Öfugsnúin álög og Simpsons-bölvunin Þórarinn Þórarinsson skrifar 23. ágúst 2018 10:00 Ævintýri prinsessunnar Bean, púkans Fulci og álfsins Elfo fer heldur skrykkjótt af stað í Disenchantment á Netflix. Matt Groening á heiðurinn af tveimur skemmtilegustu teiknimyndaþáttum í sjónvarpi síðustu áratuga; The Simpsons og Futurama. Fátt jafnast á við þessar tvær þáttaraðir í góðu og hárbeittu gríni þegar þær risu sem hæst. Árgangar 3–8 af The Simpsons eru klassík sem þola endalausa endurskoðun og sama má vel segja um fyrstu fjóra árganga Futurama. Groening mætti í síðustu viku til leiks á Netflix með tíu þætti í nýrri seríu, Disenchantment, og hefur aðeins fengið að kenna á því að það getur verið kalt í eigin skugga. Samanburður við The Simpsons og Futurama er vitaskuld óhjákvæmilegur og heldur hallar á Disenchantment í þeim efnum í þessari fyrstu umferð. Skyldleiki Disenchantment og Futurama er mun augljósari en tengingar við gulu vísitölufjölskylduna í Springfield.Fry, Leela og vélróninn Bender héldu fjörinu gangandi í Futurama og bjuggu yfir sjarma sem persónur Disenchantment hafa ekki fundið ennþá.Disenchantment gerist í miðaldaævintýraheimi þar sem álfar, tröll, djöflar og alls konar aðrar furðuverur eru á sveimi innan um misgáfulegar mannskepnur; ruglaða konunga, hrokafulla prinsa og allt hringsnýst þetta síðan um kostulegt tríó; drykkfelldu og óstýrilátu prinsessuna Bean, hennar persónulega innri djöful Luci og áttavillta flóttaálfinn Elfo. Þáttunum má vel lýsa sem einhvers konar bræðingi af Futurama og Game of Thrones krydduðum með bragðefnum frá Monty Python, Shrek og alls konar súputeningum öðrum í dægurmenningunni. Prinsessan Bean er hress stelpa sem fer sínar eigin leiðir, konunginum föður sínum til mikillar mæðu. Hún hefur mun meiri áhuga á að drekka sig fulla yfir fjárhættuspilum á knæpum með sauðsvörtum og grálúsugum almúganum frekar en að svífa um hirðina í prinsessuleik. Þegar Bean er kynnt til leiks neytir hún allra bragða til þess að koma sér hjá þvinguðu hagsmunahjónabandi við konungsson úr nágrannaríkinu. Hún svífst einskis í þeirri viðleitni og vílar jafnvel ekki fyrir sér að brugga vonbiðlum sínum banaráð. Kannski ekki furða þar sem hún er nýbúin að kynnast púkanum Fulci. Sínum innri djöfli sem losnar skyndilega úr læðingi.Simpsons-fjölskyldan er sjálfsagt vinsælasta sjónvarpsfjölskylda allra tíma og fátt bendir til þess að konungsfjölskyldan í Disenchantment muni komast úr skugga gulu vísitölufjölskyldunnar.Þetta sérkennilega tvíeyki verður síðan óvænt tríó þegar við bætist álfurinn Elfo sem er í mikilli tilvistarkreppu, nýflúinn úr glassúrhúðuðum glimmerheimi sínum, æstur í að kynnast grimmd og ljótleika tilverunnar utan huliðsheimsins. Þessi tíu þátta fyrsti hluti sögunnar er brokkgengur, ef ekki hreinlega krampakenndur. Sagan er skemmtileg og persónurnar vel flestar ágætar en engin þeirra kemst þó með tærnar þar sem Hómer, Bart, vélmennið Bender, Marge, Fry og Leela voru með hælana í The Simpsons og Futurama. Futurama gerðist í fjarlægri framtíð, árið 3000 nánar tiltekið, en skyldleikinn við þetta miðaldaflipp er þó augljós. Sumar persónurnar eru dauft bergmál af persónum Futurama og í báðum tilfellum er sögð samfelld saga, ólíkt The Simpsons-þáttunum sem hefjast ætíð á byrjunarreit og hafa gert vikulega í 29 ár. Netflix hefur þegar keypt 20 þætti til viðbótar en ef Groening spýtir ekki hressilega í lófana er ansi hætt við að þættirnir af Disenchantment verði ekki fleiri. Brandararnir flæða að vísu í stríðum straumi í gegnum þessa tíu fyrstu þætti en ólíkt The Simpsons og Futurama hitta sorglega fáir í mark. Hér er gælt við groddalegt grín, grótesku og ýkt Itchy og Scratchy teiknimyndaofbeldi en í hálfkæringi. Ef hugmyndin var að hafa miðaldamyrkur yfir stemningunni þá kemur eiginlega ekkert annað til greina en að fara alla leið. Þessir þættir eru alls ekki leiðinlegir en heldur ekki nógu fyndnir, frumlegir og skemmtilegir til þess að hneppa áhorfendur í milljónavís í álög. En vonandi á Groening eftir að hressast og í því sambandi er ágætt að hafa í huga að The Simpsons og Futurama hrukku ekki í gírinn fyrr en í það minnsta einn árgangur var að baki. Niðurstaða:Þrátt fyrir góða spretti og á köflum groddalegt grín og teiknimyndaofbeldi standast þessir þættir ekki samanburð við The Simpsons og Futurama þannig að mun betur má ef duga skal. Birtist í Fréttablaðinu Gagnrýni Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Matt Groening á heiðurinn af tveimur skemmtilegustu teiknimyndaþáttum í sjónvarpi síðustu áratuga; The Simpsons og Futurama. Fátt jafnast á við þessar tvær þáttaraðir í góðu og hárbeittu gríni þegar þær risu sem hæst. Árgangar 3–8 af The Simpsons eru klassík sem þola endalausa endurskoðun og sama má vel segja um fyrstu fjóra árganga Futurama. Groening mætti í síðustu viku til leiks á Netflix með tíu þætti í nýrri seríu, Disenchantment, og hefur aðeins fengið að kenna á því að það getur verið kalt í eigin skugga. Samanburður við The Simpsons og Futurama er vitaskuld óhjákvæmilegur og heldur hallar á Disenchantment í þeim efnum í þessari fyrstu umferð. Skyldleiki Disenchantment og Futurama er mun augljósari en tengingar við gulu vísitölufjölskylduna í Springfield.Fry, Leela og vélróninn Bender héldu fjörinu gangandi í Futurama og bjuggu yfir sjarma sem persónur Disenchantment hafa ekki fundið ennþá.Disenchantment gerist í miðaldaævintýraheimi þar sem álfar, tröll, djöflar og alls konar aðrar furðuverur eru á sveimi innan um misgáfulegar mannskepnur; ruglaða konunga, hrokafulla prinsa og allt hringsnýst þetta síðan um kostulegt tríó; drykkfelldu og óstýrilátu prinsessuna Bean, hennar persónulega innri djöful Luci og áttavillta flóttaálfinn Elfo. Þáttunum má vel lýsa sem einhvers konar bræðingi af Futurama og Game of Thrones krydduðum með bragðefnum frá Monty Python, Shrek og alls konar súputeningum öðrum í dægurmenningunni. Prinsessan Bean er hress stelpa sem fer sínar eigin leiðir, konunginum föður sínum til mikillar mæðu. Hún hefur mun meiri áhuga á að drekka sig fulla yfir fjárhættuspilum á knæpum með sauðsvörtum og grálúsugum almúganum frekar en að svífa um hirðina í prinsessuleik. Þegar Bean er kynnt til leiks neytir hún allra bragða til þess að koma sér hjá þvinguðu hagsmunahjónabandi við konungsson úr nágrannaríkinu. Hún svífst einskis í þeirri viðleitni og vílar jafnvel ekki fyrir sér að brugga vonbiðlum sínum banaráð. Kannski ekki furða þar sem hún er nýbúin að kynnast púkanum Fulci. Sínum innri djöfli sem losnar skyndilega úr læðingi.Simpsons-fjölskyldan er sjálfsagt vinsælasta sjónvarpsfjölskylda allra tíma og fátt bendir til þess að konungsfjölskyldan í Disenchantment muni komast úr skugga gulu vísitölufjölskyldunnar.Þetta sérkennilega tvíeyki verður síðan óvænt tríó þegar við bætist álfurinn Elfo sem er í mikilli tilvistarkreppu, nýflúinn úr glassúrhúðuðum glimmerheimi sínum, æstur í að kynnast grimmd og ljótleika tilverunnar utan huliðsheimsins. Þessi tíu þátta fyrsti hluti sögunnar er brokkgengur, ef ekki hreinlega krampakenndur. Sagan er skemmtileg og persónurnar vel flestar ágætar en engin þeirra kemst þó með tærnar þar sem Hómer, Bart, vélmennið Bender, Marge, Fry og Leela voru með hælana í The Simpsons og Futurama. Futurama gerðist í fjarlægri framtíð, árið 3000 nánar tiltekið, en skyldleikinn við þetta miðaldaflipp er þó augljós. Sumar persónurnar eru dauft bergmál af persónum Futurama og í báðum tilfellum er sögð samfelld saga, ólíkt The Simpsons-þáttunum sem hefjast ætíð á byrjunarreit og hafa gert vikulega í 29 ár. Netflix hefur þegar keypt 20 þætti til viðbótar en ef Groening spýtir ekki hressilega í lófana er ansi hætt við að þættirnir af Disenchantment verði ekki fleiri. Brandararnir flæða að vísu í stríðum straumi í gegnum þessa tíu fyrstu þætti en ólíkt The Simpsons og Futurama hitta sorglega fáir í mark. Hér er gælt við groddalegt grín, grótesku og ýkt Itchy og Scratchy teiknimyndaofbeldi en í hálfkæringi. Ef hugmyndin var að hafa miðaldamyrkur yfir stemningunni þá kemur eiginlega ekkert annað til greina en að fara alla leið. Þessir þættir eru alls ekki leiðinlegir en heldur ekki nógu fyndnir, frumlegir og skemmtilegir til þess að hneppa áhorfendur í milljónavís í álög. En vonandi á Groening eftir að hressast og í því sambandi er ágætt að hafa í huga að The Simpsons og Futurama hrukku ekki í gírinn fyrr en í það minnsta einn árgangur var að baki. Niðurstaða:Þrátt fyrir góða spretti og á köflum groddalegt grín og teiknimyndaofbeldi standast þessir þættir ekki samanburð við The Simpsons og Futurama þannig að mun betur má ef duga skal.
Birtist í Fréttablaðinu Gagnrýni Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira