Þingmaður segir af sér eftir ótrúlega hegðun í grínþætti Cohens Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 25. júlí 2018 19:00 Lygileg atburðarrás í umræddu myndskeiði. Bandaríski repúblikaninn Jason Spencer hefur sagt af sér embætti ríkisþingmanns í Georgíu vegna framkomu sinnar í gamanþættinum Who is America? á dögunum. Hann stóð frammi fyrir því að vera rekinn ef hann hefði ekki sagt af sér af sjálfsdáðum. Þættirnir eru hugarfóstur breska grínistans Sacha Baron Cohen sem hefur meðal annars leikið fólk grátt í gervi persóna á borð við Ali G, Borat og Bruno. Í nýju þáttunum bregður hann sér í ýmis gervi með aðstoð förðunarmeistara og fær opinberar persónur til að gera sig að fífli. Í umræddum þætti, sem fór í loftið á sunnudaginn, gekk Jason Spencer þó lengra en flestir og virtist tilbúinn að taka þátt í hvaða vitleysu sem er. Hann segist sjálfur hafa verið í tilfinningalegu uppnámi eftir ósigur í prófkjöri í vor. Spencer hefði að öllu jöfnu látið af embætti eftir kosningarnar í nóvember. Afleiðingarnar eru þó töluverðar þar sem Spencer hefði þurft að sitja fram að kosningum til að hafa náð átta árum í embætti en þá hefði hann átt rétt á ókeypis sjúkratryggingu ævilangt. Í Bandaríkjunum er það töluverð búbót fyrir marga þar sem lækniskostnaður getur verið svimandi hár. Spencer sakar Cohen um að nýta sér lamandi hræðslu sína við hryðjuverk. Í atriðinu þóttist Cohen vera leyniþjónustumaður frá Ísrael með sérfræðiþekkingu í hryðjuverkum. Meðal þess sem hann fékk Spencer til að gera í þættinum var að öskra orðið „nigger“ ítrekað eftir að Cohen sagði honum að „n-orðið“ hefði fælingarmátt gegn hryðjuverkamönnum. Hann tók einnig myndir upp undir búrkur kvenna. Cohen fékk þingmanninn einnig til að girða niður um sig og ota að sér rassinum þar sem það væri góð leið til að stöðva hryðjuverk. Sagði hann liðsmenn ISIS dauðhrædda við að snerta rass annars karlmanns þar sem það þýddi að þeir yrðu samkynhneigðir í augum Guðs.Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem Spencer kemst í kast við fjölmiðla ef svo má að orði komast. Í fyrra var hann krafinn um afsögn eftir að hann hótaði þeldökkum fyrrverandi þingmanni með því að segja að hann gæti búist við einhverju mun verra en hópi manna með kyndla ef hann héldi áfram að berjast gegn opinberri notkun Suðurríkjafánans. Þá lagði hann fram umdeilt frumvarp sem hefði bannað konum að klæðast búrkum eða öðrum hyljandi fatnaði á almannafæri. Hann dró það frumvarp til baka eftir mótmæli. Undanfarna mánuði hefur Spencer fyrst og fremst einbeitt sér að smíði frumvarps sem hefði gefið fórnarlömbum barnaníðinga rýmri tíma til að leggja fram kæru áður en málin fyrnast. Það frumvarp var drepið af hagsmunasamtökum sem voru studd fjárhagslega af skátahreyfingum vestanhafs. Stj.mál Tengdar fréttir Fékk þekktan stjórnmálamann til að afklæða sig í þeim tilgangi að hræða ISIS-liða Ný stikla úr sjónvarpsþáttaröðinni Who Is America? var birt í dag. Þáttaröðin er það nýjasta úr smiðju grínistans Sacha Baron Cohen en hann hefur vakið mikla athygli upp á síðkastið fyrir að narra hina ýmsu ráðamenn í viðtöl. 23. júlí 2018 15:30 Cohen krefur Palin um afsökunarbeiðni í karakter Tilefnið er viðtal, sem Palin hefur sakað Cohen um að hafa narrað sig í á fölskum forsendum. 13. júlí 2018 16:22 Fékk ráðamenn til að mæla með vopnuðum leikskólabörnum Ný stikla úr sjónvarpsþáttaröðinni Who Is America? var birt í dag. 15. júlí 2018 20:03 Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fleiri fréttir Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Sjá meira
Bandaríski repúblikaninn Jason Spencer hefur sagt af sér embætti ríkisþingmanns í Georgíu vegna framkomu sinnar í gamanþættinum Who is America? á dögunum. Hann stóð frammi fyrir því að vera rekinn ef hann hefði ekki sagt af sér af sjálfsdáðum. Þættirnir eru hugarfóstur breska grínistans Sacha Baron Cohen sem hefur meðal annars leikið fólk grátt í gervi persóna á borð við Ali G, Borat og Bruno. Í nýju þáttunum bregður hann sér í ýmis gervi með aðstoð förðunarmeistara og fær opinberar persónur til að gera sig að fífli. Í umræddum þætti, sem fór í loftið á sunnudaginn, gekk Jason Spencer þó lengra en flestir og virtist tilbúinn að taka þátt í hvaða vitleysu sem er. Hann segist sjálfur hafa verið í tilfinningalegu uppnámi eftir ósigur í prófkjöri í vor. Spencer hefði að öllu jöfnu látið af embætti eftir kosningarnar í nóvember. Afleiðingarnar eru þó töluverðar þar sem Spencer hefði þurft að sitja fram að kosningum til að hafa náð átta árum í embætti en þá hefði hann átt rétt á ókeypis sjúkratryggingu ævilangt. Í Bandaríkjunum er það töluverð búbót fyrir marga þar sem lækniskostnaður getur verið svimandi hár. Spencer sakar Cohen um að nýta sér lamandi hræðslu sína við hryðjuverk. Í atriðinu þóttist Cohen vera leyniþjónustumaður frá Ísrael með sérfræðiþekkingu í hryðjuverkum. Meðal þess sem hann fékk Spencer til að gera í þættinum var að öskra orðið „nigger“ ítrekað eftir að Cohen sagði honum að „n-orðið“ hefði fælingarmátt gegn hryðjuverkamönnum. Hann tók einnig myndir upp undir búrkur kvenna. Cohen fékk þingmanninn einnig til að girða niður um sig og ota að sér rassinum þar sem það væri góð leið til að stöðva hryðjuverk. Sagði hann liðsmenn ISIS dauðhrædda við að snerta rass annars karlmanns þar sem það þýddi að þeir yrðu samkynhneigðir í augum Guðs.Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem Spencer kemst í kast við fjölmiðla ef svo má að orði komast. Í fyrra var hann krafinn um afsögn eftir að hann hótaði þeldökkum fyrrverandi þingmanni með því að segja að hann gæti búist við einhverju mun verra en hópi manna með kyndla ef hann héldi áfram að berjast gegn opinberri notkun Suðurríkjafánans. Þá lagði hann fram umdeilt frumvarp sem hefði bannað konum að klæðast búrkum eða öðrum hyljandi fatnaði á almannafæri. Hann dró það frumvarp til baka eftir mótmæli. Undanfarna mánuði hefur Spencer fyrst og fremst einbeitt sér að smíði frumvarps sem hefði gefið fórnarlömbum barnaníðinga rýmri tíma til að leggja fram kæru áður en málin fyrnast. Það frumvarp var drepið af hagsmunasamtökum sem voru studd fjárhagslega af skátahreyfingum vestanhafs.
Stj.mál Tengdar fréttir Fékk þekktan stjórnmálamann til að afklæða sig í þeim tilgangi að hræða ISIS-liða Ný stikla úr sjónvarpsþáttaröðinni Who Is America? var birt í dag. Þáttaröðin er það nýjasta úr smiðju grínistans Sacha Baron Cohen en hann hefur vakið mikla athygli upp á síðkastið fyrir að narra hina ýmsu ráðamenn í viðtöl. 23. júlí 2018 15:30 Cohen krefur Palin um afsökunarbeiðni í karakter Tilefnið er viðtal, sem Palin hefur sakað Cohen um að hafa narrað sig í á fölskum forsendum. 13. júlí 2018 16:22 Fékk ráðamenn til að mæla með vopnuðum leikskólabörnum Ný stikla úr sjónvarpsþáttaröðinni Who Is America? var birt í dag. 15. júlí 2018 20:03 Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fleiri fréttir Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Sjá meira
Fékk þekktan stjórnmálamann til að afklæða sig í þeim tilgangi að hræða ISIS-liða Ný stikla úr sjónvarpsþáttaröðinni Who Is America? var birt í dag. Þáttaröðin er það nýjasta úr smiðju grínistans Sacha Baron Cohen en hann hefur vakið mikla athygli upp á síðkastið fyrir að narra hina ýmsu ráðamenn í viðtöl. 23. júlí 2018 15:30
Cohen krefur Palin um afsökunarbeiðni í karakter Tilefnið er viðtal, sem Palin hefur sakað Cohen um að hafa narrað sig í á fölskum forsendum. 13. júlí 2018 16:22
Fékk ráðamenn til að mæla með vopnuðum leikskólabörnum Ný stikla úr sjónvarpsþáttaröðinni Who Is America? var birt í dag. 15. júlí 2018 20:03