Einfalt með Evu: French toast, bláberja boozt og ítölsk eggjabaka Stefán Árni Pálsson skrifar 19. september 2018 20:45 Eva fer í gegnum auðvelda en góða rétti í þáttunum Einfalt með Evu. Einfalt með Evu fór í loftið á Stöð 2 á dögunum en í þáttunum matreiðir Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir frábæra en á sama tíma einfalda rétti. Hver réttur á ekki að taka lengri tíma en 15 mínútur. Uppskriftirnar verða ávallt aðgengilegar hér á Vísi. Hér að neðan má sjá uppskriftir úr þætti kvöldsins. French Toast 4 stórar brauðsneiðar 4 egg 2 dl rjómi 2 msk. appelsínusafi Rifinn appelsínubörkur, um það bil matskeið ½ tsk kanill 1 tsk. Vanilludropar Fersk jarðarber Aðferð: Skerið brauðið niður í þykkar sneiðar. Pískið egg og rjóma léttilega saman. Bætið appelsínusafa, kanil, vanillu og og hrærið vel. Hellið blöndunni yfir brauðsneiðarnar og snúið þeim einu sinni við. Leyfið brauðinu að liggja í eggjablöndunni í 2 – 3 mínútur. Hitið smjör á pönnu og steikið á hvorri hlið í nokkrar mínútur eða þar til eggin eru elduð. Gætið þess að hafa ekki of háan hita á pönnunni. Berið brauðið fram með ferskum jarðarberjum og hlynsírópi. Njótið vel! French Toast að hætti Evu Laufeyjar. Bláberja boozt 200 g Bláberjaskyr 2 dl frosin bláber Einn banani Klakar Möndlumjólk, magn eftir smekk Aðferð: 1. Setjið öll hráefnin í blandarann í smá stund eða þar til drykkurinn er silkimjúkur. 2. Hellið drykknum í glas og njótið. Bláberja boozt alltaf gott. Ítölsk eggjakaka bökuð í ofni Bökuð á pönnu sem má fara inn í ofn, stærðin á pönnunni er 26cm 1 msk ólífuolía 5 sneiðar pancetta eða beikon 1 dl blaðlaukur 2 hvítlauksrif 2 meðalstórar bökunarkartöflur, smátt skornar 1 dl sólþurrkaðir tómatar 8 egg 200 ml sýrður rjómi Salt og pipar 150 g klettasalat 10 – 12 kirsuberjatómatar Nýrifinn parmesanostur, magn eftir smekk Aðferð: Forhitið ofninn í 180°C. Hitið olíu á pönnu, skerið blaðlauk og hvítlauk smátt og steikið. Skerið pancettu í litla bita og bætið út á pönnuna þar til hún er orðin stökk, því næst fara smátt saxaðar sólþurrkaðir tómatar og smátt skornar kartöflur. Steikið þar til kartöflurnar eru orðnar gullinbrúnar. Pískið egg og sýrðan rjóma saman, kryddið með salti og pipar. Hellið eggjablöndunni yfir og steikið á lágum hita í 4 – 5 mínútur eða þar til eggjakakan er að verða stíf og flott. Rífið parmesan yfir áður en þið setjið eggjakökuna inn í ofn við 180°C í 30 – 35 mínútur eða þar til eggjakakan er orðin stíf í gegn og gullinbrún. Berið eggjakökuna fram með fersku klettasalati, smátt skornum kirsuberjatómötum og nýrifnum parmesan. Ítölsk eggjabaka. Boozt Dögurður Eggjakaka Eva Laufey Kökur og tertur Morgunmatur Uppskriftir Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Einfalt með Evu fór í loftið á Stöð 2 á dögunum en í þáttunum matreiðir Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir frábæra en á sama tíma einfalda rétti. Hver réttur á ekki að taka lengri tíma en 15 mínútur. Uppskriftirnar verða ávallt aðgengilegar hér á Vísi. Hér að neðan má sjá uppskriftir úr þætti kvöldsins. French Toast 4 stórar brauðsneiðar 4 egg 2 dl rjómi 2 msk. appelsínusafi Rifinn appelsínubörkur, um það bil matskeið ½ tsk kanill 1 tsk. Vanilludropar Fersk jarðarber Aðferð: Skerið brauðið niður í þykkar sneiðar. Pískið egg og rjóma léttilega saman. Bætið appelsínusafa, kanil, vanillu og og hrærið vel. Hellið blöndunni yfir brauðsneiðarnar og snúið þeim einu sinni við. Leyfið brauðinu að liggja í eggjablöndunni í 2 – 3 mínútur. Hitið smjör á pönnu og steikið á hvorri hlið í nokkrar mínútur eða þar til eggin eru elduð. Gætið þess að hafa ekki of háan hita á pönnunni. Berið brauðið fram með ferskum jarðarberjum og hlynsírópi. Njótið vel! French Toast að hætti Evu Laufeyjar. Bláberja boozt 200 g Bláberjaskyr 2 dl frosin bláber Einn banani Klakar Möndlumjólk, magn eftir smekk Aðferð: 1. Setjið öll hráefnin í blandarann í smá stund eða þar til drykkurinn er silkimjúkur. 2. Hellið drykknum í glas og njótið. Bláberja boozt alltaf gott. Ítölsk eggjakaka bökuð í ofni Bökuð á pönnu sem má fara inn í ofn, stærðin á pönnunni er 26cm 1 msk ólífuolía 5 sneiðar pancetta eða beikon 1 dl blaðlaukur 2 hvítlauksrif 2 meðalstórar bökunarkartöflur, smátt skornar 1 dl sólþurrkaðir tómatar 8 egg 200 ml sýrður rjómi Salt og pipar 150 g klettasalat 10 – 12 kirsuberjatómatar Nýrifinn parmesanostur, magn eftir smekk Aðferð: Forhitið ofninn í 180°C. Hitið olíu á pönnu, skerið blaðlauk og hvítlauk smátt og steikið. Skerið pancettu í litla bita og bætið út á pönnuna þar til hún er orðin stökk, því næst fara smátt saxaðar sólþurrkaðir tómatar og smátt skornar kartöflur. Steikið þar til kartöflurnar eru orðnar gullinbrúnar. Pískið egg og sýrðan rjóma saman, kryddið með salti og pipar. Hellið eggjablöndunni yfir og steikið á lágum hita í 4 – 5 mínútur eða þar til eggjakakan er að verða stíf og flott. Rífið parmesan yfir áður en þið setjið eggjakökuna inn í ofn við 180°C í 30 – 35 mínútur eða þar til eggjakakan er orðin stíf í gegn og gullinbrún. Berið eggjakökuna fram með fersku klettasalati, smátt skornum kirsuberjatómötum og nýrifnum parmesan. Ítölsk eggjabaka.
Boozt Dögurður Eggjakaka Eva Laufey Kökur og tertur Morgunmatur Uppskriftir Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira