Mæla ekki með friðlýsingu sundhallar Sighvatur Arnmundsson skrifar 17. ágúst 2018 05:00 Ysta byrði hússins er í slæmu ástandi en um timburklæðningu er að ræða að stærstu leyti. Undir henni leynist þó upprunalega húsið frá 1944. „Ég er ósátt við þessa niðurstöðu og finnst hún í raun óskiljanleg. Þarna er verið að átelja sveitarfélagið fyrir að hafa ekki staðið sig við að vernda menningarminjar,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, formaður Hollvinasamtaka Sundhallar Keflavíkur. Minjastofnun ákvað á fundi á þriðjudag að eiga ekki frumkvæði að því að leggja til friðlýsingu Sundhallar Keflavíkur við mennta- og menningarmálaráðherra. Var það gert í ljósi málsatvika og að teknu tilliti til faglegrar niðurstöðu húsafriðunarnefndar á varðveislugildi hússins. Húsafriðunarnefnd segist í bókun sammála niðurstöðu Hjörleifs Stefánssonar arkitekts um að sundhöllin hafi hátt menningarsögulegt gildi. Þá er lýst yfir miklum vonbrigðum með framgöngu Reykjanesbæjar í málinu. Fyrir liggi að hvorki sé vilji né áhugi af hálfu sveitarfélagsins og eiganda að stuðla að varðveislu hússins. Ennfremur segir í bókuninni að nefndin telji sveitarfélög bera skyldur gagnvart varðveislu menningararfs í nærumhverfi sínu. Engu að síður telur nefndin heildarniðurstöðu varðveislumats ekki nægja til að hún geti mælt með friðlýsingu sundhallarinnar. Minjastofnun telur eindregna afstöðu sveitarfélagsins og eiganda hússins valda því að enginn flötur virðist vera á lausn sem almenn sátt gæti náðst um.Ragnheiður Elín Árnadóttir fer fyrir Keflvíkingum sem vilja varðveita gömlu Sundhöllina.vísir/GVARagnheiður Elín segir að Hollvinasamtökin hafi ekki gefið upp alla von um varðveislu sundhallarinnar. „Við höfum óskað eftir fundi með Minjastofnun og verður hann haldinn í næstu viku. Við viljum fá skýringar á þessu og finnst að kafa þurfi betur ofan í þetta.“ Ragnheiður Elín veltir fyrir sér stöðu nýrrar bæjarstjórnar. „Vill hún fá sama dóminn um að skeyta engu um menningarminjar og sögufrægar byggingar?“ spyr hún. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir að málinu sé lokið með þessari ákvörðun Minjastofnunar. „Niðurstaðan liggur fyrir og við erum fegin að þessu sé lokið,“ segir Kjartan. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti í mars síðastliðnum deiliskipulag þar sem niðurrif sundhallarinnar var heimilað. Samkvæmt skipulaginu má reisa fimm hæða hús á lóðinni. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira
„Ég er ósátt við þessa niðurstöðu og finnst hún í raun óskiljanleg. Þarna er verið að átelja sveitarfélagið fyrir að hafa ekki staðið sig við að vernda menningarminjar,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, formaður Hollvinasamtaka Sundhallar Keflavíkur. Minjastofnun ákvað á fundi á þriðjudag að eiga ekki frumkvæði að því að leggja til friðlýsingu Sundhallar Keflavíkur við mennta- og menningarmálaráðherra. Var það gert í ljósi málsatvika og að teknu tilliti til faglegrar niðurstöðu húsafriðunarnefndar á varðveislugildi hússins. Húsafriðunarnefnd segist í bókun sammála niðurstöðu Hjörleifs Stefánssonar arkitekts um að sundhöllin hafi hátt menningarsögulegt gildi. Þá er lýst yfir miklum vonbrigðum með framgöngu Reykjanesbæjar í málinu. Fyrir liggi að hvorki sé vilji né áhugi af hálfu sveitarfélagsins og eiganda að stuðla að varðveislu hússins. Ennfremur segir í bókuninni að nefndin telji sveitarfélög bera skyldur gagnvart varðveislu menningararfs í nærumhverfi sínu. Engu að síður telur nefndin heildarniðurstöðu varðveislumats ekki nægja til að hún geti mælt með friðlýsingu sundhallarinnar. Minjastofnun telur eindregna afstöðu sveitarfélagsins og eiganda hússins valda því að enginn flötur virðist vera á lausn sem almenn sátt gæti náðst um.Ragnheiður Elín Árnadóttir fer fyrir Keflvíkingum sem vilja varðveita gömlu Sundhöllina.vísir/GVARagnheiður Elín segir að Hollvinasamtökin hafi ekki gefið upp alla von um varðveislu sundhallarinnar. „Við höfum óskað eftir fundi með Minjastofnun og verður hann haldinn í næstu viku. Við viljum fá skýringar á þessu og finnst að kafa þurfi betur ofan í þetta.“ Ragnheiður Elín veltir fyrir sér stöðu nýrrar bæjarstjórnar. „Vill hún fá sama dóminn um að skeyta engu um menningarminjar og sögufrægar byggingar?“ spyr hún. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir að málinu sé lokið með þessari ákvörðun Minjastofnunar. „Niðurstaðan liggur fyrir og við erum fegin að þessu sé lokið,“ segir Kjartan. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti í mars síðastliðnum deiliskipulag þar sem niðurrif sundhallarinnar var heimilað. Samkvæmt skipulaginu má reisa fimm hæða hús á lóðinni.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira