Gefur McGowan sólarhring til að biðjast afsökunar á „hryllilegum lygum“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. september 2018 15:29 Leikkonurnar Asia Argento og Rose McGowan. Vísir/getty Ítalska leikkonan Asia Argento hefur krafið bandarísku starfssystur sína og fyrrverandi vinkonu, Rose McGowan, um að draga til baka yfirlýsingu sem sú síðarnefnda sendi frá sér í kjölfar þess að leikarinn Jimmy Bennett sakaði Argento um kynferðisofbeldi. Argento setur fram kröfur sínar í færslu sem hún birti á Twitter-reikningi sínum í dag. Hún biður McGowan um að bæði draga til baka og biðjast afsökunar á „hryllilegum lygum“ sem hafi verið að finna í yfirlýsingunni. „Ef þú svarar ekki fyrir þetta níð mun ég ekki eiga þess annarra kosta völ en að grípa til málsóknar,“ skrifar Argento og beinir orðum sínum þar til McGowan. McGowan hefur ekki svarað Argento þegar þetta er ritað. Dear @RoseMcGowan. It is with genuine regret that I am giving you 24 hours to retract and apologise for the horrendous lies made against me in your statement of August 27th. If you fail to address this libel I will have no option other than to take immediate legal action.— Asia Argento (@AsiaArgento) September 17, 2018 Argento viðurkenndi í ágúst að hafa greitt leikaranum Jimmy Bennett 41 milljón íslenskra króna fyrir að þegja um meint kynferðisbrot sem hún á að hafa framið gegn honum á hótelherbergi í Kaliforníu árið 2013. Bennett var sautján ára þegar meint brot voru framin en samræðisaldur í Kaliforníu er átján ár. Sjá einnig: Sjálfa uppi í rúmi, óstaðfest smáskilaboð og greiðsla frá Anthony Bourdain McGowan sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu en þær Argento urðu nánar vinkonur í starfi sínu sem tveir af helstu forkólfum #MeToo-hreyfingarinnar. Í yfirlýsingunni biðlaði McGowan til Argento að „breyta rétt“ og vera sanngjörn í máli Bennett. Þá kom einnig fram í yfirlýsingunni að Argento hafi sagt McGowan og kærustu hennar, fyrirsætunni Rain Dove, frá málinu er þær dvöldu saman í Berlín skömmu eftir andlát Anthony Bourdain, kærasta Argento. Þá greindi McGowan einnig frá því að SMS-skilaboð, sem Argento sendi ónefndum vini sínum vegna ásakana Bennetts og láku síðar í fjölmiðla, hafi verið til áðurnefndrar Dove. MeToo Tengdar fréttir „Hræddur og sakbitinn“ og steig þess vegna ekki fram fyrr Leikarinn Jimmy Bennett, sem sakaði ítölsku leikkonuna Asiu Argento um kynferðisofbeldi, segir skömm og hræðslu hafa komið í veg fyrir að hann steig ekki fram fyrr. 23. ágúst 2018 08:29 Argento missir dómarasætið í X Factor í hendur fyrrverandi eiginmanns síns Ítalska leikkonan Asia Argento hefur verið rekin úr starfi sínu sem dómari í ítölsku útgáfu þáttaraðarinnar X Factor, að því er fram kemur á vef Variety. 27. ágúst 2018 12:36 Sjálfa uppi í rúmi, óstaðfest smáskilaboð og greiðsla frá Anthony Bourdain Ásakanir unga leikarans Jimmy Bennett á hendur ítölsku leikkonunni Asiu Argento hafa vakið heimsathygli eftir að fyrst var greint frá málinu í byrjun vikunnar. 23. ágúst 2018 15:03 Biðlar til Argento að vera „betri“ en Harvey Weinstein Argento er sökuð um að hafa beitt ungan leikara kynferðisofbeldi er hann var undir lögaldri. 28. ágúst 2018 10:06 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Ítalska leikkonan Asia Argento hefur krafið bandarísku starfssystur sína og fyrrverandi vinkonu, Rose McGowan, um að draga til baka yfirlýsingu sem sú síðarnefnda sendi frá sér í kjölfar þess að leikarinn Jimmy Bennett sakaði Argento um kynferðisofbeldi. Argento setur fram kröfur sínar í færslu sem hún birti á Twitter-reikningi sínum í dag. Hún biður McGowan um að bæði draga til baka og biðjast afsökunar á „hryllilegum lygum“ sem hafi verið að finna í yfirlýsingunni. „Ef þú svarar ekki fyrir þetta níð mun ég ekki eiga þess annarra kosta völ en að grípa til málsóknar,“ skrifar Argento og beinir orðum sínum þar til McGowan. McGowan hefur ekki svarað Argento þegar þetta er ritað. Dear @RoseMcGowan. It is with genuine regret that I am giving you 24 hours to retract and apologise for the horrendous lies made against me in your statement of August 27th. If you fail to address this libel I will have no option other than to take immediate legal action.— Asia Argento (@AsiaArgento) September 17, 2018 Argento viðurkenndi í ágúst að hafa greitt leikaranum Jimmy Bennett 41 milljón íslenskra króna fyrir að þegja um meint kynferðisbrot sem hún á að hafa framið gegn honum á hótelherbergi í Kaliforníu árið 2013. Bennett var sautján ára þegar meint brot voru framin en samræðisaldur í Kaliforníu er átján ár. Sjá einnig: Sjálfa uppi í rúmi, óstaðfest smáskilaboð og greiðsla frá Anthony Bourdain McGowan sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu en þær Argento urðu nánar vinkonur í starfi sínu sem tveir af helstu forkólfum #MeToo-hreyfingarinnar. Í yfirlýsingunni biðlaði McGowan til Argento að „breyta rétt“ og vera sanngjörn í máli Bennett. Þá kom einnig fram í yfirlýsingunni að Argento hafi sagt McGowan og kærustu hennar, fyrirsætunni Rain Dove, frá málinu er þær dvöldu saman í Berlín skömmu eftir andlát Anthony Bourdain, kærasta Argento. Þá greindi McGowan einnig frá því að SMS-skilaboð, sem Argento sendi ónefndum vini sínum vegna ásakana Bennetts og láku síðar í fjölmiðla, hafi verið til áðurnefndrar Dove.
MeToo Tengdar fréttir „Hræddur og sakbitinn“ og steig þess vegna ekki fram fyrr Leikarinn Jimmy Bennett, sem sakaði ítölsku leikkonuna Asiu Argento um kynferðisofbeldi, segir skömm og hræðslu hafa komið í veg fyrir að hann steig ekki fram fyrr. 23. ágúst 2018 08:29 Argento missir dómarasætið í X Factor í hendur fyrrverandi eiginmanns síns Ítalska leikkonan Asia Argento hefur verið rekin úr starfi sínu sem dómari í ítölsku útgáfu þáttaraðarinnar X Factor, að því er fram kemur á vef Variety. 27. ágúst 2018 12:36 Sjálfa uppi í rúmi, óstaðfest smáskilaboð og greiðsla frá Anthony Bourdain Ásakanir unga leikarans Jimmy Bennett á hendur ítölsku leikkonunni Asiu Argento hafa vakið heimsathygli eftir að fyrst var greint frá málinu í byrjun vikunnar. 23. ágúst 2018 15:03 Biðlar til Argento að vera „betri“ en Harvey Weinstein Argento er sökuð um að hafa beitt ungan leikara kynferðisofbeldi er hann var undir lögaldri. 28. ágúst 2018 10:06 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
„Hræddur og sakbitinn“ og steig þess vegna ekki fram fyrr Leikarinn Jimmy Bennett, sem sakaði ítölsku leikkonuna Asiu Argento um kynferðisofbeldi, segir skömm og hræðslu hafa komið í veg fyrir að hann steig ekki fram fyrr. 23. ágúst 2018 08:29
Argento missir dómarasætið í X Factor í hendur fyrrverandi eiginmanns síns Ítalska leikkonan Asia Argento hefur verið rekin úr starfi sínu sem dómari í ítölsku útgáfu þáttaraðarinnar X Factor, að því er fram kemur á vef Variety. 27. ágúst 2018 12:36
Sjálfa uppi í rúmi, óstaðfest smáskilaboð og greiðsla frá Anthony Bourdain Ásakanir unga leikarans Jimmy Bennett á hendur ítölsku leikkonunni Asiu Argento hafa vakið heimsathygli eftir að fyrst var greint frá málinu í byrjun vikunnar. 23. ágúst 2018 15:03
Biðlar til Argento að vera „betri“ en Harvey Weinstein Argento er sökuð um að hafa beitt ungan leikara kynferðisofbeldi er hann var undir lögaldri. 28. ágúst 2018 10:06