Meistaradeildin hefst í kvöld með nýjum leiktímum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. september 2018 12:30 Sergio Ramos togar niður Mohamed Salah í úrslitaleiknum síðasta vor. Vísir/Getty Meistaradeildartímabilið hefst fyrir alvöru í kvöld þegar riðlakeppnin fer af stað með átta leikjum. Þeir munu hins vegar ekki fara fram á sama tíma eins og síðustu ár. Á því hefur orðið breyting. Leikirnir hafa undanfarin ár farið allir fram klukkan 18.45 (19.45 á vetrartíma) en UEFA ákvað að breyta því að skipta leikjum hvers dags upp í tvo hópa. Undantekningin undanfarin ár hafa verið leikir í Rússlandi, vegna tímamismunar, en núna geta aðdáendur Meistaradeildarinnar alltaf gengið að tveimur leikjum í þráðbeinni á bæði þriðjudegi og miðvikudegi.There's a big Champions League change that might have slipped under your radar.https://t.co/QmBAduMZNspic.twitter.com/CMGwG8JBgo — BBC Sport (@BBCSport) September 18, 2018Tveir leikir munu hefjast klukkan 16.55 á hverjum degi og restin af leikjunum verða síðan flautaðir á klukkan 19.00 að íslenskum tíma. Í kvöld verða leikir Internazionale-Tottenham og Barcelona-PSV klukkan 16.55 en hinir sex leikir dagsins hefjast klukkan 19.00. Stöð 2 Sport sýnir beint báða leikina í fyrri bálknum en í þeim seinni verða sýndir beint leikir Liverpool-PSG, Mónakó-Atletico Madrid og Club Brugge-Dortmund. Fimm leikir verða því í beinni á sportstöðvunum í kvöld. Manchester United er eina enska liðið sem mun aldrei spila snemma á deginum en tveir útileikir Tottenham (á móti Inter Milan og PSV Eindhoven) og einn útileikur hjá Manchester City (Hoffenheim) og Liverpool (Rauða stjarnan) verða spilaðir klukkan 17.00 (18.00 þegar breytt verður í vetrartíma). Manchester City, Manchester United, Liverpool og Tottenham spila aftur á móti alla heimaleiki í seinni bálknum, það er klukkan 19.00 eða 20.00 þegar vetrartíminn verður tekinn upp eftir 28. október. BBC tók saman hvaða leikir fara fram í fyrri bálknum á hverjum leikdegi Meistaradeildarinnar og má sjá þá hér fyrir neðan.Leikir í Meistaradeildinni sem fara fram klukkan 17.00 (klukkan 18.00 eftir 28. október)Fyrsta umferðÞriðjudagur 18. september B-riðill: Barcelona v PSV Eindhoven, Inter Milan v Tottenham HotspurMiðvikudagur 19. september E-riðill: Ajax v AEK Athens F-riðill: Shakhtar Donetsk v HoffenheimÖnnur umferðÞriðjudagur 2. október F-riðill: Hoffenheim v Manchester City H-riðill: Juventus v Young BoysMiðvikudagur 3. október C-riðill: Paris St-Germain v Red Star Belgrade D-riðill: Lokomotiv Moscow v SchalkeÞriðja umferðÞriðjudagur 23. október E-riðill: AEK Athens v Bayern Munich H-riðill: Young Boys v ValenciaMiðvikudagur 24. október A-riðill: Club Brugge v Monaco B-riðill: PSV Eindhoven v Tottenham HotspurFjórða umferðÞriðjudagur 6. nóvember A-riðill: Monaco v Club Brugge C-riðill: Red Star Belgrade v LiverpoolMiðvikudagur 7. nóvember G-riðill: CSKA Moscow v Roma H-riðill: Valencia v Young BoysFimmta umferðÞriðjudagur 27. nóvember E-riðill: AEK Athens v Ajax G-riðill: CSKA Moscow v Viktoria PlzenMiðvikudagur 28. nóvember A-riðill: Atletico Madrid v Monaco D-riðill: Lokomotiv Moscow v GalatasaraySjötta umferðÞriðjudagur 11. desember D-riðill: Galatasaray v Porto, Schalke v Lokomotiv MoscowMiðvikudagur 12. desember G-riðill: Real Madrid v CSKA Moscow, Viktoria Plzen v Roma Meistaradeild Evrópu Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira
Meistaradeildartímabilið hefst fyrir alvöru í kvöld þegar riðlakeppnin fer af stað með átta leikjum. Þeir munu hins vegar ekki fara fram á sama tíma eins og síðustu ár. Á því hefur orðið breyting. Leikirnir hafa undanfarin ár farið allir fram klukkan 18.45 (19.45 á vetrartíma) en UEFA ákvað að breyta því að skipta leikjum hvers dags upp í tvo hópa. Undantekningin undanfarin ár hafa verið leikir í Rússlandi, vegna tímamismunar, en núna geta aðdáendur Meistaradeildarinnar alltaf gengið að tveimur leikjum í þráðbeinni á bæði þriðjudegi og miðvikudegi.There's a big Champions League change that might have slipped under your radar.https://t.co/QmBAduMZNspic.twitter.com/CMGwG8JBgo — BBC Sport (@BBCSport) September 18, 2018Tveir leikir munu hefjast klukkan 16.55 á hverjum degi og restin af leikjunum verða síðan flautaðir á klukkan 19.00 að íslenskum tíma. Í kvöld verða leikir Internazionale-Tottenham og Barcelona-PSV klukkan 16.55 en hinir sex leikir dagsins hefjast klukkan 19.00. Stöð 2 Sport sýnir beint báða leikina í fyrri bálknum en í þeim seinni verða sýndir beint leikir Liverpool-PSG, Mónakó-Atletico Madrid og Club Brugge-Dortmund. Fimm leikir verða því í beinni á sportstöðvunum í kvöld. Manchester United er eina enska liðið sem mun aldrei spila snemma á deginum en tveir útileikir Tottenham (á móti Inter Milan og PSV Eindhoven) og einn útileikur hjá Manchester City (Hoffenheim) og Liverpool (Rauða stjarnan) verða spilaðir klukkan 17.00 (18.00 þegar breytt verður í vetrartíma). Manchester City, Manchester United, Liverpool og Tottenham spila aftur á móti alla heimaleiki í seinni bálknum, það er klukkan 19.00 eða 20.00 þegar vetrartíminn verður tekinn upp eftir 28. október. BBC tók saman hvaða leikir fara fram í fyrri bálknum á hverjum leikdegi Meistaradeildarinnar og má sjá þá hér fyrir neðan.Leikir í Meistaradeildinni sem fara fram klukkan 17.00 (klukkan 18.00 eftir 28. október)Fyrsta umferðÞriðjudagur 18. september B-riðill: Barcelona v PSV Eindhoven, Inter Milan v Tottenham HotspurMiðvikudagur 19. september E-riðill: Ajax v AEK Athens F-riðill: Shakhtar Donetsk v HoffenheimÖnnur umferðÞriðjudagur 2. október F-riðill: Hoffenheim v Manchester City H-riðill: Juventus v Young BoysMiðvikudagur 3. október C-riðill: Paris St-Germain v Red Star Belgrade D-riðill: Lokomotiv Moscow v SchalkeÞriðja umferðÞriðjudagur 23. október E-riðill: AEK Athens v Bayern Munich H-riðill: Young Boys v ValenciaMiðvikudagur 24. október A-riðill: Club Brugge v Monaco B-riðill: PSV Eindhoven v Tottenham HotspurFjórða umferðÞriðjudagur 6. nóvember A-riðill: Monaco v Club Brugge C-riðill: Red Star Belgrade v LiverpoolMiðvikudagur 7. nóvember G-riðill: CSKA Moscow v Roma H-riðill: Valencia v Young BoysFimmta umferðÞriðjudagur 27. nóvember E-riðill: AEK Athens v Ajax G-riðill: CSKA Moscow v Viktoria PlzenMiðvikudagur 28. nóvember A-riðill: Atletico Madrid v Monaco D-riðill: Lokomotiv Moscow v GalatasaraySjötta umferðÞriðjudagur 11. desember D-riðill: Galatasaray v Porto, Schalke v Lokomotiv MoscowMiðvikudagur 12. desember G-riðill: Real Madrid v CSKA Moscow, Viktoria Plzen v Roma
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira