Egg í sömu körfu Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 1. september 2018 09:00 Umrót eru í viðskiptalífinu svo ekki sé meira sagt. Stóru flugfélögin, Wow og Icelandair eru fyrirferðarmest. Hið fyrrnefnda náði mikilvægum fjármögnunaráfanga í vikunni og virðist, ef marka má orð stjórnenda, vera komið fyrir vind fram að fyrirhugaðri skráningu félagsins á næstu 18 til 24 mánuðum. Icelandair birti sína aðra afkomuviðvörun á réttum sex vikum. Í kjölfarið axlaði forstjórinn, Björgólfur Jóhannsson, ábyrgð á slælegu gengi og hætti störfum. Mikið hefur verið rætt um kerfislega áhættu sem af kunni að hljótast ef annað flugfélaganna, eða bæði, lenda í rekstrarvandræðum eða gjaldþroti. Ferðamannaiðnaðurinn er okkar stærsta útflutningsgrein. Vart þarf að fjölyrða um áhrifin ef verulegur hluti ferðamanna sem hingað ætla sér að koma komast ekki. Að þessu leyti eru flugfélögin tvö á sama báti. Bæði eru þau orðin kerfislega mikilvæg fyrir land og þjóð. Að öðru leyti eru þau gerólík. Wow er ungt fyrirtæki sem vaxið hefur gríðarlega undir stjórn forstjóra þess, og eina eiganda, Skúla Mogensen. Lengi hefur verið á allra vitorði að Skúli og Wow hafi spilað djarft. Það fylgir því einfaldlega að vera ungt fyrirtæki sem ætlar sér stóra hluti. Tímabundin lausafjárvandræði eru þekkt stærð á þeirri vegferð. Icelandair er rótgróið íslenskt stórfyrirtæki, upprunalega stofnað 1937, og að mörgu leyti samofið auknum samskiptum Íslands við umheiminn. Flugleiðir, eins og Icelandair hét lengi vel, er flaggskipsflugfélag, rétt eins og BA í Bretlandi eða SAS á Norðurlöndunum. Vandræði Icelandair rista einfaldlega dýpra í þjóðarsálinni. En kannski er það einmitt þessi staða Icelandair sem eins af krúnudjásnunum í íslensku viðskiptalífi sem er rót vandans. Félagið er nánast einvörðungu í eigu íslenskra lífeyrissjóða, og því á forræði fólks sem sýslar með annarra manna fé. Ýmislegt bendir til þess að skjólstæðingar lífeyrissjóðanna hafi látið áhrif og völd í stórfyrirtækinu afvegaleiða sig frá því meginhlutverki að fylgjast með rekstrinum og veita aðhald. Icelandair missti á meðan sjónar á rekstrarkostnaði, og fór í auknum mæli að fjárfesta í óskyldum rekstri. Hvers vegna, fyrst lífeyrissjóðirnir hafa slíka trú á flugrekstri, voru öll eggin sett í Icelandairkörfuna? Hefði ekki verið eðlilegt að dreifa áhættunni og fjárfesta samtímis í öðrum innlendum og erlendum flugfélögum? Hlutabréf í Icelandair hafa lækkað um 60% á einu ári, 80% yfir tveggja ára tímabil. Lífeyrisþegar hafa orðið fyrir gríðarlegu tjóni. Er ekki eðlilegt að forsvarsmenn lífeyrissjóðanna hugsi sinn gang – reyni að átta sig á hvernig koma megi í veg fyrir að slíkur verðmætabruni endurtaki sig? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Umrót eru í viðskiptalífinu svo ekki sé meira sagt. Stóru flugfélögin, Wow og Icelandair eru fyrirferðarmest. Hið fyrrnefnda náði mikilvægum fjármögnunaráfanga í vikunni og virðist, ef marka má orð stjórnenda, vera komið fyrir vind fram að fyrirhugaðri skráningu félagsins á næstu 18 til 24 mánuðum. Icelandair birti sína aðra afkomuviðvörun á réttum sex vikum. Í kjölfarið axlaði forstjórinn, Björgólfur Jóhannsson, ábyrgð á slælegu gengi og hætti störfum. Mikið hefur verið rætt um kerfislega áhættu sem af kunni að hljótast ef annað flugfélaganna, eða bæði, lenda í rekstrarvandræðum eða gjaldþroti. Ferðamannaiðnaðurinn er okkar stærsta útflutningsgrein. Vart þarf að fjölyrða um áhrifin ef verulegur hluti ferðamanna sem hingað ætla sér að koma komast ekki. Að þessu leyti eru flugfélögin tvö á sama báti. Bæði eru þau orðin kerfislega mikilvæg fyrir land og þjóð. Að öðru leyti eru þau gerólík. Wow er ungt fyrirtæki sem vaxið hefur gríðarlega undir stjórn forstjóra þess, og eina eiganda, Skúla Mogensen. Lengi hefur verið á allra vitorði að Skúli og Wow hafi spilað djarft. Það fylgir því einfaldlega að vera ungt fyrirtæki sem ætlar sér stóra hluti. Tímabundin lausafjárvandræði eru þekkt stærð á þeirri vegferð. Icelandair er rótgróið íslenskt stórfyrirtæki, upprunalega stofnað 1937, og að mörgu leyti samofið auknum samskiptum Íslands við umheiminn. Flugleiðir, eins og Icelandair hét lengi vel, er flaggskipsflugfélag, rétt eins og BA í Bretlandi eða SAS á Norðurlöndunum. Vandræði Icelandair rista einfaldlega dýpra í þjóðarsálinni. En kannski er það einmitt þessi staða Icelandair sem eins af krúnudjásnunum í íslensku viðskiptalífi sem er rót vandans. Félagið er nánast einvörðungu í eigu íslenskra lífeyrissjóða, og því á forræði fólks sem sýslar með annarra manna fé. Ýmislegt bendir til þess að skjólstæðingar lífeyrissjóðanna hafi látið áhrif og völd í stórfyrirtækinu afvegaleiða sig frá því meginhlutverki að fylgjast með rekstrinum og veita aðhald. Icelandair missti á meðan sjónar á rekstrarkostnaði, og fór í auknum mæli að fjárfesta í óskyldum rekstri. Hvers vegna, fyrst lífeyrissjóðirnir hafa slíka trú á flugrekstri, voru öll eggin sett í Icelandairkörfuna? Hefði ekki verið eðlilegt að dreifa áhættunni og fjárfesta samtímis í öðrum innlendum og erlendum flugfélögum? Hlutabréf í Icelandair hafa lækkað um 60% á einu ári, 80% yfir tveggja ára tímabil. Lífeyrisþegar hafa orðið fyrir gríðarlegu tjóni. Er ekki eðlilegt að forsvarsmenn lífeyrissjóðanna hugsi sinn gang – reyni að átta sig á hvernig koma megi í veg fyrir að slíkur verðmætabruni endurtaki sig?
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun