Á þessum degi fyrir sléttum tíu árum var tilkynnt um kaup ríkisins á 75 prósenta hlut í Glitni banka fyrir 84 milljarða króna. Af kaupunum varð þó aldrei og Glitnir rétt eins og hinir stóru bankarnir var tekinn yfir af Fjármálaeftirlitinu og fór í kjölfarið í slitameðferð. Miðvikudaginn 24. september 2008 hafði Þorsteinn Már Baldvinsson, þáverandi stjórnarformaður Glitnis banka, samband við Davíð Oddsson seðlabankastjóra til að ræða lausafjárvanda Glitnis. Þeir hittust svo á fundi í Seðlabankanum um hádegisbil daginn eftir, fimmtudaginn 25. september. Ingimundur Friðriksson og Eiríkur Guðnason, seðlabankastjórar, tóku ekki þátt í viðræðum Þorsteins og Davíðs fyrr en Davíð óskaði sérstaklega eftir því að þeir kæmu inn á fundinn. Í 7. bindi skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um fall bankanna kemur fram að í drögum að minnisblaði Ingimundar sem er dagsett 13. október 2008 kemur fram að á fundinum hafi Þorsteinn upplýst að jafnvel þótt Glitnir fengi fyrirgreiðslu „myndi hún tæpast duga til þess að fleyta bankanum nema fram undir áramót, hugsanlega fram í janúar.“ Lausafjárvandi Glitnis banka fólst í því að framundan í október sama ár voru stórir gjalddagar á lánum hjá erlendum lánardrottnum sem útlit var fyrir að bankinn gæti ekki staðið skil á á réttum tíma. Um var að ræða fjögur lán sem námu samtals um 600 milljónum evra. Þar var stærst lán sem upphaflega nam 750 milljónum Bandaríkjadala en eftirstöðvar þess námu á þessum tíma um 500 milljónum Bandaríkjadala og voru eftirstöðvarnar á gjalddaga 15. október 2008. Þar á eftir kom lán upp á 75 milljónir evra og var það á gjalddaga tveimur dögum fyrr eða hinn 13. október. Í 7. bindi skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um fall bankanna eru einkum fjórar ástæður nefndar til sögunnar um það hvers vegna Glitnir banki óskaði eftir lausafjáraðstoð hjá Seðlabanka Íslands í umrætt sinn í september 2008. Í fyrsta lagi hafði Glitnir banki um nokkurt skeið átt í viðræðum við fjármálafyrirtækið Nordea um sölu á hluta af eignum dótturfélags Glitnis í Noregi. Lárus Welding forstjóri Glitnis upplýsti við skýrslutöku hjá rannsóknarnefndinni að sumarið 2008 hefði komið í ljós að Danske Bank, einn af fjármögnunaraðilum norska dótturfélagsins, hefði lagst gegn fyrirhugaðri eignasölu til Nordea. Setti Danske bank það skilyrði fyrir sölunni að skilmálum láns til dótturfélagsins yrði breytt þannig að Danske Bank fengi mun hærri vexti af láninu. Auk þess sem engir fjármagnsflutningar mættu eiga sér stað frá norska dótturfélaginu til Glitnis fyrr en búið væri að greiða lánið upp en það hefði orðið um mitt ár 2011. Um þetta segir í skýrslu rannsóknarnefndarinnar:„Lárus Welding sagði að viðræður hefðu átt sér stað um málið við Danske Bank en í síðari hluta ágúst 2008 hefði komið í ljós að samkomulag myndi ekki nást um kjör á uppgreiðslunni. Því hefði verið ákveðið að reyna að vinna að eignasölu til Nordea í smærri hlutum. Nordea tilkynnti Glitni hins vegar með bréfi, dags. 23. september 2008, að ekkert yrði af þeim kaupum.“ Í öðru lagi hafnaði þýski bankinn Bayerische Landesbank beiðni Glitnis um framlengingu á tveimur lánum sem námu annars vegar 100 milljónum evra og hins vegar 50 milljónum evra. Lárus Welding tjáði rannsóknarnefnd Alþingis að sama dag og Nordea hafnaði endanlega kaupum á eignum dótturfélags Glitnis í Noregi, hinn 23. september 2008, hefði Bayerische Landesbank tilkynnt um þá ákvörðun um að hafna framlengingu á lánum. Um þetta segir í skýrslunni:Lárus hafði eftir starfsmönnum hins þýska banka að þar á bæ hefðu menn verið komnir með „nóg af Íslandi“ og að þeirra „"Iceland limit" væri