Baldur: Gerðum heiðarlega tilraun Þór Símon Hafþórsson skrifar 26. júlí 2018 21:31 Baldur í stuði fyrir leik í kvöld. vísir/daníel Baldur Sigurðsson, fyrirliði Stjörnunnar, var tiltölulega brattur í leikslok þrátt fyrir 2-0 tap gegn FC Kaupmannahöfn í fyrri leik liðanna í undankeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta. „Við vorum bara býsna góðir í fyrri hálfleik. Vörðumst vel og byrjuðum af krafti. Fengum góð færi til að skora á þá á fyrstu tíu mínútunum og vorum ákveðnir að mæta af sama krafti í seinni,“ sagði Baldur en staðan var markalaus í hálfleik og Stjarnan búið að spila ansi vel. Því miður gekk ekki sem skyldi í þeim seinni er gestirnir náðu fljótlega tveggja marka forystu. „Við gefum þeim eiginlega mark. Hann (Kenan Kodro) stendur aleinn fyrir framan markið og það setur leikinn úr jafnvægi fyrir okkur. Eðlilega fór hausinn pínulítið. En við gerðum heiðarlega tilraun gegn frábæru liði og getum borið höfuðið hátt“ Maðurinn sem gerði gæfu muninn fyrir gestina heitir Viktor Fischer en hann var í HM-hóp Dana í sumar. Hann kom inn á í hálfleik sem og var nánast eins og einhver svindl-kall. Svo góður var hann en hann lagði upp eitt og skoraði svo annað mark liðsins. „Það var skemmtilegt að eiga við þá og við ætluðum að stoppa hann en Fischer sýndi gæðin sín. Hann var kvikur á fótunum og áræðin og það er erfitt að eiga við svona menn. Sérstaklega þegar maður er orðin aðeins þreyttur,“ sagði Baldur sem horfir spenntur fram á veginn. „Það er svekkjandi að tapa 2-0 á heimavelli en við getum svo sem sagt að þetta sé ekki alveg búið. Við förum allavega ekki til Danmerkur í vonlausri stöðu. Njótum þess að spila á Parken og reynum að gefa þeim leik.“ Seinni leikur liðanna fer fram eftir viku en í millitíðinni heimsækir Stjarnan lið Víkinga á sunnudaginn í Pepsi deildinni. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - FCK 0-2 | Danirnir höfðu betur á teppinu Stjarnan er með bakið upp við vegg og rúmlega það fyrir síðari leikinn gegn FCK. 26. júlí 2018 22:00 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Fleiri fréttir FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Sjá meira
Baldur Sigurðsson, fyrirliði Stjörnunnar, var tiltölulega brattur í leikslok þrátt fyrir 2-0 tap gegn FC Kaupmannahöfn í fyrri leik liðanna í undankeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta. „Við vorum bara býsna góðir í fyrri hálfleik. Vörðumst vel og byrjuðum af krafti. Fengum góð færi til að skora á þá á fyrstu tíu mínútunum og vorum ákveðnir að mæta af sama krafti í seinni,“ sagði Baldur en staðan var markalaus í hálfleik og Stjarnan búið að spila ansi vel. Því miður gekk ekki sem skyldi í þeim seinni er gestirnir náðu fljótlega tveggja marka forystu. „Við gefum þeim eiginlega mark. Hann (Kenan Kodro) stendur aleinn fyrir framan markið og það setur leikinn úr jafnvægi fyrir okkur. Eðlilega fór hausinn pínulítið. En við gerðum heiðarlega tilraun gegn frábæru liði og getum borið höfuðið hátt“ Maðurinn sem gerði gæfu muninn fyrir gestina heitir Viktor Fischer en hann var í HM-hóp Dana í sumar. Hann kom inn á í hálfleik sem og var nánast eins og einhver svindl-kall. Svo góður var hann en hann lagði upp eitt og skoraði svo annað mark liðsins. „Það var skemmtilegt að eiga við þá og við ætluðum að stoppa hann en Fischer sýndi gæðin sín. Hann var kvikur á fótunum og áræðin og það er erfitt að eiga við svona menn. Sérstaklega þegar maður er orðin aðeins þreyttur,“ sagði Baldur sem horfir spenntur fram á veginn. „Það er svekkjandi að tapa 2-0 á heimavelli en við getum svo sem sagt að þetta sé ekki alveg búið. Við förum allavega ekki til Danmerkur í vonlausri stöðu. Njótum þess að spila á Parken og reynum að gefa þeim leik.“ Seinni leikur liðanna fer fram eftir viku en í millitíðinni heimsækir Stjarnan lið Víkinga á sunnudaginn í Pepsi deildinni.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - FCK 0-2 | Danirnir höfðu betur á teppinu Stjarnan er með bakið upp við vegg og rúmlega það fyrir síðari leikinn gegn FCK. 26. júlí 2018 22:00 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Fleiri fréttir FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - FCK 0-2 | Danirnir höfðu betur á teppinu Stjarnan er með bakið upp við vegg og rúmlega það fyrir síðari leikinn gegn FCK. 26. júlí 2018 22:00