Virði lírunnar hríðfellur í kjölfar tísts Trump Samúel Karl Ólason skrifar 10. ágúst 2018 18:37 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. Vísir/AP Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur hvatt Tyrki til að nota allt gull og alla dali sem þeir eiga til að kaupa lírur, gjaldmiðil Tyrklands. Líran hefur hríðfallið í virði í dag eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti að hann ætlaði að tvöfalda tolla gegn Tyrklandi. Erdogan hélt ræðu í dag þar sem hann sagði „stuðningsmenn“ valdaránsins beita öðrum leiðum til að ráðast á Tyrkland í kjölfar endurkjörs hans sem forseta. Hann sakaði einnig hulduhópa um að reyna að fella efnahag Tyrklands. Því biðlaði hann til þjóðarstolts Tyrkja.„Ef einhver á dali eða gull undir koddanum, ætti sá að skipta þeim fyrir lírur. Þetta er barátta þjóðarinnar,“ sagði Erdogan. Samkvæmt BBC hefur virði lírunnar lækkað um fimmtung í dag. Fjármálaráðuneyti Tyrklands sagði tolla Trump brjóta gegn reglum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar.Samband Tyrklands og Bandaríkjanna, sem eru bæði í Atlantshafsbandalaginu, hefur beðið hnekki að undanförnu og má að mestu rekja það til handtöku bandaríska prestsins, Andrew Brunson, í Tyrklandi og réttarhalda yfir honum. Hann hefur verið sakaður um njósnir og stuðning við hryðjuverkasamtök en Tyrkir hafa viljað skipta á honum og klerkinum Fethullah Gulen, sem er í útlegð í Bandaríkjunum. Tyrkir hafa sakað Gulen um að skipuleggja valdarán í Tyrklandi fyrir tveimur árum og hafa farið fram á að hann verði framseldur. Bandaríkin hafa hins vegar ekki viljað gera það án sannanna. Tyrkir hafa einnig verið á móti stuðningi Bandaríkjanna við sýrlenska Kúrda og voru ósáttir við nýjar viðskiptaþvinganir gegn Íran en Tyrkir fá um helming olíu sinnar þaðan. Skömmu eftir að Trump tilkynnti tollana í tísti ræddi Erdogan við Vladimir Pútín, forseta Rússlands, í síma. Forsetaembætti Rússlands gaf svo í kjölfarið út tilkynningu um að forsetarnir hefðu rætt um efnahagsmál og viðskiptatengsl ríkjanna. Bandaríkin Mið-Austurlönd Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur hvatt Tyrki til að nota allt gull og alla dali sem þeir eiga til að kaupa lírur, gjaldmiðil Tyrklands. Líran hefur hríðfallið í virði í dag eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti að hann ætlaði að tvöfalda tolla gegn Tyrklandi. Erdogan hélt ræðu í dag þar sem hann sagði „stuðningsmenn“ valdaránsins beita öðrum leiðum til að ráðast á Tyrkland í kjölfar endurkjörs hans sem forseta. Hann sakaði einnig hulduhópa um að reyna að fella efnahag Tyrklands. Því biðlaði hann til þjóðarstolts Tyrkja.„Ef einhver á dali eða gull undir koddanum, ætti sá að skipta þeim fyrir lírur. Þetta er barátta þjóðarinnar,“ sagði Erdogan. Samkvæmt BBC hefur virði lírunnar lækkað um fimmtung í dag. Fjármálaráðuneyti Tyrklands sagði tolla Trump brjóta gegn reglum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar.Samband Tyrklands og Bandaríkjanna, sem eru bæði í Atlantshafsbandalaginu, hefur beðið hnekki að undanförnu og má að mestu rekja það til handtöku bandaríska prestsins, Andrew Brunson, í Tyrklandi og réttarhalda yfir honum. Hann hefur verið sakaður um njósnir og stuðning við hryðjuverkasamtök en Tyrkir hafa viljað skipta á honum og klerkinum Fethullah Gulen, sem er í útlegð í Bandaríkjunum. Tyrkir hafa sakað Gulen um að skipuleggja valdarán í Tyrklandi fyrir tveimur árum og hafa farið fram á að hann verði framseldur. Bandaríkin hafa hins vegar ekki viljað gera það án sannanna. Tyrkir hafa einnig verið á móti stuðningi Bandaríkjanna við sýrlenska Kúrda og voru ósáttir við nýjar viðskiptaþvinganir gegn Íran en Tyrkir fá um helming olíu sinnar þaðan. Skömmu eftir að Trump tilkynnti tollana í tísti ræddi Erdogan við Vladimir Pútín, forseta Rússlands, í síma. Forsetaembætti Rússlands gaf svo í kjölfarið út tilkynningu um að forsetarnir hefðu rætt um efnahagsmál og viðskiptatengsl ríkjanna.
Bandaríkin Mið-Austurlönd Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira