Burberry hættir að brenna óseld föt Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. september 2018 10:22 Burberry-föt fara ekki framhjá neinum, vísir/getty Breski tískuvöruframleiðandinn Burberry mun hætta að brenna óseldar flíkur sínar. Frá þessu greinir Burberry í yfirlýsingu sem fyrirtækið sendi út í dag en þar kemur fram að ákvörðunin hafi þegar tekið gildi. Þar að auki muni fyrirtækið hætta að nota dýraafurðir í vörur sínar og mun á næstu misserum reyna að fækka loðfeldum Burberry, sem nú þegar eru komnir í notkun. Hvernig fyrirtækið hyggst gera það fylgir þó ekki sögunni. Fram til þessa hefur Burberry notað kanínu-, refa, minka- og þvottabjarnafeld í margar vörur fyrirtækisins. Feldurinn verður framvegis bannaður hjá Burberry, sem og angóraull. Ætla má að ákvörðun fyrirtækisins sé svar við gagnrýni sem Burberry sætti eftir útgáfu síðasta uppgjörs fyrirtækisins. Í uppgjörinu kom fram að Burberry hafi árið 2017 fargað óseldum fötum, fylgihlutum og ilmvötnum sem metin voru á 28,6 milljónir punda, rúma 4 milljarða króna. Burberry sagði að árið í fyrra hafi verið frávik, fyrirtækið hafi þurft að farga óvenjulega miklu ilmvatni árið 2017 eftir að hafa undirritað nýjan samning við bandaríska ilmvatnsframleiðandann Cody. Fyrirtækið fargi þar að auki óseldum fötum til að koma í veg fyrir að þau séu seld aftur á svörtum markaði - sem gæti hafi í för með sér álitshnekki fyrir Burberry að mati fyrirtæksins. Umhverfisverndarsamtökum þóttu þessar skýringar þó duga skammt og kölluðu eftir því að Burberry léti af iðju sinni. Nú hefur þeim orðið kápan úr því klæðinu og fagnar talsmaður náttúruverndarsamtakanna Greenpeace ákvörðun Burberry í samtali við breska ríkisútvarpið. Tíska og hönnun Umhverfismál Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Breski tískuvöruframleiðandinn Burberry mun hætta að brenna óseldar flíkur sínar. Frá þessu greinir Burberry í yfirlýsingu sem fyrirtækið sendi út í dag en þar kemur fram að ákvörðunin hafi þegar tekið gildi. Þar að auki muni fyrirtækið hætta að nota dýraafurðir í vörur sínar og mun á næstu misserum reyna að fækka loðfeldum Burberry, sem nú þegar eru komnir í notkun. Hvernig fyrirtækið hyggst gera það fylgir þó ekki sögunni. Fram til þessa hefur Burberry notað kanínu-, refa, minka- og þvottabjarnafeld í margar vörur fyrirtækisins. Feldurinn verður framvegis bannaður hjá Burberry, sem og angóraull. Ætla má að ákvörðun fyrirtækisins sé svar við gagnrýni sem Burberry sætti eftir útgáfu síðasta uppgjörs fyrirtækisins. Í uppgjörinu kom fram að Burberry hafi árið 2017 fargað óseldum fötum, fylgihlutum og ilmvötnum sem metin voru á 28,6 milljónir punda, rúma 4 milljarða króna. Burberry sagði að árið í fyrra hafi verið frávik, fyrirtækið hafi þurft að farga óvenjulega miklu ilmvatni árið 2017 eftir að hafa undirritað nýjan samning við bandaríska ilmvatnsframleiðandann Cody. Fyrirtækið fargi þar að auki óseldum fötum til að koma í veg fyrir að þau séu seld aftur á svörtum markaði - sem gæti hafi í för með sér álitshnekki fyrir Burberry að mati fyrirtæksins. Umhverfisverndarsamtökum þóttu þessar skýringar þó duga skammt og kölluðu eftir því að Burberry léti af iðju sinni. Nú hefur þeim orðið kápan úr því klæðinu og fagnar talsmaður náttúruverndarsamtakanna Greenpeace ákvörðun Burberry í samtali við breska ríkisútvarpið.
Tíska og hönnun Umhverfismál Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira