Fátækir fórnarlömbin í aftökusögu Íslendinga Garðar Örn Úlfarsson skrifar 25. júlí 2018 08:00 Saga Þingvalla geymir marga óhugnanlega atburði. Vísir/Vilhelm „Þetta er frekar óhugguleg rannsókn hjá mér,“ játar Steinunn Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands, sem rannsakar nú aftökur á Íslandi eftir siðaskiptin. Vitað er um 220 aftökur á Íslandi á tímabilinu frá 1596 til 1830. Steinunn fræðir um þessa sögu á Þingvöllum annað kvöld klukkan átta. Mismunandi aftökuaðferðum var beitt. Til dæmis var konum drekkt fyrir blóðskömm og fyrir að koma nýfæddum börnum fyrir kattarnef en karlar hálshöggnir. Öxin beið líka þeirra sem fundnir voru sekir um morð. Hengt var fyrir þjófnað en brennt fyrir galdra. „Á Þingvöllum er Drekkingarhylur, Höggstokkseyri, Brennugjáin og Gálgaklettur,“ segir Steinunn. „Ég ætla að ganga að þessum stöðum og fjalla almennt um þennan tíma.“ Að sögn Steinunnar voru teknar upp dauðarefsingar á Íslandi árið 1564 í kjölfar siðaskipta 1551; þegar Íslendingar hættu að tilheyra kaþólsku kirkjunni og færðust undir þá lútersku. Kirkjan hafi þá misst rétt til refsinga til Danakonungs. Fyrsta aftakan hafi farið fram 1596. „Kaþólska kirkjan græddi mjög mikið á syndum annarra. Hún refsaði yfirleitt ekki líkamlega heldur átti fólk að gefa til kirkjunnar og bæta fyrir syndir með samfélagsþjónustu eða skrifta,“ segir Steinunn. Danakonungur hafi einfaldlega hirt eigur fólks sem tekið var af lífi. Eftir siðaskiptin var tekið til við að refsa fyrir sifjaspell og barneignir utan hjónabands.Steinunn Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræði. Vísir/GVA„Það sem gerði að verkum að mig langaði að skoða þetta er að það er mest lágstéttarfólk sem er tekið af lífi. Það eru vinnukonur sem eignast börn sem er ekki hægt að feðra og vinnumenn sem geta börn utan hjónabands,“ segir Steinunn. „Mig langar til að skoða þessi mál líka út frá metoo-umræðunni og órétti gagnvart lágstéttarfólki því það er greinilegt að valdi var misbeitt í mörgum þessara mála.“ Þeir sem voru líflátnir voru dysjaðir á aftökustað. Fyrir um tuttugu árum var grafnar upp tvær dysjar við Kópavogslæk.„Konan var bara grafin í pokanum sem henni var drekkt í. Höfuð mannsins var sett á stöng.“ Þá nefnir Steinunn svonefnt Sunnevumál frá Borgarfirði eystra. „Þar eignast sextán ára stelpa barn sem hún segir að presturinn eigi. Þá er hún sett í þumalskrúfu þangað til hún segir að bróðir sinn eigi barnið. Hann er fjórtán ára og þau eru bæði dæmd til dauða. Hann er yngsti Íslendingurinn sem ég veit um sem hefur verið dæmdur til dauða,“ segir Steinunn. Á Þingvöllum voru 65 manns líflátnir. Steinunn segir að þar hafi lík jafnvel verið sett í gjótur því erfitt hafi verið að búa til dysjar. Almenningi hafi verið skylt að fylgjast með aftökum og horfa á líkamshluta sem raðað var upp í Almannagjá. „Það lifir enn með kynslóðunum hversu hræðilegt var að upplifa þetta,“ segir Steinunn en undirstrikar um leið að ekki megi horfa fram hjá þessum atburðum: „Þetta er alveg skelfileg saga en mér finnst við þurfa að draga hana fram svo við getum líka lært af því slæma.“ Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Sjá meira
„Þetta er frekar óhugguleg rannsókn hjá mér,“ játar Steinunn Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands, sem rannsakar nú aftökur á Íslandi eftir siðaskiptin. Vitað er um 220 aftökur á Íslandi á tímabilinu frá 1596 til 1830. Steinunn fræðir um þessa sögu á Þingvöllum annað kvöld klukkan átta. Mismunandi aftökuaðferðum var beitt. Til dæmis var konum drekkt fyrir blóðskömm og fyrir að koma nýfæddum börnum fyrir kattarnef en karlar hálshöggnir. Öxin beið líka þeirra sem fundnir voru sekir um morð. Hengt var fyrir þjófnað en brennt fyrir galdra. „Á Þingvöllum er Drekkingarhylur, Höggstokkseyri, Brennugjáin og Gálgaklettur,“ segir Steinunn. „Ég ætla að ganga að þessum stöðum og fjalla almennt um þennan tíma.“ Að sögn Steinunnar voru teknar upp dauðarefsingar á Íslandi árið 1564 í kjölfar siðaskipta 1551; þegar Íslendingar hættu að tilheyra kaþólsku kirkjunni og færðust undir þá lútersku. Kirkjan hafi þá misst rétt til refsinga til Danakonungs. Fyrsta aftakan hafi farið fram 1596. „Kaþólska kirkjan græddi mjög mikið á syndum annarra. Hún refsaði yfirleitt ekki líkamlega heldur átti fólk að gefa til kirkjunnar og bæta fyrir syndir með samfélagsþjónustu eða skrifta,“ segir Steinunn. Danakonungur hafi einfaldlega hirt eigur fólks sem tekið var af lífi. Eftir siðaskiptin var tekið til við að refsa fyrir sifjaspell og barneignir utan hjónabands.Steinunn Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræði. Vísir/GVA„Það sem gerði að verkum að mig langaði að skoða þetta er að það er mest lágstéttarfólk sem er tekið af lífi. Það eru vinnukonur sem eignast börn sem er ekki hægt að feðra og vinnumenn sem geta börn utan hjónabands,“ segir Steinunn. „Mig langar til að skoða þessi mál líka út frá metoo-umræðunni og órétti gagnvart lágstéttarfólki því það er greinilegt að valdi var misbeitt í mörgum þessara mála.“ Þeir sem voru líflátnir voru dysjaðir á aftökustað. Fyrir um tuttugu árum var grafnar upp tvær dysjar við Kópavogslæk.„Konan var bara grafin í pokanum sem henni var drekkt í. Höfuð mannsins var sett á stöng.“ Þá nefnir Steinunn svonefnt Sunnevumál frá Borgarfirði eystra. „Þar eignast sextán ára stelpa barn sem hún segir að presturinn eigi. Þá er hún sett í þumalskrúfu þangað til hún segir að bróðir sinn eigi barnið. Hann er fjórtán ára og þau eru bæði dæmd til dauða. Hann er yngsti Íslendingurinn sem ég veit um sem hefur verið dæmdur til dauða,“ segir Steinunn. Á Þingvöllum voru 65 manns líflátnir. Steinunn segir að þar hafi lík jafnvel verið sett í gjótur því erfitt hafi verið að búa til dysjar. Almenningi hafi verið skylt að fylgjast með aftökum og horfa á líkamshluta sem raðað var upp í Almannagjá. „Það lifir enn með kynslóðunum hversu hræðilegt var að upplifa þetta,“ segir Steinunn en undirstrikar um leið að ekki megi horfa fram hjá þessum atburðum: „Þetta er alveg skelfileg saga en mér finnst við þurfa að draga hana fram svo við getum líka lært af því slæma.“
Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Sjá meira