Svona verður þjónusta Strætó í kringum stórtónleika Guns N´ Roses Birgir Olgeirsson skrifar 24. júlí 2018 13:00 Verður boðið upp á sérvagna sem eru endurgjaldslausir fyrir tónleikagesti gegn framvísun miða á tónleikanna. Strætó bs. Strætó bs. mun bjóða upp á sérstaka þjónustu fyrir þá sem eru á leið á tónleika Guns N‘ Roses á Laugardalsvelli í kvöld. Verður boðið upp á sérvagna sem eru endurgjaldslausir fyrir tónleikagesti gegn framvísun miða á tónleikanna. Athygli er vakin á því að ekki er frítt í aðra strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu. Aðeins verður hægt að fara um borð í vagnana á upphafsstöð. Það verður ekki hægt að stoppa þá á miðri leið til þess að komast um borð. Allar leiðirnar munu stoppa á biðstöðinni Laugardalshöll við Suðurlandsbraut. Hér má sjá hvernig akstursleiðir sérvagnanna verða.Upphafsstöðvarnar eru eftirfarandi:Mjódd – LaugardalshöllVagnarnir verða staðsettir á skiptistöð Strætó í Mjódd. Næg bílastæði eru norðan og sunnanmegin við Mjóddina.Nauthóll – LaugardalshöllVagnarnir verða staðsettir við biðstöðina Nauthóll-HR fyrir utan Háskólann í Reykjavík. Næg bílastæði verða í kringum HR.Kringlan – LaugardalshöllVagnarnir munu stoppa við biðstöðina Kringlan sem er staðsett hjá Orkunni, eins og ekið sé í Austurátt. Mælt er með því að bílum sé lagt á bílastæðinu við Sjóvá og fyrir aftan Verzló.Frumraun í Laugardalnum Strætó hefur sinnt sérakstri í kringum stórtónleika í Kórnum og komin er góð reynsla á það fyrirkomulag. Aðstæður verða hins vegar aðeins öðruvísi í kvöld. Lokað var fyrir bílaumferð á ákveðnum svæðum í Kórahverfinu þegar Justin Timberlake, Justin Bieber og Rammstein héldu sína tónleika. Lokanir á slíkum mælikvarða verða ekki til staðar í kvöld. Strætó og lögreglan munu því þreyta ákveðna frumraun í kvöld og en fyrirtækið hvetur sem flesta til þess að sýna skilning og þolinmæði á þeim aðstæðum sem kunna að myndast í umferðinni í kringum tónleikasvæðið. Strætó er með reynslumikið fólk sem mun handstýra flotanum eftir þörfum, þannig allir ættu að komast sáttir til og frá Laugardalnum. Því fleiri sem hvíla einkabílinn í kvöld, því hraðar ættu allar samgöngur að ganga fyrir sig í kvöld. Strætó Tengdar fréttir Axl Rose mikill aðdáandi Bjarkar Guns N' Roses stendur fyrir stórtónleikum á Laugardalsvellinum í kvöld og er búist við um 25 þúsund manns á vellinum. 24. júlí 2018 11:30 Spáin ágæt fyrir tónleika Guns´N Roses þó stöku skúrir gætu fallið Þeir sem eru að fara á tónleikana þurfa því ekki að búast við hinu versta, þó einhverjir dropar gætu fallið á þá. 24. júlí 2018 10:24 Guns N' Roses leggja allt undir fyrir aðdáendurna Rúmlega 7% íslensku þjóðarinnar koma saman á Laugardalsvelli í kvöld á langþráðum tónleikum Guns N' Roses. Rokkhundarnir eru ekki síður spenntir, en söngvarinn Axl Rose upplýsir í einkaviðtali við Fréttablaðið að þá hafi lengi langað að spila fyrir íslenska aðdáendur. 