Úttekt gerð á vinnustaðamenningu OR: Borgarfulltrúi segist hafa upplýsingar um fleiri atvik Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 17. september 2018 20:25 Brynhildur Davíðsdóttir, formaður stjórnar OR. fréttablaðið/eyþór Ósk forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur um að stíga tímabundið til hliðar verður tekin fyrir á fundi stjórnar fyrirtækisins sem haldinn verður eins fljótt og auðið er. Þetta segir Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður OR, í tilkynningu til fjölmiðla. Þar segir hún ósk forstjóra hafa borist henni fyrr í kvöld. Brynhildur segir jafnframt að þegar hafi verið óskað eftir því við Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar að gerð verði úttekt á vinnustaðarmenningu og tilteknum starfsmannamálum hjá fyrirtækinu. Segir Brynhildur undirbúning þeirrar úttektar þegar hafinn. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, sagðist hafa óskað eftir því að víkja tímabundið á meðan þau mál sem komið hafa upp hjá fyrirtækinu verða skoðuð og úttekt gerð á vinnustaðamenningu fyrirtækisins. Bjarna Má Júlíussyni, forstjóra Orku náttúrunnar, var sagt upp störfum í síðustu viku vegna óeðlilegrar hegðunar í garð starfsfólks fyrirtækisins.Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.Vísir/StefánMálið fór af stað vegna uppsagnar Málið má rekja til uppsagnar Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, sem var forstöðumaður einstaklingsmarkaðar hjá Orku náttúru. Einar Bárðarson, eiginmaður hennar, sagði frá því að hann hefði átt fund með forstjóra stórfyrirtækis og greint honum frá óviðeigandi og dónalegri framgöngu framkvæmdastjóra hans. Einar sagði að forstjórinn, sem seinna kom í ljós að var Bjarni Bjarnason forstjóri OR hafi gefið lítið fyrir þetta. En, Bjarni kallaði engu að síður saman stjórn ON, en ON er dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur og í kjölfarið var framkvæmdastjórinn, Bjarni Már Júlíusson rekinn. Bjarni Bjarnason sagði í samtali við Vísi í síðustu viku að hann hefði ekki haft sömu upplifun af fundinum og Einar. Bjarni sagðist hafa litið málið mjög alvarlegum augum og að hann hefði ekki vitað af þessum málum sem vörðuðu framkvæmdastjóra ON. Áslaug fullyrti í dag að forstjórinn hefði verið fullmeðvitaður um þessi mál og lýsti yfir furðu sinni að hann hefði notið stuðnings stjórnarformanns OR. Hættu við tímabundna ráðningu vegna ásakanaÍ kvöld var greint frá því að Þórður Ásmundsson hefði ekki tekið við framkvæmdastjórastöðu ON vegna ásakana um kynferðisbrot. Stjórnendur Orkuveitunnar fengu upplýsingar um ásakanirnar á föstudag og var ákveðið að senda Þórð í leyfi. Greint var frá því kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins að þessar ásakanir tengdust ekki störfum Þórðar hjá ON og hefðu komið fram áður en hann hóf störf hjá fyrirtækinu. Berglind Rán Ólafsdóttir, forstöðumaður fyrirtækjamarkaða Orku náttúrunnar, hefur tekið tímabundið við starfi framkvæmdastjóra ON.Borgarfulltrúi hefur fengið upplýsingar um fleiri atvik Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sem situr í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur, sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í kvöld að hún hefði fengið upplýsingar um fleiri atvik þar sem óviðeigandi hegðun var lýst. „Mér eru að berast ýmsar upplýsingar, ekkert sem ég get tilgreint nákvæmlega á þessu stigi málsins, en það gefur tilefni til að kortleggja aðeins betur stöðuna,“ sagði Hildur. Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Segir forstjóra OR meðvitað styðja ruddalega framkomu gagnvart konum Áslaug Thelma lýsir yfir miklum vonbrigðum með Bjarna Bjarnason forstjóra OR. 17. september 2018 11:21 Bjarni rekinn frá ON eftir "óviðeigandi hegðun“ Bjarna Má Júlíussyni hefur verið vikið úr starfi framkvæmdastjóra Orku Náttúrunnar eftir óviðeigandi hegðun í garð starfsmanna. 13. september 2018 15:04 Forstjóri Orkuveitunnar upplifði fundinn ekki eins og Einar Segist hafa tekið orð Einars um óeðlilega hegðun mjög alvarlega. 13. september 2018 15:40 Forstjóri OR stígur tímabundið til hliðar Bjarni segir í tilkynningunni að hann hafi óskað eftir því á meðan þau mál sem komið hafa upp verða skoðuð og úttekt gerð á vinnustaðamenningu fyrirtækisins. 17. september 2018 18:39 Tók ekki við framkvæmdastjórastöðu ON vegna ásakana um kynferðisbrot Þórður Ásmundsson hefur verið sendur í leyfi frá störfum. 17. september 2018 19:16 Segir uppsögnina hjá ON algerlega tilhæfulausa Áslaug Thelma fer ítarlega yfir uppsögnina hjá ON. 17. september 2018 09:51 Berglind tekur við af Bjarna í stað Þórðar Áður hafði verið tilkynnt um að Þórður Ásmundsson, forstöðumaður tækniþróunar, tæki við stöðunni. 17. september 2018 12:23 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Ósk forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur um að stíga tímabundið til hliðar verður tekin fyrir á fundi stjórnar fyrirtækisins sem haldinn verður eins fljótt og auðið er. Þetta segir Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður OR, í tilkynningu til fjölmiðla. Þar segir hún ósk forstjóra hafa borist henni fyrr í kvöld. Brynhildur segir jafnframt að þegar hafi verið óskað eftir því við Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar að gerð verði úttekt á vinnustaðarmenningu og tilteknum starfsmannamálum hjá fyrirtækinu. Segir Brynhildur undirbúning þeirrar úttektar þegar hafinn. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, sagðist hafa óskað eftir því að víkja tímabundið á meðan þau mál sem komið hafa upp hjá fyrirtækinu verða skoðuð og úttekt gerð á vinnustaðamenningu fyrirtækisins. Bjarna Má Júlíussyni, forstjóra Orku náttúrunnar, var sagt upp störfum í síðustu viku vegna óeðlilegrar hegðunar í garð starfsfólks fyrirtækisins.Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.Vísir/StefánMálið fór af stað vegna uppsagnar Málið má rekja til uppsagnar Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, sem var forstöðumaður einstaklingsmarkaðar hjá Orku náttúru. Einar Bárðarson, eiginmaður hennar, sagði frá því að hann hefði átt fund með forstjóra stórfyrirtækis og greint honum frá óviðeigandi og dónalegri framgöngu framkvæmdastjóra hans. Einar sagði að forstjórinn, sem seinna kom í ljós að var Bjarni Bjarnason forstjóri OR hafi gefið lítið fyrir þetta. En, Bjarni kallaði engu að síður saman stjórn ON, en ON er dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur og í kjölfarið var framkvæmdastjórinn, Bjarni Már Júlíusson rekinn. Bjarni Bjarnason sagði í samtali við Vísi í síðustu viku að hann hefði ekki haft sömu upplifun af fundinum og Einar. Bjarni sagðist hafa litið málið mjög alvarlegum augum og að hann hefði ekki vitað af þessum málum sem vörðuðu framkvæmdastjóra ON. Áslaug fullyrti í dag að forstjórinn hefði verið fullmeðvitaður um þessi mál og lýsti yfir furðu sinni að hann hefði notið stuðnings stjórnarformanns OR. Hættu við tímabundna ráðningu vegna ásakanaÍ kvöld var greint frá því að Þórður Ásmundsson hefði ekki tekið við framkvæmdastjórastöðu ON vegna ásakana um kynferðisbrot. Stjórnendur Orkuveitunnar fengu upplýsingar um ásakanirnar á föstudag og var ákveðið að senda Þórð í leyfi. Greint var frá því kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins að þessar ásakanir tengdust ekki störfum Þórðar hjá ON og hefðu komið fram áður en hann hóf störf hjá fyrirtækinu. Berglind Rán Ólafsdóttir, forstöðumaður fyrirtækjamarkaða Orku náttúrunnar, hefur tekið tímabundið við starfi framkvæmdastjóra ON.Borgarfulltrúi hefur fengið upplýsingar um fleiri atvik Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sem situr í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur, sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í kvöld að hún hefði fengið upplýsingar um fleiri atvik þar sem óviðeigandi hegðun var lýst. „Mér eru að berast ýmsar upplýsingar, ekkert sem ég get tilgreint nákvæmlega á þessu stigi málsins, en það gefur tilefni til að kortleggja aðeins betur stöðuna,“ sagði Hildur.
Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Segir forstjóra OR meðvitað styðja ruddalega framkomu gagnvart konum Áslaug Thelma lýsir yfir miklum vonbrigðum með Bjarna Bjarnason forstjóra OR. 17. september 2018 11:21 Bjarni rekinn frá ON eftir "óviðeigandi hegðun“ Bjarna Má Júlíussyni hefur verið vikið úr starfi framkvæmdastjóra Orku Náttúrunnar eftir óviðeigandi hegðun í garð starfsmanna. 13. september 2018 15:04 Forstjóri Orkuveitunnar upplifði fundinn ekki eins og Einar Segist hafa tekið orð Einars um óeðlilega hegðun mjög alvarlega. 13. september 2018 15:40 Forstjóri OR stígur tímabundið til hliðar Bjarni segir í tilkynningunni að hann hafi óskað eftir því á meðan þau mál sem komið hafa upp verða skoðuð og úttekt gerð á vinnustaðamenningu fyrirtækisins. 17. september 2018 18:39 Tók ekki við framkvæmdastjórastöðu ON vegna ásakana um kynferðisbrot Þórður Ásmundsson hefur verið sendur í leyfi frá störfum. 17. september 2018 19:16 Segir uppsögnina hjá ON algerlega tilhæfulausa Áslaug Thelma fer ítarlega yfir uppsögnina hjá ON. 17. september 2018 09:51 Berglind tekur við af Bjarna í stað Þórðar Áður hafði verið tilkynnt um að Þórður Ásmundsson, forstöðumaður tækniþróunar, tæki við stöðunni. 17. september 2018 12:23 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Segir forstjóra OR meðvitað styðja ruddalega framkomu gagnvart konum Áslaug Thelma lýsir yfir miklum vonbrigðum með Bjarna Bjarnason forstjóra OR. 17. september 2018 11:21
Bjarni rekinn frá ON eftir "óviðeigandi hegðun“ Bjarna Má Júlíussyni hefur verið vikið úr starfi framkvæmdastjóra Orku Náttúrunnar eftir óviðeigandi hegðun í garð starfsmanna. 13. september 2018 15:04
Forstjóri Orkuveitunnar upplifði fundinn ekki eins og Einar Segist hafa tekið orð Einars um óeðlilega hegðun mjög alvarlega. 13. september 2018 15:40
Forstjóri OR stígur tímabundið til hliðar Bjarni segir í tilkynningunni að hann hafi óskað eftir því á meðan þau mál sem komið hafa upp verða skoðuð og úttekt gerð á vinnustaðamenningu fyrirtækisins. 17. september 2018 18:39
Tók ekki við framkvæmdastjórastöðu ON vegna ásakana um kynferðisbrot Þórður Ásmundsson hefur verið sendur í leyfi frá störfum. 17. september 2018 19:16
Segir uppsögnina hjá ON algerlega tilhæfulausa Áslaug Thelma fer ítarlega yfir uppsögnina hjá ON. 17. september 2018 09:51
Berglind tekur við af Bjarna í stað Þórðar Áður hafði verið tilkynnt um að Þórður Ásmundsson, forstöðumaður tækniþróunar, tæki við stöðunni. 17. september 2018 12:23