Taugalæknir segir tvöfalt heilbrigðiskerfi orðið á Íslandi Andri Eysteinsson skrifar 2. september 2018 22:22 Anna Björnsdóttir lauk sérfræðinámi í Parkinson sjúkdómnum og starfaði áður við Duke-háskólasjúkrahúsið. Anna og eiginmaður hennar Martin Ingi Sigurðsson, svæfinga og gjörgæslulæknir eru nú flutt til landsins. Mynd/Aðsend Velferðarráðuneytið hefur hafnað beiðni taugalæknis um endurgreiðslu ríkisins til sjúklinga hennar. Taugalæknirinn Anna Björnsdóttir hefur undanfarin ár starfað við Duke háskólasjúkrahúsið í Norður Karólínu og hefur hún búið þar ásamt fjölskyldu sinni. Nú hefur fjölskyldan flust búferlum til Íslands og hyggst Anna opna hér stofu. Velferðarráðuneytið hafnaði fyrr á árinu umsókn Önnu um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands. Sjúklingar greiða meira fyrir læknisþjónustu sérfræðilækna á stofum þegar ekki fæst aðild að rammasamningnum. Hafnað þrátt fyrir skort á taugalæknum RÚV greindi frá máli Önnu sem lauk sérfræðinámi í Parkinsons-sjúkdómnum í fyrra. Velferðarráðuneytið hafnaði umsókn hennar þrátt fyrir að skortur sé á taugalæknum á Íslandi. Í frétt RÚV kemur fram að í úttekt Landlæknis á aðgengi að göngudeildarþjónustu taugalækna sé bið eftir tíma hjá þeim fimm taugalæknum sem nú starfa sé vel yfir viðmiðunarmörkum. Í viðmiðum landlæknis er ásættanleg bið eftir skoðun hjá sérfræðingi sögð 30 dagar. Biðtími getur verið allt að hálfu ári hjá þeim læknum sem nú starfa. Anna segir í pistli á Facebook síðu sinni að hún eigi erfitt með að lýsa vonbrigðum sínum með niðurstöðu Sjúkratrygginga Íslands að styðja ekki við sjúklinga sem heimsóttu hana og sæktu um endurgreiðslu frá SÍ.Segir tvöfalt heilbrigðiskerfi orðið til á ÍslandiÍ samtali við RÚV segir Anna að á Íslandi sé því að verða til tvöfalt heilbrigðiskerfi þar sem efnameiri fá betri þjónustu en þeir sem hafa minna milli handanna.Samkvæmt áliti SÍ sé þetta brot á lögbundnum rétti Íslendinga og telur Anna að ríkið sé með þessu að brjóta á réttindum taugasjúklinga. Tengdar fréttir Eins og blaut tuska í andlit sjúklinga og samstarfsfélaga Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, gagnrýnir ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að hafna umsókn taugalæknisins Önnu Björnsdóttur um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands, SÍ. Enginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að samningnum síðan 1. janúar 2016. 5. júní 2018 16:30 Sakar ráðuneytið um vanhæfi og brot á rammasamningi Sjúkratrygginga Læknafélag Reykjavíkur segir að heilbrigðisráðuneytið hafi brotið rammasamning Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og félagsins með því að hafa í rúm tvö ár bannað SÍ að hleypa nýjum sérfræðilæknum inn á samninginn, burtséð frá því hvort skortur sé á læknum í viðkomandi sérgrein. 27. júní 2018 20:50 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Sjá meira
Velferðarráðuneytið hefur hafnað beiðni taugalæknis um endurgreiðslu ríkisins til sjúklinga hennar. Taugalæknirinn Anna Björnsdóttir hefur undanfarin ár starfað við Duke háskólasjúkrahúsið í Norður Karólínu og hefur hún búið þar ásamt fjölskyldu sinni. Nú hefur fjölskyldan flust búferlum til Íslands og hyggst Anna opna hér stofu. Velferðarráðuneytið hafnaði fyrr á árinu umsókn Önnu um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands. Sjúklingar greiða meira fyrir læknisþjónustu sérfræðilækna á stofum þegar ekki fæst aðild að rammasamningnum. Hafnað þrátt fyrir skort á taugalæknum RÚV greindi frá máli Önnu sem lauk sérfræðinámi í Parkinsons-sjúkdómnum í fyrra. Velferðarráðuneytið hafnaði umsókn hennar þrátt fyrir að skortur sé á taugalæknum á Íslandi. Í frétt RÚV kemur fram að í úttekt Landlæknis á aðgengi að göngudeildarþjónustu taugalækna sé bið eftir tíma hjá þeim fimm taugalæknum sem nú starfa sé vel yfir viðmiðunarmörkum. Í viðmiðum landlæknis er ásættanleg bið eftir skoðun hjá sérfræðingi sögð 30 dagar. Biðtími getur verið allt að hálfu ári hjá þeim læknum sem nú starfa. Anna segir í pistli á Facebook síðu sinni að hún eigi erfitt með að lýsa vonbrigðum sínum með niðurstöðu Sjúkratrygginga Íslands að styðja ekki við sjúklinga sem heimsóttu hana og sæktu um endurgreiðslu frá SÍ.Segir tvöfalt heilbrigðiskerfi orðið til á ÍslandiÍ samtali við RÚV segir Anna að á Íslandi sé því að verða til tvöfalt heilbrigðiskerfi þar sem efnameiri fá betri þjónustu en þeir sem hafa minna milli handanna.Samkvæmt áliti SÍ sé þetta brot á lögbundnum rétti Íslendinga og telur Anna að ríkið sé með þessu að brjóta á réttindum taugasjúklinga.
Tengdar fréttir Eins og blaut tuska í andlit sjúklinga og samstarfsfélaga Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, gagnrýnir ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að hafna umsókn taugalæknisins Önnu Björnsdóttur um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands, SÍ. Enginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að samningnum síðan 1. janúar 2016. 5. júní 2018 16:30 Sakar ráðuneytið um vanhæfi og brot á rammasamningi Sjúkratrygginga Læknafélag Reykjavíkur segir að heilbrigðisráðuneytið hafi brotið rammasamning Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og félagsins með því að hafa í rúm tvö ár bannað SÍ að hleypa nýjum sérfræðilæknum inn á samninginn, burtséð frá því hvort skortur sé á læknum í viðkomandi sérgrein. 27. júní 2018 20:50 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Sjá meira
Eins og blaut tuska í andlit sjúklinga og samstarfsfélaga Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, gagnrýnir ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að hafna umsókn taugalæknisins Önnu Björnsdóttur um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands, SÍ. Enginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að samningnum síðan 1. janúar 2016. 5. júní 2018 16:30
Sakar ráðuneytið um vanhæfi og brot á rammasamningi Sjúkratrygginga Læknafélag Reykjavíkur segir að heilbrigðisráðuneytið hafi brotið rammasamning Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og félagsins með því að hafa í rúm tvö ár bannað SÍ að hleypa nýjum sérfræðilæknum inn á samninginn, burtséð frá því hvort skortur sé á læknum í viðkomandi sérgrein. 27. júní 2018 20:50