24. júlí 2018 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Strætó bs. mun bjóða upp á sérstaka þjónustu fyrir þá sem eru á leið á tónleika Guns N‘ Roses á Laugardalsvelli í kvöld. Verður boðið upp á sérvagna sem eru endurgjaldslausir fyrir tónleikagesti gegn framvísun miða á tónleikanna. Athygli er vakin á því að ekki er frítt í aðra strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu. Aðeins verður hægt að fara um borð í vagnana á upphafsstöð. Það verður ekki hægt að stoppa þá á miðri leið til þess að komast um borð. Allar leiðirnar munu stoppa á biðstöðinni Laugardalshöll við Suðurlandsbraut. Hér má sjá hvernig akstursleiðir sérvagnanna verða.Upphafsstöðvarnar eru eftirfarandi:Mjódd – LaugardalshöllVagnarnir verða staðsettir á skiptistöð Strætó í Mjódd. Næg bílastæði eru norðan og sunnanmegin við Mjóddina.Nauthóll – LaugardalshöllVagnarnir verða staðsettir við biðstöðina Nauthóll-HR fyrir utan Háskólann í Reykjavík. Næg bílastæði verða í kringum HR.Kringlan – LaugardalshöllVagnarnir munu stoppa við biðstöðina Kringlan sem er staðsett hjá Orkunni, eins og ekið sé í Austurátt. Mælt er með því að bílum sé lagt á bílastæðinu við Sjóvá og fyrir aftan Verzló.Frumraun í Laugardalnum Strætó hefur sinnt sérakstri í kringum stórtónleika í Kórnum og komin er góð reynsla á það fyrirkomulag. Aðstæður verða hins vegar aðeins öðruvísi í kvöld. Lokað var fyrir bílaumferð á ákveðnum svæðum í Kórahverfinu þegar Justin Timberlake, Justin Bieber og Rammstein héldu sína tónleika. Lokanir á slíkum mælikvarða verða ekki til staðar í kvöld. Strætó og lögreglan munu því þreyta ákveðna frumraun í kvöld og en fyrirtækið hvetur sem flesta til þess að sýna skilning og þolinmæði á þeim aðstæðum sem kunna að myndast í umferðinni í kringum tónleikasvæðið. Strætó er með reynslumikið fólk sem mun handstýra flotanum eftir þörfum, þannig allir ættu að komast sáttir til og frá Laugardalnum. Því fleiri sem hvíla einkabílinn í kvöld, því hraðar ættu allar samgöngur að ganga fyrir sig í kvöld.
Strætó Tengdar fréttir Axl Rose mikill aðdáandi Bjarkar Guns N' Roses stendur fyrir stórtónleikum á Laugardalsvellinum í kvöld og er búist við um 25 þúsund manns á vellinum. 24. júlí 2018 11:30 Spáin ágæt fyrir tónleika Guns´N Roses þó stöku skúrir gætu fallið Þeir sem eru að fara á tónleikana þurfa því ekki að búast við hinu versta, þó einhverjir dropar gætu fallið á þá. 24. júlí 2018 10:24 Guns N' Roses leggja allt undir fyrir aðdáendurna Rúmlega 7% íslensku þjóðarinnar koma saman á Laugardalsvelli í kvöld á langþráðum tónleikum Guns N' Roses. Rokkhundarnir eru ekki síður spenntir, en söngvarinn Axl Rose upplýsir í einkaviðtali við Fréttablaðið að þá hafi lengi langað að spila fyrir íslenska aðdáendur. 24. júlí 2018 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Axl Rose mikill aðdáandi Bjarkar Guns N' Roses stendur fyrir stórtónleikum á Laugardalsvellinum í kvöld og er búist við um 25 þúsund manns á vellinum. 24. júlí 2018 11:30
Spáin ágæt fyrir tónleika Guns´N Roses þó stöku skúrir gætu fallið Þeir sem eru að fara á tónleikana þurfa því ekki að búast við hinu versta, þó einhverjir dropar gætu fallið á þá. 24. júlí 2018 10:24
Guns N' Roses leggja allt undir fyrir aðdáendurna Rúmlega 7% íslensku þjóðarinnar koma saman á Laugardalsvelli í kvöld á langþráðum tónleikum Guns N' Roses. Rokkhundarnir eru ekki síður spenntir, en söngvarinn Axl Rose upplýsir í einkaviðtali við Fréttablaðið að þá hafi lengi langað að spila fyrir íslenska aðdáendur. 24. júlí 2018 06:00