Rússar vilja Butina lausa Samúel Karl Ólason skrifar 21. júlí 2018 18:00 Maria Butina. Vísir/AP Sergei Lavron, utanríkisráðherra Rússlands, krafðist þess við Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að Mariu Butina yrði sleppt úr haldi í Bandaríkjunum. Lavrov sagði ásakanirnar gegn henni vera tilbúning og það væri óásættanlegt að hún væri í haldi. Hún hefur verið handtekin fyrir njósnir í Bandaríkjunum og að vera útsendari rússneska ríkisins. Maria Butina, einnig Mariia, var handtekin á sunnudaginn og á miðvikudaginn úrskurðaði dómari að hún skyldi sitja í fangelsi þar til réttað yrði yfir henni. Þá sögðu saksóknarar að hún tengdist leyniþjónustum Rússlands og hún gæti flúið úr landi. Saksóknarar segja hana hafa reynt að lauma sér inni í stjórnmálafylkingar, þar á meðal Hagsmunasamtök bandarískra byssueigenda, NRA, fyrir og eftir forsetakosningarnar 2016. Þá er Butina sögð hafa reynt að opna hulda samskiptaleið á milli Bandaríkjanna og rússneskra embættismanna. Butina er sögð hafa unnið á vegum embættismannsins og auðjöfursins Alexander Torshin, sem er fyrrverandi þingmaður og starfar nú sem einn af æðstu mönnum Seðlabanka Rússlands og er sagður tengjast leyniþjónustum landsins sem og skipulagðri glæpastarfsemi, auk þess að vera náinn bandamaður Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Í ákærunni gegn henni er vísað til ýmissa samskipta Butina og Torshin þar sem hún meðal annars sagðist tilbúin til að taka við frekari skipunum og Torshin sagðist ekki vilja ræða við hana í síma af ótta við að símtalið yrði hlerað. Þá voru þau að velta vöngum yfir því hver yrði utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Þau ræddu einnig saman um að bandarískir fjölmiðlar mættu ekki komast á snoðir um aðgerðir þeirra.Sjá einnig: Rússnesk kona handtekin fyrir að ganga erinda Rússa í BandaríkjunumButina hefur neitað sök. Rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, hafa á undanförnum misserum unnið að því að kanna hvort yfirvöld Rússlands hafi notað NRA og önnur samtök íhaldsmanna til að veita fjármunum til framboðs Donald Trump. Slíkt er ólöglegt í Bandaríkjunum. NRA varði um 30 milljónum dala til stuðnings Trump í aðdraganda kosninganna, sem er þrefalt það sem samtökin vörðu til stuðnings framboðs Mitt Romney árið 2012. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Sjá meira
Sergei Lavron, utanríkisráðherra Rússlands, krafðist þess við Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að Mariu Butina yrði sleppt úr haldi í Bandaríkjunum. Lavrov sagði ásakanirnar gegn henni vera tilbúning og það væri óásættanlegt að hún væri í haldi. Hún hefur verið handtekin fyrir njósnir í Bandaríkjunum og að vera útsendari rússneska ríkisins. Maria Butina, einnig Mariia, var handtekin á sunnudaginn og á miðvikudaginn úrskurðaði dómari að hún skyldi sitja í fangelsi þar til réttað yrði yfir henni. Þá sögðu saksóknarar að hún tengdist leyniþjónustum Rússlands og hún gæti flúið úr landi. Saksóknarar segja hana hafa reynt að lauma sér inni í stjórnmálafylkingar, þar á meðal Hagsmunasamtök bandarískra byssueigenda, NRA, fyrir og eftir forsetakosningarnar 2016. Þá er Butina sögð hafa reynt að opna hulda samskiptaleið á milli Bandaríkjanna og rússneskra embættismanna. Butina er sögð hafa unnið á vegum embættismannsins og auðjöfursins Alexander Torshin, sem er fyrrverandi þingmaður og starfar nú sem einn af æðstu mönnum Seðlabanka Rússlands og er sagður tengjast leyniþjónustum landsins sem og skipulagðri glæpastarfsemi, auk þess að vera náinn bandamaður Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Í ákærunni gegn henni er vísað til ýmissa samskipta Butina og Torshin þar sem hún meðal annars sagðist tilbúin til að taka við frekari skipunum og Torshin sagðist ekki vilja ræða við hana í síma af ótta við að símtalið yrði hlerað. Þá voru þau að velta vöngum yfir því hver yrði utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Þau ræddu einnig saman um að bandarískir fjölmiðlar mættu ekki komast á snoðir um aðgerðir þeirra.Sjá einnig: Rússnesk kona handtekin fyrir að ganga erinda Rússa í BandaríkjunumButina hefur neitað sök. Rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, hafa á undanförnum misserum unnið að því að kanna hvort yfirvöld Rússlands hafi notað NRA og önnur samtök íhaldsmanna til að veita fjármunum til framboðs Donald Trump. Slíkt er ólöglegt í Bandaríkjunum. NRA varði um 30 milljónum dala til stuðnings Trump í aðdraganda kosninganna, sem er þrefalt það sem samtökin vörðu til stuðnings framboðs Mitt Romney árið 2012.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Sjá meira