Tesla greinir frá mesta tapi á einum ársfjórðungi Kjartan Kjartansson skrifar 1. ágúst 2018 21:21 Tesla hefur átt í basli við að ná markmiðum um framleiðslu á Model 3-bifreiðinni. Vísir/Getty Rafbílaframleiðandinn Tesla tapaði 717 milljónum dollara á öðrum ársfjórðungi þessa árs þegar fyrirtækið kepptist við að ná framleiðslumarkmiðum sínum. Þetta er mesta tap fyrirtækisins á einum ársfjórðungi til þessa. Elon Musk, stofnandi Tesla, lagði allt kapp á að fyrirtækið næði markmiði sínu um að framleiða 5.000 eintök af Model 3-bifreiðinni í sumar. CNN-fréttastöðin segir að Tesla hafi brennt í gegnum 430 milljónir dollara af lausafé sínu á meðan á átakinu stóð. Engu að síður eigi Tesla 2,2 milljarða dollara enn í hirslum sínum, umtalsvert meira en fjárfestar og greinendur höfðu óttast. Ýmislegt hefur gengið á hjá Tesla. Fyrirtækið hefur átt erfitt með að ná framleiðslumarkmiðum sínum og fylla pantanir. Þá hefur Musk sjálfur vakið neikvæða athygli með árásum á fjölmiðla og furðulegri uppákomu þar sem hann kallaði breskan kafara barnaníðing í tengslum við björgun ungra knattspyrnudrengja í Taílandi. Í frétt Reuters-fréttastofunnar kemur fram að eftirspurn eftir bifreiðum Tesla sé enn mikil og fyrirtækið stefni að því að framleiða allt að 55.000 Model 3-bifreiðar á þessum ársfjórðungi. Stefnan sé tekin á að fyrirtækið verði arðbært á þessu ári. Tesla Tengdar fréttir Tesla nær loks markmiði um aukna framleiðslu Þrátt fyrir áfangann er óljóst hvort að fyrirtækið geti haldið dampi í framleiðslu á Model 3. 2. júlí 2018 09:59 Skrifar barnaníðingsummælin á bræðiskast Tæknitröllið Elon Musk hefur beðið breska kafarann Vern Unsworth afsökunar. 18. júlí 2018 07:36 Elon Musk styrkti samtök íhaldssamra Repúblikana sem afneita loftslagsvísindum Milljarðamæringurinn Elon Musk var einn þeirra sem gaf hvað mest fé til íhaldssamra samtaka bandarískra repúblikana sem kallast Protect the House. Hann er margsaga um ástæðurnar og samhengið. 15. júlí 2018 11:00 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Rafbílaframleiðandinn Tesla tapaði 717 milljónum dollara á öðrum ársfjórðungi þessa árs þegar fyrirtækið kepptist við að ná framleiðslumarkmiðum sínum. Þetta er mesta tap fyrirtækisins á einum ársfjórðungi til þessa. Elon Musk, stofnandi Tesla, lagði allt kapp á að fyrirtækið næði markmiði sínu um að framleiða 5.000 eintök af Model 3-bifreiðinni í sumar. CNN-fréttastöðin segir að Tesla hafi brennt í gegnum 430 milljónir dollara af lausafé sínu á meðan á átakinu stóð. Engu að síður eigi Tesla 2,2 milljarða dollara enn í hirslum sínum, umtalsvert meira en fjárfestar og greinendur höfðu óttast. Ýmislegt hefur gengið á hjá Tesla. Fyrirtækið hefur átt erfitt með að ná framleiðslumarkmiðum sínum og fylla pantanir. Þá hefur Musk sjálfur vakið neikvæða athygli með árásum á fjölmiðla og furðulegri uppákomu þar sem hann kallaði breskan kafara barnaníðing í tengslum við björgun ungra knattspyrnudrengja í Taílandi. Í frétt Reuters-fréttastofunnar kemur fram að eftirspurn eftir bifreiðum Tesla sé enn mikil og fyrirtækið stefni að því að framleiða allt að 55.000 Model 3-bifreiðar á þessum ársfjórðungi. Stefnan sé tekin á að fyrirtækið verði arðbært á þessu ári.
Tesla Tengdar fréttir Tesla nær loks markmiði um aukna framleiðslu Þrátt fyrir áfangann er óljóst hvort að fyrirtækið geti haldið dampi í framleiðslu á Model 3. 2. júlí 2018 09:59 Skrifar barnaníðingsummælin á bræðiskast Tæknitröllið Elon Musk hefur beðið breska kafarann Vern Unsworth afsökunar. 18. júlí 2018 07:36 Elon Musk styrkti samtök íhaldssamra Repúblikana sem afneita loftslagsvísindum Milljarðamæringurinn Elon Musk var einn þeirra sem gaf hvað mest fé til íhaldssamra samtaka bandarískra repúblikana sem kallast Protect the House. Hann er margsaga um ástæðurnar og samhengið. 15. júlí 2018 11:00 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Tesla nær loks markmiði um aukna framleiðslu Þrátt fyrir áfangann er óljóst hvort að fyrirtækið geti haldið dampi í framleiðslu á Model 3. 2. júlí 2018 09:59
Skrifar barnaníðingsummælin á bræðiskast Tæknitröllið Elon Musk hefur beðið breska kafarann Vern Unsworth afsökunar. 18. júlí 2018 07:36
Elon Musk styrkti samtök íhaldssamra Repúblikana sem afneita loftslagsvísindum Milljarðamæringurinn Elon Musk var einn þeirra sem gaf hvað mest fé til íhaldssamra samtaka bandarískra repúblikana sem kallast Protect the House. Hann er margsaga um ástæðurnar og samhengið. 15. júlí 2018 11:00