérstaklega við hugsanlegum kerfisáhrifum vegna flugrekstrar. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, fjármála- og efnahagsráðuneytið, forsætisráðuneytið og atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið vinna að gerð viðbragðsáætlunar vegna hugsanlegra áfalla í rekstri mikilvægra atvinnufyrirtækja sem gætu kallað á viðbrögð af hálfu stjórnvalda. Tilgangur hópsins er ekki að skoða flugfélög eða ferðaþjónustu sérstaklega, né heldur einstaka atburði eða horfur. Hópurinn er að skoða breyttan viðbúnað vegna þeirra breytinga sem orðið hafa á íslensku atvinnulífi og gjaldeyrissköpun, m.a. í tengslum við samgöngur, ferðaþjónustu og nýsköpun. Til dæmis eru fjarskipta- og veitufyrirtæki, flugfélög, skipafélög og fjarskiptafélög svo þýðingarmikil í íslensku efnahagslífi að tímabundin röskun á þjónustu þeirra hefur mikil áhrif á notendur og rekstur annarra aðila með efnahagslegu tjóni fyrir samfélagið allt. Það þarf því að greina ítarlega og undirbúa viðbragðsáætlun ef áföll komi upp í rekstri fyrirtækja sem gætu kallað á viðbrögð af hálfu stjórnvalda með skömmum fyrirvara.“Björgólfur Jóhansson forstjóri Icelandair. Nokkur spenna er á markaði vegna 6 mánaða uppgjörs Icelandair sem verður birt næstkomandi þriðjudag. Vísir/GVALærdómur dreginn af bankahruninu Líkt og að framan er rakið hefur ekki verið gripið til neinna beinna aðgerða til að bregðast við hugsanlegum rekstrar- eða sjóðstreymisvanda flugfélaganna. Slíkur vandi myndi án nokkurs vafa heyra undir áðurnefnda viðbragðsáætlun. Það hefur áður komið upp umræða um að ríkið bjargi flugfélögum en það gerðist til dæmis árið 1980 þegar Flugleiðir, forveri Icelandair, lenti í rekstrarvanda. Eftir banka- og gjaldeyrishrunið 2008 var lögð rík áhersla á að samræma viðbrögð stjórnvalda við kerfisáhættu en skortur á slíkum samræmdum viðbrögðum í aðdraganda falls bankanna var eitt af því sem sætti gagnrýni eftir hrun þeirra. Enginn einn aðili bar ábyrgð á að hafa heildaryfirsýn og að samræma viðbrögð við kerfisáhættu í aðdraganda hrunsins og taka af skarið um aðgerðir. Þetta er ítarlega rakið í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið frá 12. apríl 2010 og fleiri vinnuskjölum og skýrslum sem unnar voru af Alþingi og öðrum stjórnvöldum. Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis ræddi við bæði Björgólf Jóhannsson forstjóra Icelandair og Skúla Mogensen forstjóra Wow Air við vinnslu fréttarinnar. Hvorugur þeirra sagðist hafa setið fundi í tengslum við gerð viðbragðsáætlunar stjórnvalda. Nokkur spenna er á markaði í tengslum við 6 mánaða uppgjör Icelandair sem verður birt næstkomandi þriðjudag, 31. júlí.
Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira