Alonso prófar Indycar í næstu viku Kjartan Kjartansson skrifar 31. ágúst 2018 13:30 Alonso í Indianapolis í fyrra. Hann tók sér frí frá Formúlu 1 til þess að keppa í þessum stærsta kappakstri heims. Vísir/Getty McLaren-liðið hefur staðfest að tvöfaldi Formúlu 1-meistarinn Fernando Alonso ætli að prófa Indycar-bíl í Bandaríkjunum í næstu viku. Stutt er síðan Alonso tilkynnti um að hann ætlaði að hætta í Formúlu 1 eftir tímabilið og mikið hefur verið rætt um að hann gæti haldið vestur um haf í Indycar-mótaröðina. Alonso mun prófa núverandi útgáfu Indycar-bíls Andretti Autosport liðsins á Barber-brautinni í Alabama á miðvikudag. Motorsport.com segir að prófunin verði lokuð fjölmiðlum og almenningi. Ekkert hefur verið staðfest um hvar Alonso ekur á næsta tímabili. Spánverjinn er þó sagður áhugasamur um að sigra í Indy 500-kappakstrinum og fullkomna þar með svonefnda „þrefalda kórónu“ aksturíþrótta: sigur í Indy, Mónakó og Les Mans. Vangaveltur hafa verið um að Alonso gæti að minnsta kosti keppt í Indy 500-kappakstrinum á næsta ári líkt og hann gerði í fyrra. Hann er þó talinn vilja keppa heilt tímabil vestanhafs til þess að auka möguleika sína á sigri í Indianapolis.McLaren boss @ZBrownCEO confirms that @alo_oficial will test an Indycar next week, as he looks at 2019 — Andrew Benson (@andrewbensonf1) August 31, 2018Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá Indycar-kappaksturinn sem fór fram á Barber-brautinni í apríl. Formúla Tengdar fréttir Alonso hættir í Formúlu 1 Tvöfaldi heimsmeistarinn Fernando Alonso hefur gefið það út að hann muni hætta þátttöku í Formúlu 1 að keppnistímabilinu loknu. 14. ágúst 2018 15:45 Mikil spenna Indycar-aðdáenda fyrir tilkynningu Alonso Fernando Alonso ætlar að senda frá sér tilkynningu í dag. Margir spyrja sig hvort að hann ætli að söðla um og halda til Bandaríkjanna. 14. ágúst 2018 09:20 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
McLaren-liðið hefur staðfest að tvöfaldi Formúlu 1-meistarinn Fernando Alonso ætli að prófa Indycar-bíl í Bandaríkjunum í næstu viku. Stutt er síðan Alonso tilkynnti um að hann ætlaði að hætta í Formúlu 1 eftir tímabilið og mikið hefur verið rætt um að hann gæti haldið vestur um haf í Indycar-mótaröðina. Alonso mun prófa núverandi útgáfu Indycar-bíls Andretti Autosport liðsins á Barber-brautinni í Alabama á miðvikudag. Motorsport.com segir að prófunin verði lokuð fjölmiðlum og almenningi. Ekkert hefur verið staðfest um hvar Alonso ekur á næsta tímabili. Spánverjinn er þó sagður áhugasamur um að sigra í Indy 500-kappakstrinum og fullkomna þar með svonefnda „þrefalda kórónu“ aksturíþrótta: sigur í Indy, Mónakó og Les Mans. Vangaveltur hafa verið um að Alonso gæti að minnsta kosti keppt í Indy 500-kappakstrinum á næsta ári líkt og hann gerði í fyrra. Hann er þó talinn vilja keppa heilt tímabil vestanhafs til þess að auka möguleika sína á sigri í Indianapolis.McLaren boss @ZBrownCEO confirms that @alo_oficial will test an Indycar next week, as he looks at 2019 — Andrew Benson (@andrewbensonf1) August 31, 2018Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá Indycar-kappaksturinn sem fór fram á Barber-brautinni í apríl.
Formúla Tengdar fréttir Alonso hættir í Formúlu 1 Tvöfaldi heimsmeistarinn Fernando Alonso hefur gefið það út að hann muni hætta þátttöku í Formúlu 1 að keppnistímabilinu loknu. 14. ágúst 2018 15:45 Mikil spenna Indycar-aðdáenda fyrir tilkynningu Alonso Fernando Alonso ætlar að senda frá sér tilkynningu í dag. Margir spyrja sig hvort að hann ætli að söðla um og halda til Bandaríkjanna. 14. ágúst 2018 09:20 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Alonso hættir í Formúlu 1 Tvöfaldi heimsmeistarinn Fernando Alonso hefur gefið það út að hann muni hætta þátttöku í Formúlu 1 að keppnistímabilinu loknu. 14. ágúst 2018 15:45
Mikil spenna Indycar-aðdáenda fyrir tilkynningu Alonso Fernando Alonso ætlar að senda frá sér tilkynningu í dag. Margir spyrja sig hvort að hann ætli að söðla um og halda til Bandaríkjanna. 14. ágúst 2018 09:20