Svíþjóðardemókratar gætu gegnt lykilhlutverki eftir kosningar Atli Ísleifsson skrifar 4. september 2018 20:45 Svíþjóðardemókratar gætu ráðið úrslitum þegar kemur að því að samþykkja fjárlög á sænska þinginu eftir kosningarnar þar í landi, burtséð frá því hvort fylking borgaralegu flokkanna eða rauðgrænu flokkarnir verða stærstir. Þetta segir stjórnmálafræðingur við Lundarháskóla. Kosningar fara fram í Svíþjóð á sunnudaginn næsta og eru um 7,3 milljónir manna á kjörskrá. Kosið er til þings, svæðis- og sveitarstjórna og heilbrigðis-, mennta-, loftslags- og innflytjendamál verið einna mest áberandi í kosningabaráttunni. Sænsk stjórnmál hafa lengi einkennst af blokkapólitík þar sem borgaralegu flokkarnir Moderaterna, Miðflokkurinn, Frjálslyndir og Kristilegir demókratar hafa starfað saman, en Jafnaðarmenn hafa á móti starfað með flokki Græningja og Vinstriflokknum. Svo eru það Svíþjóðardemókratar sem hinir flokkarnir hafa neitað að starfa með, fyrst og fremst vegna harðar stefnu flokksins í innflytjendamálum.Kristilegir demókratar á siglingu Aðspurð um sigurvegara kosningabaráttunnar nefnir Malena Rosén Sundström, lektor í stjórnmálafræði við Lundarháskóla, smáflokkana Kristilega demókrata og Græningja. Hafi þeir verið að bæta við sig fylgi síðustu vikurnar eftir að hafa lengi mælst með fylgi í könnunum sem myndi þýða að þeir dyttu af þingi. Hún segir að kosningabaráttan hafi hins vegar að mörgu leyti reynst Jafnaðarmönnum erfið. „Það liggur fyrir að Jafnaðarmannaflokkurinn er vanalega með um og yfir 30 prósent en eru nú en mælast nú með 25 prósent. Maður tekur eftir því hvað það er lágt,“ segir Rosén Sundström. Ljóst þykir að eftir kosningar muni annað hvort Stefan Löfven, formaður Jafnaðarmanna, áfram gegna embætti forsætisráðherra, eða þá Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna. Rauðgræna fylkingin hefur í könnunum verið að mælast með örlítið forskot á bandalag borgaralegu flokkanna, og þá hafa Svíþjóðardemókratar verið að mælst með í kringum 20 prósent.Minnihlutastjórn í kortunum Rosén Sundström segir allt vera í járnum og að ljóst sé að minnihlutastjórn verði áfram við völd eftir kosningar. „Eins og staðan er nú í sænskum stjórnmálum þá er það vandkvæðum háð að vera með minnihlutastjórn. Í gegnum tíðina höfum við oft verið með mininhlutastjórn og það hefur gengið mjög vel. Núna erum við hins vegar með þrjár blokkið í sænskum stjórnmálum með Svíþjóðardemókrata sem þriðju blokkina. Það sem getur gerst er að Svíþjóðardemókratar komi til með að gegna lykilhlutverki þegar kemur að því að ná fjárlagafrumvarpi í gegnum þingið, sama hvor hinna blokkanna fær flest atkvæði í kosningunum.“ Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Ekkert til í því að lögreglan í Malmö hætti sér ekki inn á sum svæði Lögreglumaður í Malmö í Svíþjóð segir að öll umræða um að til séu sérstaklega skilgreind svæði, þar sem innflytjendur séu í meirihluta og lögreglan hættir sér ekki inn, sé stórlega ýkt. 3. september 2018 20:30 Hafnar því að Svíþjóðardemókratar sé rasískur flokkur Frambjóðandi Svíþjóðardemókrata segir innflytjendur ekki þurfa að óttast fylgisaukningu flokksins. Þó vilji flokkurinn vísa ólöglegum innflytjendum og þeim sem fremji gróf brot úr landi. 2. september 2018 20:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira
Svíþjóðardemókratar gætu ráðið úrslitum þegar kemur að því að samþykkja fjárlög á sænska þinginu eftir kosningarnar þar í landi, burtséð frá því hvort fylking borgaralegu flokkanna eða rauðgrænu flokkarnir verða stærstir. Þetta segir stjórnmálafræðingur við Lundarháskóla. Kosningar fara fram í Svíþjóð á sunnudaginn næsta og eru um 7,3 milljónir manna á kjörskrá. Kosið er til þings, svæðis- og sveitarstjórna og heilbrigðis-, mennta-, loftslags- og innflytjendamál verið einna mest áberandi í kosningabaráttunni. Sænsk stjórnmál hafa lengi einkennst af blokkapólitík þar sem borgaralegu flokkarnir Moderaterna, Miðflokkurinn, Frjálslyndir og Kristilegir demókratar hafa starfað saman, en Jafnaðarmenn hafa á móti starfað með flokki Græningja og Vinstriflokknum. Svo eru það Svíþjóðardemókratar sem hinir flokkarnir hafa neitað að starfa með, fyrst og fremst vegna harðar stefnu flokksins í innflytjendamálum.Kristilegir demókratar á siglingu Aðspurð um sigurvegara kosningabaráttunnar nefnir Malena Rosén Sundström, lektor í stjórnmálafræði við Lundarháskóla, smáflokkana Kristilega demókrata og Græningja. Hafi þeir verið að bæta við sig fylgi síðustu vikurnar eftir að hafa lengi mælst með fylgi í könnunum sem myndi þýða að þeir dyttu af þingi. Hún segir að kosningabaráttan hafi hins vegar að mörgu leyti reynst Jafnaðarmönnum erfið. „Það liggur fyrir að Jafnaðarmannaflokkurinn er vanalega með um og yfir 30 prósent en eru nú en mælast nú með 25 prósent. Maður tekur eftir því hvað það er lágt,“ segir Rosén Sundström. Ljóst þykir að eftir kosningar muni annað hvort Stefan Löfven, formaður Jafnaðarmanna, áfram gegna embætti forsætisráðherra, eða þá Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna. Rauðgræna fylkingin hefur í könnunum verið að mælast með örlítið forskot á bandalag borgaralegu flokkanna, og þá hafa Svíþjóðardemókratar verið að mælst með í kringum 20 prósent.Minnihlutastjórn í kortunum Rosén Sundström segir allt vera í járnum og að ljóst sé að minnihlutastjórn verði áfram við völd eftir kosningar. „Eins og staðan er nú í sænskum stjórnmálum þá er það vandkvæðum háð að vera með minnihlutastjórn. Í gegnum tíðina höfum við oft verið með mininhlutastjórn og það hefur gengið mjög vel. Núna erum við hins vegar með þrjár blokkið í sænskum stjórnmálum með Svíþjóðardemókrata sem þriðju blokkina. Það sem getur gerst er að Svíþjóðardemókratar komi til með að gegna lykilhlutverki þegar kemur að því að ná fjárlagafrumvarpi í gegnum þingið, sama hvor hinna blokkanna fær flest atkvæði í kosningunum.“
Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Ekkert til í því að lögreglan í Malmö hætti sér ekki inn á sum svæði Lögreglumaður í Malmö í Svíþjóð segir að öll umræða um að til séu sérstaklega skilgreind svæði, þar sem innflytjendur séu í meirihluta og lögreglan hættir sér ekki inn, sé stórlega ýkt. 3. september 2018 20:30 Hafnar því að Svíþjóðardemókratar sé rasískur flokkur Frambjóðandi Svíþjóðardemókrata segir innflytjendur ekki þurfa að óttast fylgisaukningu flokksins. Þó vilji flokkurinn vísa ólöglegum innflytjendum og þeim sem fremji gróf brot úr landi. 2. september 2018 20:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira
Ekkert til í því að lögreglan í Malmö hætti sér ekki inn á sum svæði Lögreglumaður í Malmö í Svíþjóð segir að öll umræða um að til séu sérstaklega skilgreind svæði, þar sem innflytjendur séu í meirihluta og lögreglan hættir sér ekki inn, sé stórlega ýkt. 3. september 2018 20:30
Hafnar því að Svíþjóðardemókratar sé rasískur flokkur Frambjóðandi Svíþjóðardemókrata segir innflytjendur ekki þurfa að óttast fylgisaukningu flokksins. Þó vilji flokkurinn vísa ólöglegum innflytjendum og þeim sem fremji gróf brot úr landi. 2. september 2018 20:00