Hvetja til hitunar á frosnu grænmeti fyrir neyslu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. júlí 2018 14:01 Í tilkynningu frá MAST segir að samkvæmt upplýsingum frá sóttvarnarlækni hafi tveir einstaklingar greinst með listeríu hér á landi á þessu ári. vísir/getty Matvælastofnun og Sóttvarnarlæknir brýna fyrir neytendum að fylgja eldunarfyrirmælum sem koma fram á umbúðum frosins grænmetis og maísbauna og gæta þess að krossmengun eigi sér ekki stað. Í tilkynningu frá MAST segir að samkvæmt upplýsingum frá sóttvarnarlækni hafi tveir einstaklingar greinst með listeríu hér á landi á þessu ári en ekki hefur verið hægt að tengja tilfellin við neyslu á frosnu grænmeti. Það eru einum ung börn, aldraðir, þungaðar konur og fólk með skert ónæmiskerfi sem veikist af listeríu. „Matvælastofnun og Sóttvarnarlæknir brýna fyrir neytendum að fylgja eldunarfyrirmælum sem koma fram á umbúðum frosins grænmetis og maísbauna og gæta þess að krossmengun eigi sér ekki stað. Skv. upplýsingum frá Sóttvarnarlækni hafa á þessu ári tveir einstaklingar greinst með Listeria monocytogenes (Listería) Ekki hefur verið hægt að tengja tilfellin hérlendis, við neyslu á frosnu grænmeti en það eru einkum ung börn aldraðir, þungaðar konur og fólk með skert ónæmiskerfi sem veikjast. Aukin tíðni matarsýkinga vegna listeríu hefur kallar á aukið eftirlit og bætt vinnubrögð í matvælavinnslum. Framkvæmdastjórn Evrópusambandisins (ESB) telur nú að herða þurfi eftirlit með framleiðleiðslu á frystu og léttsoðnu grænmeti og baunum. Setja þurfi skýrar reglur um þessa tegund vöru og er í skoðun að framleiðendur uppfylli sömu i kröfur um eftirlit með listeríu og þeir sem framleiða viðkvæm matvæli tilbúin til neyslu, á borð við reyktan lax og álegg. Líta þurfi á frosið, létteldað grænmeti, sem fullunna vöru þar sem töluvert er um að þess sé neytt án hitunar, s.s. í salati. Með faraldsfræðirannsóknum og greiningum á erfðaefni bakteríustofna hefur verið hægt að rekja 47 tilfelli sýkinga af völdum listeríu í nokkrum aðildarríkjum ESB til maísbauna sem framleiddar voru í verksmiðju í Ungverjalandi. Nú hefur sami stofn greinst í frosnu grænmeti sem framleitt hefur verið í umræddri verksmiðju á árunum 2016-2018. Grunur leikur á að þrálát listería hafi búið um sig í framleiðsluumhverfi verksmiðjunnar þrátt fyrir þrif og sótthreinsun í verksmiðjunni. Nýlega voru innkallaðar hér á landi frosnar maísbaunir frá COOP og maís og blandað grænmeti frá Greenyard.Grænmetið var unnið og fryst í verksmiðjunni í Ungverjalandi en pakkað annars staðar. Samkvæmt Evrópureglum um örverufræðileg viðmið sem gilda hér þurfa framleiðendur sem framleiða matvæli, sem eru tilbúin til neyslu, að viðhafa eftirlit með listeríu í matvælum sem og í framleiðsluumhverfinu. Þetta á einkum við um viðkvæmar kælivörur með tiltölulega langt geymsluþol, sem eru þannig samsettar að Listería á auðvelt með að fjölga sér á geymsluþolstímanum. Dæmi um slíkar vörur eru reyktur og grafinn lax og ýmsar tegundir af áleggi. Aðgerðir, sem fyrirbyggja mengun og virkt innra eftirlit með þeim aðgerðum verður að vera til staðar og það skal sannprófað með reglubundnum sýnatökum úr framleiðsluumhverfinu og úr matvælunum. Listería á ekki að geta fjölgað sér í frosnum afurðum á borð við frosnar maísbaunir og frosið grænmeti. Listería er umhverfisbaktería sem getur auðveldlega borist inn í vinnsluumhverfi matvælafyrirtækja. Fyrir frystingu á grænmeti er það oft snögghitað. Fari eitthvað úrskeiðis í framleiðslunni, s.s. vegna eftirmengunar, er hætta á að listería nái að fjölga sér á ný eftir uppþýðingu. Flestir framleiðendur veita leiðbeiningar um hitun á umbúðum og því hefur frosið grænmeti, fram að þessu, ekki verið talið til áhættusamra matvæla með tilliti til listeríu Matvælastofnun og Sóttvarnarlæknir hvetja neytendur til að hita allt frosið grænmeti fyrir neyslu. Þeir hópar sem eru fyrst og fremst í hættu á að verða veikir eru ung börn aldraðir, þungaðar konur og fólk með skert ónæmiskerfi,“ segir í tilkynningu MAST. Neytendur Tengdar fréttir Innkalla frosið grænmeti vegna gruns um listeríu Madsa ehf. hefur, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, ákveðið að innkalla af markaði frosið grænmeti vegna þess að það getur verið mengað af bakteríunni listeríu. 9. júlí 2018 14:19 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
Matvælastofnun og Sóttvarnarlæknir brýna fyrir neytendum að fylgja eldunarfyrirmælum sem koma fram á umbúðum frosins grænmetis og maísbauna og gæta þess að krossmengun eigi sér ekki stað. Í tilkynningu frá MAST segir að samkvæmt upplýsingum frá sóttvarnarlækni hafi tveir einstaklingar greinst með listeríu hér á landi á þessu ári en ekki hefur verið hægt að tengja tilfellin við neyslu á frosnu grænmeti. Það eru einum ung börn, aldraðir, þungaðar konur og fólk með skert ónæmiskerfi sem veikist af listeríu. „Matvælastofnun og Sóttvarnarlæknir brýna fyrir neytendum að fylgja eldunarfyrirmælum sem koma fram á umbúðum frosins grænmetis og maísbauna og gæta þess að krossmengun eigi sér ekki stað. Skv. upplýsingum frá Sóttvarnarlækni hafa á þessu ári tveir einstaklingar greinst með Listeria monocytogenes (Listería) Ekki hefur verið hægt að tengja tilfellin hérlendis, við neyslu á frosnu grænmeti en það eru einkum ung börn aldraðir, þungaðar konur og fólk með skert ónæmiskerfi sem veikjast. Aukin tíðni matarsýkinga vegna listeríu hefur kallar á aukið eftirlit og bætt vinnubrögð í matvælavinnslum. Framkvæmdastjórn Evrópusambandisins (ESB) telur nú að herða þurfi eftirlit með framleiðleiðslu á frystu og léttsoðnu grænmeti og baunum. Setja þurfi skýrar reglur um þessa tegund vöru og er í skoðun að framleiðendur uppfylli sömu i kröfur um eftirlit með listeríu og þeir sem framleiða viðkvæm matvæli tilbúin til neyslu, á borð við reyktan lax og álegg. Líta þurfi á frosið, létteldað grænmeti, sem fullunna vöru þar sem töluvert er um að þess sé neytt án hitunar, s.s. í salati. Með faraldsfræðirannsóknum og greiningum á erfðaefni bakteríustofna hefur verið hægt að rekja 47 tilfelli sýkinga af völdum listeríu í nokkrum aðildarríkjum ESB til maísbauna sem framleiddar voru í verksmiðju í Ungverjalandi. Nú hefur sami stofn greinst í frosnu grænmeti sem framleitt hefur verið í umræddri verksmiðju á árunum 2016-2018. Grunur leikur á að þrálát listería hafi búið um sig í framleiðsluumhverfi verksmiðjunnar þrátt fyrir þrif og sótthreinsun í verksmiðjunni. Nýlega voru innkallaðar hér á landi frosnar maísbaunir frá COOP og maís og blandað grænmeti frá Greenyard.Grænmetið var unnið og fryst í verksmiðjunni í Ungverjalandi en pakkað annars staðar. Samkvæmt Evrópureglum um örverufræðileg viðmið sem gilda hér þurfa framleiðendur sem framleiða matvæli, sem eru tilbúin til neyslu, að viðhafa eftirlit með listeríu í matvælum sem og í framleiðsluumhverfinu. Þetta á einkum við um viðkvæmar kælivörur með tiltölulega langt geymsluþol, sem eru þannig samsettar að Listería á auðvelt með að fjölga sér á geymsluþolstímanum. Dæmi um slíkar vörur eru reyktur og grafinn lax og ýmsar tegundir af áleggi. Aðgerðir, sem fyrirbyggja mengun og virkt innra eftirlit með þeim aðgerðum verður að vera til staðar og það skal sannprófað með reglubundnum sýnatökum úr framleiðsluumhverfinu og úr matvælunum. Listería á ekki að geta fjölgað sér í frosnum afurðum á borð við frosnar maísbaunir og frosið grænmeti. Listería er umhverfisbaktería sem getur auðveldlega borist inn í vinnsluumhverfi matvælafyrirtækja. Fyrir frystingu á grænmeti er það oft snögghitað. Fari eitthvað úrskeiðis í framleiðslunni, s.s. vegna eftirmengunar, er hætta á að listería nái að fjölga sér á ný eftir uppþýðingu. Flestir framleiðendur veita leiðbeiningar um hitun á umbúðum og því hefur frosið grænmeti, fram að þessu, ekki verið talið til áhættusamra matvæla með tilliti til listeríu Matvælastofnun og Sóttvarnarlæknir hvetja neytendur til að hita allt frosið grænmeti fyrir neyslu. Þeir hópar sem eru fyrst og fremst í hættu á að verða veikir eru ung börn aldraðir, þungaðar konur og fólk með skert ónæmiskerfi,“ segir í tilkynningu MAST.
Neytendur Tengdar fréttir Innkalla frosið grænmeti vegna gruns um listeríu Madsa ehf. hefur, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, ákveðið að innkalla af markaði frosið grænmeti vegna þess að það getur verið mengað af bakteríunni listeríu. 9. júlí 2018 14:19 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
Innkalla frosið grænmeti vegna gruns um listeríu Madsa ehf. hefur, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, ákveðið að innkalla af markaði frosið grænmeti vegna þess að það getur verið mengað af bakteríunni listeríu. 9. júlí 2018 14:19