Ronaldo búinn að kaupa meirihluta í Real Valladolid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2018 11:30 Ronaldo með HM-bikarinn sem hann vann bæði 1994 og 2002. Vísir/Getty Ronaldo hefur keypt upp 51 prósent eignarhluta í spænska úrvalsdeildarliðinu Real Valladolid. Þessi fyrrum leikmaður Real Madrid, Barcelona og brasilíska landsliðsins keypti meirihluta í félaginu fyrir 30 milljón evrur. Ronaldo var á sínum tíma besti fótboltamaður í heimi og lengi markahæsti leikmaður HM frá upphafi.@ronaldo ya presume de la blanquivioleta #RealValladolidpic.twitter.com/CVT5ePqQD4 — Real Valladolid C.F. (@realvalladolid) September 3, 2018Meðal eiganda spænska félagsins eru forseti félagsins og fyrrum meirihluta eigandi, Carlos Suarez sem og Oscar Puente, borgarstjóri Valladolid. „Ég hef náð mér í mikla reynslu á mínum fótboltaferli og sú reyna hefur undirbúið mig fyrir að taka þetta skref núna. Fótboltinn er alltaf ástríða fyrir mig,“ sagði Ronaldo á blaðamannafundi þar sem kaup hans voru kynnt.BREAKING: Brazilian legend Ronaldo has purchased 51% of @LaLiga side @realvalladolidpic.twitter.com/pJkhfEYvGd — B/R Football (@brfootball) September 3, 2018 Carlos Suarez átti 66 prósent hluta í félaginu en var tilbúinn að selja Ronaldo stóran hluta af því. „Koma Ronaldo mun setja Real Valladolid á kortið og hjálpa félaginu að ná í hæfileikaríka leikmenn. Ég býð hann velkominn hingað,“ sagði Carlos Suarez. Diario de Valladolid hafði skrifað frétt um möguleg kaup Ronaldo síðasta vor og að þau myndu aðeins ganga í gegn ef liðið kæmist upp í La Liga sem það og gerði.BREAKING: Brazil and Real Madrid legend Ronaldo has purchased 51% of Real Valladolid. Full story: https://t.co/B936mZH4Dipic.twitter.com/NjkuP0e5kk — ESPN FC (@ESPNFC) September 3, 2018Skuldir Real Valladolid eru sagðar vera 25 milljónir evra. Ronaldo mun nú setjast í forsetastól Real Valladolid en Carlos Suarez verður í meira fulltrúahlutverki. Real Valladolid var mikið í fréttunum í síðustu viku þegar leikmenn Barcelona kvörtuðu yfir ástandinu á grasinu á leikvangi félagsins. Leikmenn Barca tóku þá upp heilu þökurnar. Ronaldo lék á sínum tíma 37 leiki með Barcelona í spænsku deildinni og 127 leiki með Real Madrid. Hann skoraði 34 deildarmörk fyrir Barca og 83 deildarmörk fyrir Real. Ronaldo var því alls með 117 mörk í aðeins 164 leikjum í spænsku deildinni. Ronaldo lék einnig með bæði Internazional og AC Milan og er sá eini sem hefur skorað fyrir bæði lið í Mílanó derby leiknum og El Clasico. Spænski boltinn Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira
Ronaldo hefur keypt upp 51 prósent eignarhluta í spænska úrvalsdeildarliðinu Real Valladolid. Þessi fyrrum leikmaður Real Madrid, Barcelona og brasilíska landsliðsins keypti meirihluta í félaginu fyrir 30 milljón evrur. Ronaldo var á sínum tíma besti fótboltamaður í heimi og lengi markahæsti leikmaður HM frá upphafi.@ronaldo ya presume de la blanquivioleta #RealValladolidpic.twitter.com/CVT5ePqQD4 — Real Valladolid C.F. (@realvalladolid) September 3, 2018Meðal eiganda spænska félagsins eru forseti félagsins og fyrrum meirihluta eigandi, Carlos Suarez sem og Oscar Puente, borgarstjóri Valladolid. „Ég hef náð mér í mikla reynslu á mínum fótboltaferli og sú reyna hefur undirbúið mig fyrir að taka þetta skref núna. Fótboltinn er alltaf ástríða fyrir mig,“ sagði Ronaldo á blaðamannafundi þar sem kaup hans voru kynnt.BREAKING: Brazilian legend Ronaldo has purchased 51% of @LaLiga side @realvalladolidpic.twitter.com/pJkhfEYvGd — B/R Football (@brfootball) September 3, 2018 Carlos Suarez átti 66 prósent hluta í félaginu en var tilbúinn að selja Ronaldo stóran hluta af því. „Koma Ronaldo mun setja Real Valladolid á kortið og hjálpa félaginu að ná í hæfileikaríka leikmenn. Ég býð hann velkominn hingað,“ sagði Carlos Suarez. Diario de Valladolid hafði skrifað frétt um möguleg kaup Ronaldo síðasta vor og að þau myndu aðeins ganga í gegn ef liðið kæmist upp í La Liga sem það og gerði.BREAKING: Brazil and Real Madrid legend Ronaldo has purchased 51% of Real Valladolid. Full story: https://t.co/B936mZH4Dipic.twitter.com/NjkuP0e5kk — ESPN FC (@ESPNFC) September 3, 2018Skuldir Real Valladolid eru sagðar vera 25 milljónir evra. Ronaldo mun nú setjast í forsetastól Real Valladolid en Carlos Suarez verður í meira fulltrúahlutverki. Real Valladolid var mikið í fréttunum í síðustu viku þegar leikmenn Barcelona kvörtuðu yfir ástandinu á grasinu á leikvangi félagsins. Leikmenn Barca tóku þá upp heilu þökurnar. Ronaldo lék á sínum tíma 37 leiki með Barcelona í spænsku deildinni og 127 leiki með Real Madrid. Hann skoraði 34 deildarmörk fyrir Barca og 83 deildarmörk fyrir Real. Ronaldo var því alls með 117 mörk í aðeins 164 leikjum í spænsku deildinni. Ronaldo lék einnig með bæði Internazional og AC Milan og er sá eini sem hefur skorað fyrir bæði lið í Mílanó derby leiknum og El Clasico.
Spænski boltinn Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira