„Það sem WOW er að gera er ekki neitt óvenjulegt“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. september 2018 19:15 Líkt og fram hefur komið tókst WOW air í dag að verða sér út um 7,7 milljarða króna til að styrkja rekstur félagins með skuldabréfaútboði. Bæði innlendir og erlendir fjárfestar tóku þátt í útboðinu en til stendur að skrá félagið á hlutabréfamarkað á næstu tólf til átján mánuðum. Af heildarstærð skuldabréfaflokksins, sem nemur 60 milljónum evra, hafa 50 milljónir þegar verið seldar og 10 milljónir evra verða seldar fjárfestum í framhaldi af útboðinu. Forsvarsmenn WOW air vildu ekki veita viðtal í dag en í tilkynningu frá félaginu er haft eftir Skúla Mogensen, forstjóra og stofnanda WOW air, að niðurstaðan sé félaginu mikil hvatning til að halda áfram góðu starfi og til efla enn frekar alþjóðlegt flug og ferðaþjónustu hér á landi. Þá þakkar hann öllum þeim sem tóku þátt í útboðinu. Eðlilegt skref Sveinn Þórarinsson, sem stýrir hlutabréfagreiningum hjá Hagfræðideild Landsbankans, segir ekkert óvenjulegt við að WOW air hafi farið þessa leið. „Ef maður horfir bara á almennt, fyrirtæki sem eru að vaxa, þá er í rauninni það sem WOW er að gera er ekki neitt óvenjulegt. Það var auðvitað ljóst á einhverjum tímapunkti að WOW myndi þurfa að sækja sér fjármögnun, það er bara eðlilegur hluti af því að vera, hvort sem þú vilt kalla það startup eða lítið fyrirtæki sem er núna orðið stórt. Þannig að í rauninni þessi skref sem að félagið er að taka eru þekkt og ósköp venjuleg,“ segir Sveinn. Burt séð frá rekstrarhorfum íslensku flugfélaganna tveggja sé þó nokkuð ljóst að flugfargjöld komi til með að hækka. „Það er í rauninni tvennt sem togast á, það er annars vegar bara olíuverðshækkanir, þú þarft ekkert að vera snillingur til þess að sjá það að þau þurfa aðeins að hækka. Hversu mikið er svo annað mál og hvaða áhrif það hefur á eftirspurnina er svo annar handleggur,“ segir Sveinn. Á hlutabréfamarkað eftir 12-18 mánuði Það er Pareto Securities hefur umsjón með skuldabréfaútboðinu fyrir hönd WOW air ásamt Arctica Finance. Bréfin verða gefin út með rafrænum hætti í Værdipapirsentralen ASA í Noregi og verða í framhaldinu skráð í Nasdaq kauphöllinni í Stokkhólmi. Bréfin verða gefin út til þriggja ára og eru tryggð með veði í öllum hlutabréfum í WOW Air og dótturfélögum þess. Nafnverð hvers bréfs nemur 100.000 evrum, jafnvirði 13 milljóna króna. Þá hefur félagið ráðið Arion banka og Arctica Finance til að hefja undirbúning að skráningu hlutabréfa félagsins innan 12-18 mánaða, bæði hér á landi og erlendis. WOW Air Tengdar fréttir WOW lauk 60 milljóna evra fjármögnun Skuldabréfaútboði WOW air lauk í dag, 18. september. Stærð skuldabréfaflokksins nemur 60 milljónum evra, þar af 50 milljónir evra sem þegar hafa verið seldar og 10 milljónir evra sem verða seldar fjárfestum í framhaldi af útboðinu. 18. september 2018 15:21 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Líkt og fram hefur komið tókst WOW air í dag að verða sér út um 7,7 milljarða króna til að styrkja rekstur félagins með skuldabréfaútboði. Bæði innlendir og erlendir fjárfestar tóku þátt í útboðinu en til stendur að skrá félagið á hlutabréfamarkað á næstu tólf til átján mánuðum. Af heildarstærð skuldabréfaflokksins, sem nemur 60 milljónum evra, hafa 50 milljónir þegar verið seldar og 10 milljónir evra verða seldar fjárfestum í framhaldi af útboðinu. Forsvarsmenn WOW air vildu ekki veita viðtal í dag en í tilkynningu frá félaginu er haft eftir Skúla Mogensen, forstjóra og stofnanda WOW air, að niðurstaðan sé félaginu mikil hvatning til að halda áfram góðu starfi og til efla enn frekar alþjóðlegt flug og ferðaþjónustu hér á landi. Þá þakkar hann öllum þeim sem tóku þátt í útboðinu. Eðlilegt skref Sveinn Þórarinsson, sem stýrir hlutabréfagreiningum hjá Hagfræðideild Landsbankans, segir ekkert óvenjulegt við að WOW air hafi farið þessa leið. „Ef maður horfir bara á almennt, fyrirtæki sem eru að vaxa, þá er í rauninni það sem WOW er að gera er ekki neitt óvenjulegt. Það var auðvitað ljóst á einhverjum tímapunkti að WOW myndi þurfa að sækja sér fjármögnun, það er bara eðlilegur hluti af því að vera, hvort sem þú vilt kalla það startup eða lítið fyrirtæki sem er núna orðið stórt. Þannig að í rauninni þessi skref sem að félagið er að taka eru þekkt og ósköp venjuleg,“ segir Sveinn. Burt séð frá rekstrarhorfum íslensku flugfélaganna tveggja sé þó nokkuð ljóst að flugfargjöld komi til með að hækka. „Það er í rauninni tvennt sem togast á, það er annars vegar bara olíuverðshækkanir, þú þarft ekkert að vera snillingur til þess að sjá það að þau þurfa aðeins að hækka. Hversu mikið er svo annað mál og hvaða áhrif það hefur á eftirspurnina er svo annar handleggur,“ segir Sveinn. Á hlutabréfamarkað eftir 12-18 mánuði Það er Pareto Securities hefur umsjón með skuldabréfaútboðinu fyrir hönd WOW air ásamt Arctica Finance. Bréfin verða gefin út með rafrænum hætti í Værdipapirsentralen ASA í Noregi og verða í framhaldinu skráð í Nasdaq kauphöllinni í Stokkhólmi. Bréfin verða gefin út til þriggja ára og eru tryggð með veði í öllum hlutabréfum í WOW Air og dótturfélögum þess. Nafnverð hvers bréfs nemur 100.000 evrum, jafnvirði 13 milljóna króna. Þá hefur félagið ráðið Arion banka og Arctica Finance til að hefja undirbúning að skráningu hlutabréfa félagsins innan 12-18 mánaða, bæði hér á landi og erlendis.
WOW Air Tengdar fréttir WOW lauk 60 milljóna evra fjármögnun Skuldabréfaútboði WOW air lauk í dag, 18. september. Stærð skuldabréfaflokksins nemur 60 milljónum evra, þar af 50 milljónir evra sem þegar hafa verið seldar og 10 milljónir evra sem verða seldar fjárfestum í framhaldi af útboðinu. 18. september 2018 15:21 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
WOW lauk 60 milljóna evra fjármögnun Skuldabréfaútboði WOW air lauk í dag, 18. september. Stærð skuldabréfaflokksins nemur 60 milljónum evra, þar af 50 milljónir evra sem þegar hafa verið seldar og 10 milljónir evra sem verða seldar fjárfestum í framhaldi af útboðinu. 18. september 2018 15:21