Birta myndband sem sýnir afleiðingar alvarlegasta utanvegaakstursmáls sumarsins Birgir Olgeirsson skrifar 22. ágúst 2018 15:09 Aðstandendur Vatnajökulsþjóðgarðs hafa sent frá sér myndband sem sýnir afleiðingar utan vega aksturs erlendra ferðamanna á Breiðamerkursandi. Atvikið átti sér stað síðastliðinn sunnudag en í færslunni á Facebook-síðu þjóðgarðsins er tekið fram að um alvarlegasta utan vega akstursmál sumarsins sé að ræða. Eru ferðamennirnir sagðir hafa valdið skemmdum á um sex hektara svæði. Förin eru að mestu í sandi sem sjór gengur þó ekki upp á nema í mestu óveðrum. Þau för sem í sandinum liggja munu ekki lagast af náttúrunnar hendi fyrr en að vetri loknum. Er því haldið fram að þau muni valda auknu sandfoki þangað til.För sem munu sjáfst um ókomin ár „Það sem er þó verra er að förin liggja í slaufum upp sandölduna og um hálfgróinn mel. Munu landverðir reyna sitt besta við að laga þau för sem þangað ná, en engu að síður munu þau sjást um ókomin ár,“ segir í færslunni. Í heildina ná utan vega akstursförin 1,3 kílómetra í beinni loftlínu út frá vel afmörkuðu bílastæðinu, sem er sagt sýna einbeittan brotavilja ökumannanna. Ökumennirnir hafa þó ekið mun lengra en 2,6 kílómetra utan vegar þar sem inni í þeirri tölu eru til að mynda ekki allar þær slaufur sem þeir óku. „Eru landverðir miður sín að sjá vinnu sumarsins við að afmá utanvegarakstursför á þessu svæði hverfa í einni svipan. En eru þó ánægðir að afmörkun bílastæðisins, sem unnin hefur verið í sumar, er að skila sér í færri utanvegarakstursmálum og förum á þessu tiltekna stað innan svæðisins. Einnig er gott að vita til þess að ökumennirnir hafa þurft að svara fyrir brot sín,“ segir í færslunni.1,4 milljón króna sekt Lögreglan á Norðurlandi eystra sektaði erlendu ferðamennina um 1,4 milljónir króna vegna utanvegaakstursins á Breiðamerkursandi og í friðlandinu við Grafarlönd á öskjuleið en 25 voru í hópnum á sjö bílum. Í tilkynningu frá lögreglu kom fram að ökutækjunum sjö var ekki öllum ekið utan vegar í þessum tilvikum en hópur ferðaðist saman sem ein heild og tjón á landi af völdum fjögurra bifreiða staðfest. Við rannsókn málsins kom fram hjá aðilum máls, að um kunnáttuleysi og vanþekkingu hefði verið að ræða og var beðist afsökunar og fyrirgefningar vegna þess tjóns sem unnið var. Viðkomandi ferðamenn óskuðu þess jafnframt að fá að aðstoða við lagfæringar þess lands sem varð fyrir tjóni, en var það mat landvarða að betra væri að fá til verksins sértækan búnað og fólk. Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Aðstandendur Vatnajökulsþjóðgarðs hafa sent frá sér myndband sem sýnir afleiðingar utan vega aksturs erlendra ferðamanna á Breiðamerkursandi. Atvikið átti sér stað síðastliðinn sunnudag en í færslunni á Facebook-síðu þjóðgarðsins er tekið fram að um alvarlegasta utan vega akstursmál sumarsins sé að ræða. Eru ferðamennirnir sagðir hafa valdið skemmdum á um sex hektara svæði. Förin eru að mestu í sandi sem sjór gengur þó ekki upp á nema í mestu óveðrum. Þau för sem í sandinum liggja munu ekki lagast af náttúrunnar hendi fyrr en að vetri loknum. Er því haldið fram að þau muni valda auknu sandfoki þangað til.För sem munu sjáfst um ókomin ár „Það sem er þó verra er að förin liggja í slaufum upp sandölduna og um hálfgróinn mel. Munu landverðir reyna sitt besta við að laga þau för sem þangað ná, en engu að síður munu þau sjást um ókomin ár,“ segir í færslunni. Í heildina ná utan vega akstursförin 1,3 kílómetra í beinni loftlínu út frá vel afmörkuðu bílastæðinu, sem er sagt sýna einbeittan brotavilja ökumannanna. Ökumennirnir hafa þó ekið mun lengra en 2,6 kílómetra utan vegar þar sem inni í þeirri tölu eru til að mynda ekki allar þær slaufur sem þeir óku. „Eru landverðir miður sín að sjá vinnu sumarsins við að afmá utanvegarakstursför á þessu svæði hverfa í einni svipan. En eru þó ánægðir að afmörkun bílastæðisins, sem unnin hefur verið í sumar, er að skila sér í færri utanvegarakstursmálum og förum á þessu tiltekna stað innan svæðisins. Einnig er gott að vita til þess að ökumennirnir hafa þurft að svara fyrir brot sín,“ segir í færslunni.1,4 milljón króna sekt Lögreglan á Norðurlandi eystra sektaði erlendu ferðamennina um 1,4 milljónir króna vegna utanvegaakstursins á Breiðamerkursandi og í friðlandinu við Grafarlönd á öskjuleið en 25 voru í hópnum á sjö bílum. Í tilkynningu frá lögreglu kom fram að ökutækjunum sjö var ekki öllum ekið utan vegar í þessum tilvikum en hópur ferðaðist saman sem ein heild og tjón á landi af völdum fjögurra bifreiða staðfest. Við rannsókn málsins kom fram hjá aðilum máls, að um kunnáttuleysi og vanþekkingu hefði verið að ræða og var beðist afsökunar og fyrirgefningar vegna þess tjóns sem unnið var. Viðkomandi ferðamenn óskuðu þess jafnframt að fá að aðstoða við lagfæringar þess lands sem varð fyrir tjóni, en var það mat landvarða að betra væri að fá til verksins sértækan búnað og fólk.
Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira