Hamas lýsa yfir vopnahléi Samúel Karl Ólason skrifar 9. ágúst 2018 22:37 Ísraelsmenn gerðu árásir á minnst 150 skotmörk á Gasa í dag. Vísir/AP Forsvarsmenn Hamas segja að vopnahlé hafi náðst á Gasaströndinni og það hafi tekið gildi. Ísraelar segja hins vegar að engin sátt hafi náðst í kjölfar átaka í tvo daga. Hins vegar verði „þögn svarað með þögn“. Undanfarnar vikur hefur sprengjum reglulega rignt sitt hvoru megin við landamærin en síðustu tvo daga hefur ástandið þótt sérstaklega slæmt. Ísraelsmenn gerðu árásir á minnst 150 skotmörk á Gasa í dag og í gær og tugum sprengja og eldflauga hefur verið skotið að Ísrael. Þrír eru sagðir hafa fallið á Gasa. Einn meðlimur Hamas auk óléttrar konu og 18 mánaða barns hennar. Sjö særðust í Ísrael. Í samtali við Reuters segir palestínskur embættismaður að Egyptar hafi komið að vopnahléinu.Eftir að langdrægri eldflaug var skotið að Ísrael sprengdu Ísraelar fimm hæða hús sem þeir sögðu að eldflaugum hefði verið skotið frá. Fyrst var smáum sprengjum varpað á húsið, svo íbúar myndu yfirgefa það, og var því fylgt eftir með loftárás sem jafnaði húsið við jörðu. Hamas neita því að hafa notað húsið.Earlier today, IDF fighter jets targeted a 5-story building in Rimal, northern Gaza. Hamas‘ interior security forces used the building for military purposes pic.twitter.com/bGbdzDczDy — IDF (@IDFSpokesperson) August 9, 2018 Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í kvöld að öryggissveitir landsins myndu halda áfram að „beita afli gegn hryðjuverkasamtökum“.Samkvæmt Times of Israel telja yfirvöld ríkisins að ómögulegt sé að gera langvarandi vopnahlé við Hamas og er verið að skoða að grípa til umfangsmikilla aðgerða og senda fjölda hermanna inn á Gasa. Markmiðið væri ekki að reka Hamas frá Gasa, heldur að þvinga þá til að komast að samkomulagi við Ísrael. Ísrael Mið-Austurlönd Palestína Tengdar fréttir Stillt til friðar á Gasa Ísrael og Hamas hafa samið um vopnahlé með aðstoð Egypta og Sameinuðu þjóðanna. 20. júlí 2018 21:15 Sprengjum rignir yfir landamæri Ísrael og Gasa Eldflaugum var skotið frá Gasaströndinni á Ísrael í dag og Ísraelar gerðu loftárásir á Gasa, þrátt fyrir að báðar fylkingar hafi rætt um árangur í vopnahlésviðræðum síðustu daga. 8. ágúst 2018 21:36 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Forsvarsmenn Hamas segja að vopnahlé hafi náðst á Gasaströndinni og það hafi tekið gildi. Ísraelar segja hins vegar að engin sátt hafi náðst í kjölfar átaka í tvo daga. Hins vegar verði „þögn svarað með þögn“. Undanfarnar vikur hefur sprengjum reglulega rignt sitt hvoru megin við landamærin en síðustu tvo daga hefur ástandið þótt sérstaklega slæmt. Ísraelsmenn gerðu árásir á minnst 150 skotmörk á Gasa í dag og í gær og tugum sprengja og eldflauga hefur verið skotið að Ísrael. Þrír eru sagðir hafa fallið á Gasa. Einn meðlimur Hamas auk óléttrar konu og 18 mánaða barns hennar. Sjö særðust í Ísrael. Í samtali við Reuters segir palestínskur embættismaður að Egyptar hafi komið að vopnahléinu.Eftir að langdrægri eldflaug var skotið að Ísrael sprengdu Ísraelar fimm hæða hús sem þeir sögðu að eldflaugum hefði verið skotið frá. Fyrst var smáum sprengjum varpað á húsið, svo íbúar myndu yfirgefa það, og var því fylgt eftir með loftárás sem jafnaði húsið við jörðu. Hamas neita því að hafa notað húsið.Earlier today, IDF fighter jets targeted a 5-story building in Rimal, northern Gaza. Hamas‘ interior security forces used the building for military purposes pic.twitter.com/bGbdzDczDy — IDF (@IDFSpokesperson) August 9, 2018 Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í kvöld að öryggissveitir landsins myndu halda áfram að „beita afli gegn hryðjuverkasamtökum“.Samkvæmt Times of Israel telja yfirvöld ríkisins að ómögulegt sé að gera langvarandi vopnahlé við Hamas og er verið að skoða að grípa til umfangsmikilla aðgerða og senda fjölda hermanna inn á Gasa. Markmiðið væri ekki að reka Hamas frá Gasa, heldur að þvinga þá til að komast að samkomulagi við Ísrael.
Ísrael Mið-Austurlönd Palestína Tengdar fréttir Stillt til friðar á Gasa Ísrael og Hamas hafa samið um vopnahlé með aðstoð Egypta og Sameinuðu þjóðanna. 20. júlí 2018 21:15 Sprengjum rignir yfir landamæri Ísrael og Gasa Eldflaugum var skotið frá Gasaströndinni á Ísrael í dag og Ísraelar gerðu loftárásir á Gasa, þrátt fyrir að báðar fylkingar hafi rætt um árangur í vopnahlésviðræðum síðustu daga. 8. ágúst 2018 21:36 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Stillt til friðar á Gasa Ísrael og Hamas hafa samið um vopnahlé með aðstoð Egypta og Sameinuðu þjóðanna. 20. júlí 2018 21:15
Sprengjum rignir yfir landamæri Ísrael og Gasa Eldflaugum var skotið frá Gasaströndinni á Ísrael í dag og Ísraelar gerðu loftárásir á Gasa, þrátt fyrir að báðar fylkingar hafi rætt um árangur í vopnahlésviðræðum síðustu daga. 8. ágúst 2018 21:36