Rólyndi annarrar andarnefjunnar gæti hafa orðið henni til lífs Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. ágúst 2018 15:33 Sjávarlíffræðingur segir að rólyndi andarnefjunnar sem komst lífs af í Engey í gær gæti hafa orðið henni til lífs. Hin andarnefjan drapst en talið er að innvortis blæðingar hafi dregið hana til dauða. Tilkynnt var um andarnefjurnar tvær, sem sátu fastar í fjörunni í Engey, síðdegis í gær en fólk varð fyrst vart við þær um klukkan 13. Fjöldi fólks tók þátt í björgunaraðgerðum sem fjallað var ítarlega um á Vísi.Virtist á tímabili ekki með lífsmarki Andarnefjurnar voru í slæmu ástandi þegar Edda Elísabet Magnúsdóttir sjávarlíffræðingur kom á staðinn í gær. Þær voru illa rispaðar, áttu erfitt með andardrátt og mikið blæddi úr þeim. „Önnur þeirra var í verra ástandi, virtist vera að upplifa meira „trauma“ og var í meira sjokki. Sá hvalur hafði það ekki af. Hinn var mun rólegri og virtist á tímabili ekki endilega með lífsmarki en hann vissulega hélt alltaf áfram að anda,“ segir Edda. Edda Elísabet Magnúsdóttir, sjávarlíffræðingur, í Engey í gær.Mynd/SkjáskotHvalirnir voru á landi í nokkra klukkutíma og segir Edda að lífslíkur þeirra miðað við þann tíma hafi verið slæmar. „Líffærin fara hægt og rólega að gefa undan eigin þunga og skemmast, og innvortis blæðingar eru mjög líklegar við þessar aðstæður. Það er mjög sennilegt að það hafi verið það sem grandaði hinu dýrinu,“ segir Edda en útilokar þó ekki að hjartastopp hafi dregið dýrið til dauða. „En einhvern veginn virðist hin hafa sloppið, hún barðist minna um, hún hélt ró sinni, hvort sem það hafi verið viljandi eða ekki, en það gæti hafa verið henni til lífs.“Naut aðstoðar manna á bátum og brettum Andarnefjan sem komst lífs af var mjög máttfarin þegar náðist að koma henni aftur út í sjó. Hvalurinn var nokkuð vankaður eftir átökin á landi og átti erfitt með að halda jafnvægi á sundi.Andarnefjan náði sér á strik eftir að hún komst aftur út í sjó og naut þar aðstoðar björgunarmanna.Mynd/SkjáskotEdda segir þó að andarnefjan hafi fljótlega náð að rétta úr sér, með hjálp björgunarsveitarmanna á bátum og brettum. Þá virtist hún hafa komið sér út úr grynningunum í dag. „Það er mjög algengt að djúpsjávarhvalir villist og verði áttavilltir við þessar aðstæður þar sem þeir ná ekki að nýta sína venjulegu tækni, bergmálsmiðun, til þess að rata um við svona aðstæður,“Gætum átt von á fleiri tilfellum Að sögn Eddu halda andarnefjur sig aðallega við Jan Mayen og Grænland en þær koma oft til Íslands á sumrin. Hér séu þær að elta smokkfisk sem sækir landið heim á þessum tíma. „Ef þær fara að gera það í meiri mæli þá getum við átt von á því að það verði fleiri tilfelli eins og þessi. Mögulega bendir þetta til þess að fleiri dýr hafi komið hingað inn,“ segir Edda. Samkvæmt frétt RÚV verður dauða andarnefjan krufin á vettvangi og hafa Hafrannsóknastofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands umsjón með því. Eddu tekur sjálf þátt í krufningunni. Að lokinni krufningu verður hræinu sökkt með aðstoð Landhelgisgæslunnar.Fréttin hefur verið uppfærð.Velta þurfti andarnefjunni til að opna fyrir loftgatið á henni.Mynd/Skjáskot Dýr Tengdar fréttir Bein útsending úr Engey: Önnur andarnefjan dauð en reynt að bjarga hinni Tvær andarnefjur festust í fjöru í Engey fyrir utan Reykjavík í dag. 16. ágúst 2018 19:06 Sjáðu þegar andarnefjunni var bjargað úr fjörunni í Engey Tökumaður fréttastofu náði mögnuðum myndum þegar tókst að ná andarnefjunni á flot. 16. ágúst 2018 21:34 Ferðaþjónustufólk reynir að bjarga andarnefjum í Engey Tvær andarnefjur sitja fastar í fjörunni. Reynt er að halda í þeim lífi þar til flæðir að aftur. 16. ágúst 2018 15:21 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Sjávarlíffræðingur segir að rólyndi andarnefjunnar sem komst lífs af í Engey í gær gæti hafa orðið henni til lífs. Hin andarnefjan drapst en talið er að innvortis blæðingar hafi dregið hana til dauða. Tilkynnt var um andarnefjurnar tvær, sem sátu fastar í fjörunni í Engey, síðdegis í gær en fólk varð fyrst vart við þær um klukkan 13. Fjöldi fólks tók þátt í björgunaraðgerðum sem fjallað var ítarlega um á Vísi.Virtist á tímabili ekki með lífsmarki Andarnefjurnar voru í slæmu ástandi þegar Edda Elísabet Magnúsdóttir sjávarlíffræðingur kom á staðinn í gær. Þær voru illa rispaðar, áttu erfitt með andardrátt og mikið blæddi úr þeim. „Önnur þeirra var í verra ástandi, virtist vera að upplifa meira „trauma“ og var í meira sjokki. Sá hvalur hafði það ekki af. Hinn var mun rólegri og virtist á tímabili ekki endilega með lífsmarki en hann vissulega hélt alltaf áfram að anda,“ segir Edda. Edda Elísabet Magnúsdóttir, sjávarlíffræðingur, í Engey í gær.Mynd/SkjáskotHvalirnir voru á landi í nokkra klukkutíma og segir Edda að lífslíkur þeirra miðað við þann tíma hafi verið slæmar. „Líffærin fara hægt og rólega að gefa undan eigin þunga og skemmast, og innvortis blæðingar eru mjög líklegar við þessar aðstæður. Það er mjög sennilegt að það hafi verið það sem grandaði hinu dýrinu,“ segir Edda en útilokar þó ekki að hjartastopp hafi dregið dýrið til dauða. „En einhvern veginn virðist hin hafa sloppið, hún barðist minna um, hún hélt ró sinni, hvort sem það hafi verið viljandi eða ekki, en það gæti hafa verið henni til lífs.“Naut aðstoðar manna á bátum og brettum Andarnefjan sem komst lífs af var mjög máttfarin þegar náðist að koma henni aftur út í sjó. Hvalurinn var nokkuð vankaður eftir átökin á landi og átti erfitt með að halda jafnvægi á sundi.Andarnefjan náði sér á strik eftir að hún komst aftur út í sjó og naut þar aðstoðar björgunarmanna.Mynd/SkjáskotEdda segir þó að andarnefjan hafi fljótlega náð að rétta úr sér, með hjálp björgunarsveitarmanna á bátum og brettum. Þá virtist hún hafa komið sér út úr grynningunum í dag. „Það er mjög algengt að djúpsjávarhvalir villist og verði áttavilltir við þessar aðstæður þar sem þeir ná ekki að nýta sína venjulegu tækni, bergmálsmiðun, til þess að rata um við svona aðstæður,“Gætum átt von á fleiri tilfellum Að sögn Eddu halda andarnefjur sig aðallega við Jan Mayen og Grænland en þær koma oft til Íslands á sumrin. Hér séu þær að elta smokkfisk sem sækir landið heim á þessum tíma. „Ef þær fara að gera það í meiri mæli þá getum við átt von á því að það verði fleiri tilfelli eins og þessi. Mögulega bendir þetta til þess að fleiri dýr hafi komið hingað inn,“ segir Edda. Samkvæmt frétt RÚV verður dauða andarnefjan krufin á vettvangi og hafa Hafrannsóknastofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands umsjón með því. Eddu tekur sjálf þátt í krufningunni. Að lokinni krufningu verður hræinu sökkt með aðstoð Landhelgisgæslunnar.Fréttin hefur verið uppfærð.Velta þurfti andarnefjunni til að opna fyrir loftgatið á henni.Mynd/Skjáskot
Dýr Tengdar fréttir Bein útsending úr Engey: Önnur andarnefjan dauð en reynt að bjarga hinni Tvær andarnefjur festust í fjöru í Engey fyrir utan Reykjavík í dag. 16. ágúst 2018 19:06 Sjáðu þegar andarnefjunni var bjargað úr fjörunni í Engey Tökumaður fréttastofu náði mögnuðum myndum þegar tókst að ná andarnefjunni á flot. 16. ágúst 2018 21:34 Ferðaþjónustufólk reynir að bjarga andarnefjum í Engey Tvær andarnefjur sitja fastar í fjörunni. Reynt er að halda í þeim lífi þar til flæðir að aftur. 16. ágúst 2018 15:21 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Bein útsending úr Engey: Önnur andarnefjan dauð en reynt að bjarga hinni Tvær andarnefjur festust í fjöru í Engey fyrir utan Reykjavík í dag. 16. ágúst 2018 19:06
Sjáðu þegar andarnefjunni var bjargað úr fjörunni í Engey Tökumaður fréttastofu náði mögnuðum myndum þegar tókst að ná andarnefjunni á flot. 16. ágúst 2018 21:34
Ferðaþjónustufólk reynir að bjarga andarnefjum í Engey Tvær andarnefjur sitja fastar í fjörunni. Reynt er að halda í þeim lífi þar til flæðir að aftur. 16. ágúst 2018 15:21