Tala látinna staðfest og árásarmaðurinn nafngreindur Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. ágúst 2018 07:56 Frá blaðamannafundi lögreglu í Jacksonville í gær. Vísir/AP Tveir létust og ellefu særðust í skotárás í borginni Jacksonville í Flórída í gær. Árásarmaðurinn framdi sjálfsvíg að lokinni árásinni. Áður hafði verið greint frá því að fjórir hefðu látist í árásinni en sú tala hefur verið leiðrétt. Árásarmaðurinn hét David Katz og var 24 ára gamall frá Baltimore í Maryland-ríki. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu beitti hann skammbyssu við verknaðinn. Fleiri eru ekki grunaðir um aðild að árásinni.Sjá einnig: Heyra mátti upphaf skotárásarinnar í beinni útsendingu: „Allir voru grátandi og öskrandi“ Árásin var gerð á tölvuleikjamóti í afþreyingarmiðstöðinni Jacksonville Landing þar sem keppni stóð yfir í tölvuleiknum Madden 2018. Samkvæmt óstaðfestum heimildum fjölmiðla vestanhafs reiddist Katz eftir að hafa tapað leik á mótinu og hóf skothríð. Katz tók reglulega þátt í tölvuleikjamótum á borð við það sem haldið var í Jacksonville í gær og gekk þar undir nafninu „Bread“. Hann virðist hafa unnið Madden Bills tölvuleikjamótið í fyrra, ef marka má tíst ameríska fótboltaliðsins Buffalo Bills.Congrats to David Katz, the Madden 17 Bills Championship winner!Thanks for following along, Bills fans. https://t.co/YHJHzlFElc pic.twitter.com/incdEhLxkT— Buffalo Bills (@buffalobills) February 27, 2017 Fórnarlömb árásarinnar hafa enn ekki verið nafngreind. Þó er talið að hinir látnu hafi verið keppendur á mótinu en meðlimir tölvuleikjasamfélagsins hafa margir minnst tveggja spilara á samfélagsmiðlum í kjölfar árásarinnar. Mikil ringulreið skapaðist þegar Katz hóf skothríð á tölvuleikjamótinu í gær en því var streymt beint á netinu. Upphaf árásarinnar náðist á myndbandi sem var dreift víða á samfélagsmiðlum í gær. Mannskæðar skotárásir hafa verið tíðar í Flórída síðustu ár. 49 létust í skotárás á skemmtistaðinn Pulse í Orlando árið 2016 og 17 létust í árásinni á Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólann í Parkland í febrúar síðastliðnum. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Heyra mátti upphaf skotárásarinnar í beinni útsendingu: „Allir voru grátandi og öskrandi“ Margir eru taldir látnir eftir skotárás á tölvuleikjamóti í Jacksonville í Flórída í Bandaríkjunum í kvöld. 26. ágúst 2018 19:45 337 látist í 290 skotárásum í Bandaríkjunum það sem af er ári Árásarmaðurinn sem framdi skotárás í Jacksonville í Flórída fyrr í kvöld framdi sjálfsmorð eftir að hann lét skotunum rigna yfir þáttakendur á tölvuleikjamóti. 337 einstaklingar hafa týnt lífi í skotárásum í Bandaríkjunum það sem af er ári. 26. ágúst 2018 23:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Tveir létust og ellefu særðust í skotárás í borginni Jacksonville í Flórída í gær. Árásarmaðurinn framdi sjálfsvíg að lokinni árásinni. Áður hafði verið greint frá því að fjórir hefðu látist í árásinni en sú tala hefur verið leiðrétt. Árásarmaðurinn hét David Katz og var 24 ára gamall frá Baltimore í Maryland-ríki. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu beitti hann skammbyssu við verknaðinn. Fleiri eru ekki grunaðir um aðild að árásinni.Sjá einnig: Heyra mátti upphaf skotárásarinnar í beinni útsendingu: „Allir voru grátandi og öskrandi“ Árásin var gerð á tölvuleikjamóti í afþreyingarmiðstöðinni Jacksonville Landing þar sem keppni stóð yfir í tölvuleiknum Madden 2018. Samkvæmt óstaðfestum heimildum fjölmiðla vestanhafs reiddist Katz eftir að hafa tapað leik á mótinu og hóf skothríð. Katz tók reglulega þátt í tölvuleikjamótum á borð við það sem haldið var í Jacksonville í gær og gekk þar undir nafninu „Bread“. Hann virðist hafa unnið Madden Bills tölvuleikjamótið í fyrra, ef marka má tíst ameríska fótboltaliðsins Buffalo Bills.Congrats to David Katz, the Madden 17 Bills Championship winner!Thanks for following along, Bills fans. https://t.co/YHJHzlFElc pic.twitter.com/incdEhLxkT— Buffalo Bills (@buffalobills) February 27, 2017 Fórnarlömb árásarinnar hafa enn ekki verið nafngreind. Þó er talið að hinir látnu hafi verið keppendur á mótinu en meðlimir tölvuleikjasamfélagsins hafa margir minnst tveggja spilara á samfélagsmiðlum í kjölfar árásarinnar. Mikil ringulreið skapaðist þegar Katz hóf skothríð á tölvuleikjamótinu í gær en því var streymt beint á netinu. Upphaf árásarinnar náðist á myndbandi sem var dreift víða á samfélagsmiðlum í gær. Mannskæðar skotárásir hafa verið tíðar í Flórída síðustu ár. 49 létust í skotárás á skemmtistaðinn Pulse í Orlando árið 2016 og 17 létust í árásinni á Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólann í Parkland í febrúar síðastliðnum.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Heyra mátti upphaf skotárásarinnar í beinni útsendingu: „Allir voru grátandi og öskrandi“ Margir eru taldir látnir eftir skotárás á tölvuleikjamóti í Jacksonville í Flórída í Bandaríkjunum í kvöld. 26. ágúst 2018 19:45 337 látist í 290 skotárásum í Bandaríkjunum það sem af er ári Árásarmaðurinn sem framdi skotárás í Jacksonville í Flórída fyrr í kvöld framdi sjálfsmorð eftir að hann lét skotunum rigna yfir þáttakendur á tölvuleikjamóti. 337 einstaklingar hafa týnt lífi í skotárásum í Bandaríkjunum það sem af er ári. 26. ágúst 2018 23:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Heyra mátti upphaf skotárásarinnar í beinni útsendingu: „Allir voru grátandi og öskrandi“ Margir eru taldir látnir eftir skotárás á tölvuleikjamóti í Jacksonville í Flórída í Bandaríkjunum í kvöld. 26. ágúst 2018 19:45
337 látist í 290 skotárásum í Bandaríkjunum það sem af er ári Árásarmaðurinn sem framdi skotárás í Jacksonville í Flórída fyrr í kvöld framdi sjálfsmorð eftir að hann lét skotunum rigna yfir þáttakendur á tölvuleikjamóti. 337 einstaklingar hafa týnt lífi í skotárásum í Bandaríkjunum það sem af er ári. 26. ágúst 2018 23:15