búið". Samkvæmt Lárusi mátti að hluta til rekja þessa afstöðu Bayerische Landesbank til þess að bankinn hafði nokkru áður veitt íslenska ríkinu 300 milljóna evra lán. Í þriðja lagi höfðu fyrirsvarsmenn Glitnis átt í viðræðum við erlendan fjárfesti um aðkomu að bankanum. Við skýrslutöku lýsti Jón Ásgeir Jóhannesson því að í ágúst 2008 hefði fjárfestirinn bakkað út úr verkefninu. Í fjórða lagi leiddi það ástand sem ríkti á alþjóðlegum fjármálamörkuðum í september 2008, sér í lagi eftir fall Lehman Brothers, til þess að eignaverð lækkaði. Vilhelm Már Þorsteinsson, sem var framkvæmdastjóri fjárstýringar Glitnis, lýsti því við skýrslutöku fyrir rannsóknarnefndinni að þessi þróun hefði haft í för með sér aukin veðköll. Þá gerðist það á sam tíma að sífellt fleiri heildsöluinnlán Glitnis banka voru ekki framlengd.Þorsteinn Már Baldvinsson var stjórnarformaður Glitnis banka þegar fjármálakreppan skall á haustið 2008. Hann hefur gagnrýnt Seðlabanka Íslands fyrir það hvernig staðið var að ósk Glitnis banka um lausafjáraðstoð í september 2008.Vísir/fréttir Stöðvar 2Ósk um lán breyttist í þjóðnýtingu Framangreindar ástæður leiddu til þess að Þorsteinn Már Baldvinsson gekk á fund Davíðs, eins og áður segir. Þorsteinn Már lýsir þessu svona í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis núna sléttum áratug síðar: „Erlendir bankar loka á ákveðnar lánalínur á Glitni banka og ég fer á fund Davíðs því að við töldum að bankinn ætti góð veð, góð lán, sem væri hægt að lána út á. Þess vegna fór ég til seðlabankastjóra og gerði honum grein fyrir stöðunni og jafnframt óskaði eftir því að Seðlabankinn myndi lána bankanum peninga,“ segir Þorsteinn Már. En það gerðist ekki. Þess í stað var farið í það að undirbúa hlutafjáraukningu í Glitni banka og kaup ríkisins á 75 prósenta hlut í bankanum. Mánudaginn 29. september 2008 voru tíðindin svo kynnt í Seðlabankanum af þeim Davíð Oddssyni seðlabankastjóra og Lárusi Welding bankastjóra Glitnis. „Það var þessi tiltekni banki sem leitaði til Seðlabankans. Seðlabankinn varð að bregðast við því erindi sem upp var komið og fá botn í það. Það gerði hann í samráði við ríkisstjórnina á tiltölulega skömmum tíma yfir helgi,“ sagði Davíð Oddsson á blaðamannafundinum þennan morgun. Þegar málið kom upp voru bæði Geir H. Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra stödd í New York í opinberum erindagjörðum. Geir kom hins vegar til landsins laugardaginn 27. september eftir að hafa rætt símleiðis við Davíð Oddsson daginn áður. Um þetta segir í skýrslu rannsóknarnefndarinnar:„Föstudaginn 26. september 2008 funduðu Þorsteinn Már Baldvinsson og Lárus Welding með Davíð Oddssyni, en Lárus hafði áður verið á viðskiptaferðalagi erlendis. Á meðan á fundinum stóð vék Davíð sér frá til þess að ræða við Geir H. Haarde, forsætisráðherra, í síma. Geir var þá staddur í New York ásamt Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, utanríkisráðherra, í opinberum erindagjörðum. Geir lýsti því við skýrslutöku að Davíð hefði ráðlagt sér að snúa heim til Íslands þar sem Glitnir ætti í vandræðum og hefði leitað eftir fyrirgreiðslu hjá Seðlabankanum.“ Unnið var að málinu í miklum flýti þessa helgi í en í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kemur fram að hvorki Arnór Sighvatsson aðalhagfræðingur né Þórarinn G. Pétursson staðgengill hans hefðu verið kallaðir til ráðgjafar og fréttu þeir fyrst af málinu í fjölmiðlum. Ingimundur Friðriksson sagði í skýrslutöku hjá nefndinni að ástæður þess hefðu einkum verið þær að að ekki hefði gefist svigrúm til þess að fara í „neinar efnahagslegar analýsur“. Sagði hann atburðarásina hafa verið „óskaplega hraða.“ Björgvin G. Sigurðsson sem var viðskiptaráðherra á þessum tíma var haldið utan við þessa atburðarás. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kemur fram að laugardaginn 27. september hefði ráðherrann verið í skemmtiferð fyrir utan höfuðborgarsvæðið ásamt aðstoðarmanni sínum og öðrum starfsmönnum viðskiptaráðuneytisins. Þeir hafi svo frétt útundan sér að stíf fundahöld væru í forsætisráðuneytinu vegna málsins. Í skýrslunni segir um þetta: „Við skýrslutöku lýsti Jón Þór Sturluson, aðstoðarmaður viðskiptaráðherra, því að laugardaginn 27. september 2008 hefði hann verið í skemmtiferð fyrir utan höfuðborgarsvæðið ásamt Björgvin G. Sigurðssyni, viðskiptaráðherra, og öðrum starfsmönnum viðskiptaráðuneytis. Eftir að Jón frétti af því að mikil fundarhöld væru í forsætisráðuneytinu hefði hann hringt í Tryggva Þór Herbertsson um kl. 16:00 eða 17:00. Tryggvi hefði hins vegar varist allra frétta og ekki gefið neitt upp. Við skýrslutöku sagði Björgvin G. Sigurðsson: „Fyrr um helgina höfðu borist fréttir af einhverjum fundum Davíðs og Árna og Geirs og við fylgdumst með því og ég man að ég bað Jón Þór að forvitnast um það, ég bað hann að hringja í Tryggva Þór, en þeir voru ágætis kunningjar. Jón hringdi í Tryggva, að mér heyrandi, og gekk mjög á hann á laugardeginum, og hinn bara fullyrti alveg "nei, nei, ekkert að gerast, bara fara yfir bankana, forsætisráðherra var að koma heim", og bara alveg blákalt. Og Jón trúði honum og við bara líka, maður reiknar ekki með því að það sé alltaf verið að ljúga að manni.Við sem sagt, af því að við vorum mjög að pæla mikið í því af hverju þeir væru að funda og svona og okkur fannst þetta besti "kanallinn" að þeim og svo ekki meira um það.“ Á sama tíma og ráðherra bankamála var haldið utan við atburðarásina gekk stjórnarformanni og starfsmönnum Glitnis banka erfiðlega að fá upplýsingar hjá Seðlabankanum um nákvæmlega hvað væri í gangi þessa helgi. Við skýrslutökur hjá rannsóknarnefndinni lýstu forsvarsmenn Glitnis því að erfitt hefði verið að ná sambandi við starfsfólk Seðlabankans en í skýrslunni segir: „Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Glitnis, sagðist hafa náð sambandi við Davíð Oddsson í síma laugardaginn 27. september 2008 en Davíð hefði þá sagt að hann gæti ekki hitt Þorstein. Síðan sagði Þorsteinn: "[...] og síðan var ég svo sem að biðja starfsmennina að reyna að ná í starfsmenn Seðlabankans. Það er engin launung að við vorum þarna bara uppi í banka laugardag og sunnudag, með hóp starfsmanna með mér. Og það náðist ekki í einn eða neinn. Ég náði í Davíð einhvern tímann á sunnudeginum og hann gat ekki hitt mig þá heldur og það gat enginn starfsmaður Seðlabankans hitt starfsmenn Glitnis. Meðan við vorum þá að kasta upp hugmyndum, a, b og c, höfðum ekki annað að gera uppi í banka. En ég verð bara að játa það að ég, mér liggur við að segja, setti eitthvert ferli á stað sem ég svo sem hafði aldrei trú á fyrr en á sunnudagskvöld að væri komið í einhvern farveg, einhvern allt, allt, allt annan farveg en ég hafði haft ímyndunarafl í." Sunnudaginn 28. september var farið að spyrjast út að Glitnir banki væri í vandræðum. Að kvöldi þess dags sendi Karl Wernersson, stjórnaformaður Milestone, Jóni Þ. Sigurgeirssyni sérfræðingi á skrifstofu bankastjórnar tölvupóst þar sem hann lýsti hugmyndum sínum um aðkomu ríkisins og Seðlabankans að bankakerfinu. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar segir að ráða megi af bréfinu að Karl hafi verið upplýstur um vandræði Glitnis og vissi jafnframt að málið væri til skoðunar innan Seðlabankans. Um þetta segir í skýrslunni:„Við skýrslutöku nefndi Jón Þ. Sigurgeirsson tölvubréfið sem dæmi þess að lausafjárvandræði Glitnis og aðkoma Seðlabankans hefði vitnast út fyrir þann þrönga hóp sem átti að vita af málinu. Jón leiðir líkur að því að þetta kunni að hafa verið ein ástæða þess að menn hafi viljað klára málið fyrir opnun markaða næsta morgun.“Stjórnendum Glitnis var stillt upp við vegg Segja má að stjórnendum og hluthöfum Glitnis banka hafi verið stillt upp í vegg í málinu því það liggur ekki fyrir á hvaða tímapunkti Seðlabankinn ákvað að synja Glitni um lán. Sækir þessi ályktun stoðir í 7. bindi skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis en þar segir: „Ekki er fyllilega ljóst hvenær sú niðurstaða bankastjórnar Seðlabankans um að veita Glitni hvorki veðlán né fyrirgreiðslu til þrautavara (...) lá fyrir. Af svörum þeirra sem komu að málinu innan Seðlabankans og úr hópi ráðherra, verður ráðið að strax síðdegis föstudaginn 26. september 2008 hafi sú afstaða mótast hjá bankastjórninni að ekki væri rétt að veita Glitni umbeðið lán svo vitnað sé til orða Eiríks Guðnasonar, bankastjóra. Það var hins vegar ekki fyrr en um kl. 22.00 sunnudagskvöldið 28. september sem fyrirsvarsmenn Glitnis voru boðaðir á fund í Seðlabankanum þar sem þeim var síðan gert ljóst að af lánveitingu yrði ekki auk þess sem þeim var gerð grein fyrir tilboði ríkisins um kaup á 75% eignarhlut í bankanum. Stóðu fyrirsvarsmenn Glitnis nánast frammi fyrir gerðum hlut þar sem leysa varð vanda bankans fyrir opnun markaða á mánudagsmorgun, m.a. þar sem fjölmiðlum var orðið ljóst, eftir að fyrirsvarsmenn Glitnis sáust ganga í hús Seðlabankans á sunnudagskvöldið, að sú vinna sem unnin var í Seðlabankanum þá um helgina var að öllum líkindum vegna Glitnis. Stjórnendur Glitnis fengu þannig nánast ekkert ráðrúm til að huga að því hvort þeir kysu og gætu farið aðrar leiðir til að mæta aðsteðjandi vanda í rekstri fyrirtækisins.“„Stærsta bankarán Íslandssögunnar“ framið með samþykki stærsta hluthafans Hlutafjáraukningin og kaup ríkisins á 75 prósenta hlut í Glitni banka samhliða henni var kynnt að morguni mánudagsins 29. september eins og áður segir. Stærstu hluthafar Gitnis banka voru mjög óhressir með hvernig staðið var að málinu af hálfu Seðlabankans. Jón Ásgeir Jóhannesson sem var stærsti hluthafi Glitnis í gegnum Stoðir sagði í Fréttablaðinu 30. september daginn eftir að hlutafjáraukningin var kynnt að þetta væri „stærsta bankarán Íslandssögunnar.“ Hann áréttaði það svo í viðtali á Stöð 2 sama kvöld. Jón Ásgeir og Davíð Oddsson voru fjandmenn sem höfðu eldað grátt silfur í mörg ár eða alveg frá aldamótunum síðustu. Kann það að hafa litað viðbrögð í málinu. Í þessu sambandi má hins vegar benda á að ekki var hægt að boða til blaðamannafundar í Seðlabankanum og kynna yfirtökuna mánudaginn 29. september nema með samþykki Stoða. Ef þetta var bankarán þá var þetta bankarán framið með samþykki stærsta hluthafa bankans. Hins vegar höfðu hluthafar Glitnis fáa aðra kosti í stöðunni. Ef Stoðir hefðu neitað að samþykkja hlutafjáraukninguna hefði enginn blaðamannafundur verið haldinn í Seðlabankanum. Vandi Glitnis var hins vegar þegar orðinn fjölmiðlamatur á þessum tímapunkti og lausafjárvandræði bankans voru á vitorði margra. Ekki er útilokað að áhlaup hefði verið gert á bankann af sparifjáreigendum og öðrum viðskiptavinum með ófyrirséðum afleiðingum. Engu að síður voru stjórnendur og hluthafar Glitnis banka mjög óánægðir með hvernig staðið var af málinu af hálfu Seðlabankans. Sú óánægja náði langt út fyrir raðir Jóns Ásgeirs og fjölskyldu. „Það er engin launung að við vorum ósáttir. Það er bara eins og maður segir, menn geta haft mismunandi skoðanir. Á þessum tíma höfðu starfsmenn bankans aðra skoðun á málinu og ég fylgdi þeim,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson.„Aldrei gott að taka stórar og mikilvægar ákvarðanir í miklum flýti“ Geir H. Haarde, sem var forsætisráðherra á þessum tíma, segir að eftir á að hyggja hefði verið betra að standa að þessari ákvörðun varðandi Glitni með öðrum hætti eða við aðrar aðstæður. „Þetta gerðist allt í miklum flýti og það er aldrei gott að taka stórar og mikilvægar ákvarðanir í miklum flýti. Ráðherrarnir í ríkisstjórninni voru hingað og þangað, sumir í útlöndum og þetta var bara nokkrum dögum áður en þing átti að koma saman. Lykilmenn í stjórnarandstöðunni voru líka fjarverandi og við töluðum þá við þeirra staðgengla. Það hefði verið miklu betra ef það hefði verið hægt að gera þetta í rólegra umhverfi. Hins vegar var þetta þannig að forysta Glitnis ákvað að koma á fund Seðlabankans. Og þegar það gerist var það mat manna, líka Fjármálaeftirlitsins af því ég spurði sérstaklega að því á þessum fundum hvort það væri hægt að bíða með þessar ákvarðanir en það var ekki hægt því það þurfti að tilkynna þetta út á markaðinn. Því þetta var þegar farið að spyrjast eitthvað út,“ segir Geir.Jónas Fr. Jónsson var forstjóri Fjármálaeftirlitsins frá 2005-2009. Jónas segir að eftir á að hyggja hafi verið betra ef stjórnvöld hefðu haft eitthvað heildstæðara plan þegar Seðlabankinn brást við ósk Glitnis banka um lausafjáraðstoð í lok september 2008,Vísir/fréttir Stöðvar 2Jónas Fr. Jónsson, sem var forstjóri Fjármálaeftirlitsins, tekur undir þetta. „Þetta var ákvörðun sem menn tóku á þessum tíma því þeir töldu þetta bestu aðgerðina. Þegar maður horfir á þetta eftir á þá hefði kannski verið gott ef menn hefðu reynt að vera með eitthvað heildstæðara plan en menn voru bara þarna í kapphlaupi við tímann,“ segir Jónas. Kaup ríkisins á 75 prósenta hlut í Glitni banka urðu aldrei að veruleika því þau voru gerð með fyrirvara um samþykki hluthafafundar. Til hans var boðað 11. október 2008 en millitíðinni samþykkti Alþingi neyðarlög, Glitnir banki var tekinn yfir af Fjármálaeftirlitinu í krafti þeirra og í kjölfarið settur í slitameðferð.Hinn 6. október næstkomandi eru tíu ár frá þeim degi þegar Geir. H. Haarde bað Guð um að blessa Ísland. Í hönd fóru óvissutímar þar sem þjóðin streymdi niður á Austurvöll og mótmælti ríkisstjórninni, Seðlabankanum og ástandinu í þjóðfélaginu almennt.Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar rýnir í hrunið næstu daga með ítarlegri fréttaröð. Rætt verður við fólk sem var í forystu í þjóðfélaginu á árunum fyrir hrun, fræðimenn sem hafa rannsakað orsakir og afleiðingar hrunsins sem og fólkið í landinu sem mótmælti og missti í hruninu. Fréttaskýringar Hrunið Tíu ár frá hruni Tengdar fréttir Tíu ár frá hruni: Lánuðu öllum Norðurlandaþjóðunum nema Íslandi Í aðdraganda hrunsins 2008 leitaði Seðlabanki Íslands eftir aðstoð frá Seðlabanka Bandaríkjanna til að styrkja gjaldeyrisforða íslenska ríkisins í þeim ólgusjó sem var framundan en var ítrekað neitað. Á sama tíma fengu seðlabankar allra hinna Norðurlandanna slík lán. 28. september 2018 18:00 Tíu ár frá hruni: Fall bankanna var þriðja stærsta gjaldþrot sögunnar Á árunum upp úr síðustu aldamótum uxu íslensku bankarnir hratt með samrunum og yfirtökum erlendis. Þegar bankarnir féllu í október 2008 voru þeir orðnir tíu sinnum landsframleiðsla Íslands. 27. september 2018 16:00 Rýnt í hrunið frá öllum hliðum: Lifað með þjóðinni og litað í tíu ár Í dag hefst fréttaröð fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar þar sem rýnt verður í hrunið á tíu ára afmæli þess. 27. september 2018 13:45 Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf
Á þessum degi fyrir sléttum tíu árum var tilkynnt um kaup ríkisins á 75 prósenta hlut í Glitni banka fyrir 84 milljarða króna. Af kaupunum varð þó aldrei og Glitnir rétt eins og hinir stóru bankarnir var tekinn yfir af Fjármálaeftirlitinu og fór í kjölfarið í slitameðferð. Miðvikudaginn 24. september 2008 hafði Þorsteinn Már Baldvinsson, þáverandi stjórnarformaður Glitnis banka, samband við Davíð Oddsson seðlabankastjóra til að ræða lausafjárvanda Glitnis. Þeir hittust svo á fundi í Seðlabankanum um hádegisbil daginn eftir, fimmtudaginn 25. september. Ingimundur Friðriksson og Eiríkur Guðnason, seðlabankastjórar, tóku ekki þátt í viðræðum Þorsteins og Davíðs fyrr en Davíð óskaði sérstaklega eftir því að þeir kæmu inn á fundinn. Í 7. bindi skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um fall bankanna kemur fram að í drögum að minnisblaði Ingimundar sem er dagsett 13. október 2008 kemur fram að á fundinum hafi Þorsteinn upplýst að jafnvel þótt Glitnir fengi fyrirgreiðslu „myndi hún tæpast duga til þess að fleyta bankanum nema fram undir áramót, hugsanlega fram í janúar.“ Lausafjárvandi Glitnis banka fólst í því að framundan í október sama ár voru stórir gjalddagar á lánum hjá erlendum lánardrottnum sem útlit var fyrir að bankinn gæti ekki staðið skil á á réttum tíma. Um var að ræða fjögur lán sem námu samtals um 600 milljónum evra. Þar var stærst lán sem upphaflega nam 750 milljónum Bandaríkjadala en eftirstöðvar þess námu á þessum tíma um 500 milljónum Bandaríkjadala og voru eftirstöðvarnar á gjalddaga 15. október 2008. Þar á eftir kom lán upp á 75 milljónir evra og var það á gjalddaga tveimur dögum fyrr eða hinn 13. október. Í 7. bindi skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um fall bankanna eru einkum fjórar ástæður nefndar til sögunnar um það hvers vegna Glitnir banki óskaði eftir lausafjáraðstoð hjá Seðlabanka Íslands í umrætt sinn í september 2008. Í fyrsta lagi hafði Glitnir banki um nokkurt skeið átt í viðræðum við fjármálafyrirtækið Nordea um sölu á hluta af eignum dótturfélags Glitnis í Noregi. Lárus Welding forstjóri Glitnis upplýsti við skýrslutöku hjá rannsóknarnefndinni að sumarið 2008 hefði komið í ljós að Danske Bank, einn af fjármögnunaraðilum norska dótturfélagsins, hefði lagst gegn fyrirhugaðri eignasölu til Nordea. Setti Danske bank það skilyrði fyrir sölunni að skilmálum láns til dótturfélagsins yrði breytt þannig að Danske Bank fengi mun hærri vexti af láninu. Auk þess sem engir fjármagnsflutningar mættu eiga sér stað frá norska dótturfélaginu til Glitnis fyrr en búið væri að greiða lánið upp en það hefði orðið um mitt ár 2011. Um þetta segir í skýrslu rannsóknarnefndarinnar:„Lárus Welding sagði að viðræður hefðu átt sér stað um málið við Danske Bank en í síðari hluta ágúst 2008 hefði komið í ljós að samkomulag myndi ekki nást um kjör á uppgreiðslunni. Því hefði verið ákveðið að reyna að vinna að eignasölu til Nordea í smærri hlutum. Nordea tilkynnti Glitni hins vegar með bréfi, dags. 23. september 2008, að ekkert yrði af þeim kaupum.“ Í öðru lagi hafnaði þýski bankinn Bayerische Landesbank beiðni Glitnis um framlengingu á tveimur lánum sem námu annars vegar 100 milljónum evra og hins vegar 50 milljónum evra. Lárus Welding tjáði rannsóknarnefnd Alþingis að sama dag og Nordea hafnaði endanlega kaupum á eignum dótturfélags Glitnis í Noregi, hinn 23. september 2008, hefði Bayerische Landesbank tilkynnt um þá ákvörðun um að hafna framlengingu á lánum. Um þetta segir í skýrslunni:Lárus hafði eftir starfsmönnum hins þýska banka að þar á bæ hefðu menn verið komnir með „nóg af Íslandi“ og að þeirra „"Iceland limit" væri búið". Samkvæmt Lárusi mátti að hluta til rekja þessa afstöðu Bayerische Landesbank til þess að bankinn hafði nokkru áður veitt íslenska ríkinu 300 milljóna evra lán. Í þriðja lagi höfðu fyrirsvarsmenn Glitnis átt í viðræðum við erlendan fjárfesti um aðkomu að bankanum. Við skýrslutöku lýsti Jón Ásgeir Jóhannesson því að í ágúst 2008 hefði fjárfestirinn bakkað út úr verkefninu. Í fjórða lagi leiddi það ástand sem ríkti á alþjóðlegum fjármálamörkuðum í september 2008, sér í lagi eftir fall Lehman Brothers, til þess að eignaverð lækkaði. Vilhelm Már Þorsteinsson, sem var framkvæmdastjóri fjárstýringar Glitnis, lýsti því við skýrslutöku fyrir rannsóknarnefndinni að þessi þróun hefði haft í för með sér aukin veðköll. Þá gerðist það á sam tíma að sífellt fleiri heildsöluinnlán Glitnis banka voru ekki framlengd.Þorsteinn Már Baldvinsson var stjórnarformaður Glitnis banka þegar fjármálakreppan skall á haustið 2008. Hann hefur gagnrýnt Seðlabanka Íslands fyrir það hvernig staðið var að ósk Glitnis banka um lausafjáraðstoð í september 2008.Vísir/fréttir Stöðvar 2Ósk um lán breyttist í þjóðnýtingu Framangreindar ástæður leiddu til þess að Þorsteinn Már Baldvinsson gekk á fund Davíðs, eins og áður segir. Þorsteinn Már lýsir þessu svona í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis núna sléttum áratug síðar: „Erlendir bankar loka á ákveðnar lánalínur á Glitni banka og ég fer á fund Davíðs því að við töldum að bankinn ætti góð veð, góð lán, sem væri hægt að lána út á. Þess vegna fór ég til seðlabankastjóra og gerði honum grein fyrir stöðunni og jafnframt óskaði eftir því að Seðlabankinn myndi lána bankanum peninga,“ segir Þorsteinn Már. En það gerðist ekki. Þess í stað var farið í það að undirbúa hlutafjáraukningu í Glitni banka og kaup ríkisins á 75 prósenta hlut í bankanum. Mánudaginn 29. september 2008 voru tíðindin svo kynnt í Seðlabankanum af þeim Davíð Oddssyni seðlabankastjóra og Lárusi Welding bankastjóra Glitnis. „Það var þessi tiltekni banki sem leitaði til Seðlabankans. Seðlabankinn varð að bregðast við því erindi sem upp var komið og fá botn í það. Það gerði hann í samráði við ríkisstjórnina á tiltölulega skömmum tíma yfir helgi,“ sagði Davíð Oddsson á blaðamannafundinum þennan morgun. Þegar málið kom upp voru bæði Geir H. Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra stödd í New York í opinberum erindagjörðum. Geir kom hins vegar til landsins laugardaginn 27. september eftir að hafa rætt símleiðis við Davíð Oddsson daginn áður. Um þetta segir í skýrslu rannsóknarnefndarinnar:„Föstudaginn 26. september 2008 funduðu Þorsteinn Már Baldvinsson og Lárus Welding með Davíð Oddssyni, en Lárus hafði áður verið á viðskiptaferðalagi erlendis. Á meðan á fundinum stóð vék Davíð sér frá til þess að ræða við Geir H. Haarde, forsætisráðherra, í síma. Geir var þá staddur í New York ásamt Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, utanríkisráðherra, í opinberum erindagjörðum. Geir lýsti því við skýrslutöku að Davíð hefði ráðlagt sér að snúa heim til Íslands þar sem Glitnir ætti í vandræðum og hefði leitað eftir fyrirgreiðslu hjá Seðlabankanum.“ Unnið var að málinu í miklum flýti þessa helgi í en í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kemur fram að hvorki Arnór Sighvatsson aðalhagfræðingur né Þórarinn G. Pétursson staðgengill hans hefðu verið kallaðir til ráðgjafar og fréttu þeir fyrst af málinu í fjölmiðlum. Ingimundur Friðriksson sagði í skýrslutöku hjá nefndinni að ástæður þess hefðu einkum verið þær að að ekki hefði gefist svigrúm til þess að fara í „neinar efnahagslegar analýsur“. Sagði hann atburðarásina hafa verið „óskaplega hraða.“ Björgvin G. Sigurðsson sem var viðskiptaráðherra á þessum tíma var haldið utan við þessa atburðarás. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kemur fram að laugardaginn 27. september hefði ráðherrann verið í skemmtiferð fyrir utan höfuðborgarsvæðið ásamt aðstoðarmanni sínum og öðrum starfsmönnum viðskiptaráðuneytisins. Þeir hafi svo frétt útundan sér að stíf fundahöld væru í forsætisráðuneytinu vegna málsins. Í skýrslunni segir um þetta: „Við skýrslutöku lýsti Jón Þór Sturluson, aðstoðarmaður viðskiptaráðherra, því að laugardaginn 27. september 2008 hefði hann verið í skemmtiferð fyrir utan höfuðborgarsvæðið ásamt Björgvin G. Sigurðssyni, viðskiptaráðherra, og öðrum starfsmönnum viðskiptaráðuneytis. Eftir að Jón frétti af því að mikil fundarhöld væru í forsætisráðuneytinu hefði hann hringt í Tryggva Þór Herbertsson um kl. 16:00 eða 17:00. Tryggvi hefði hins vegar varist allra frétta og ekki gefið neitt upp. Við skýrslutöku sagði Björgvin G. Sigurðsson: „Fyrr um helgina höfðu borist fréttir af einhverjum fundum Davíðs og Árna og Geirs og við fylgdumst með því og ég man að ég bað Jón Þór að forvitnast um það, ég bað hann að hringja í Tryggva Þór, en þeir voru ágætis kunningjar. Jón hringdi í Tryggva, að mér heyrandi, og gekk mjög á hann á laugardeginum, og hinn bara fullyrti alveg "nei, nei, ekkert að gerast, bara fara yfir bankana, forsætisráðherra var að koma heim", og bara alveg blákalt. Og Jón trúði honum og við bara líka, maður reiknar ekki með því að það sé alltaf verið að ljúga að manni.Við sem sagt, af því að við vorum mjög að pæla mikið í því af hverju þeir væru að funda og svona og okkur fannst þetta besti "kanallinn" að þeim og svo ekki meira um það.“ Á sama tíma og ráðherra bankamála var haldið utan við atburðarásina gekk stjórnarformanni og starfsmönnum Glitnis banka erfiðlega að fá upplýsingar hjá Seðlabankanum um nákvæmlega hvað væri í gangi þessa helgi. Við skýrslutökur hjá rannsóknarnefndinni lýstu forsvarsmenn Glitnis því að erfitt hefði verið að ná sambandi við starfsfólk Seðlabankans en í skýrslunni segir: „Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Glitnis, sagðist hafa náð sambandi við Davíð Oddsson í síma laugardaginn 27. september 2008 en Davíð hefði þá sagt að hann gæti ekki hitt Þorstein. Síðan sagði Þorsteinn: "[...] og síðan var ég svo sem að biðja starfsmennina að reyna að ná í starfsmenn Seðlabankans. Það er engin launung að við vorum þarna bara uppi í banka laugardag og sunnudag, með hóp starfsmanna með mér. Og það náðist ekki í einn eða neinn. Ég náði í Davíð einhvern tímann á sunnudeginum og hann gat ekki hitt mig þá heldur og það gat enginn starfsmaður Seðlabankans hitt starfsmenn Glitnis. Meðan við vorum þá að kasta upp hugmyndum, a, b og c, höfðum ekki annað að gera uppi í banka. En ég verð bara að játa það að ég, mér liggur við að segja, setti eitthvert ferli á stað sem ég svo sem hafði aldrei trú á fyrr en á sunnudagskvöld að væri komið í einhvern farveg, einhvern allt, allt, allt annan farveg en ég hafði haft ímyndunarafl í." Sunnudaginn 28. september var farið að spyrjast út að Glitnir banki væri í vandræðum. Að kvöldi þess dags sendi Karl Wernersson, stjórnaformaður Milestone, Jóni Þ. Sigurgeirssyni sérfræðingi á skrifstofu bankastjórnar tölvupóst þar sem hann lýsti hugmyndum sínum um aðkomu ríkisins og Seðlabankans að bankakerfinu. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar segir að ráða megi af bréfinu að Karl hafi verið upplýstur um vandræði Glitnis og vissi jafnframt að málið væri til skoðunar innan Seðlabankans. Um þetta segir í skýrslunni:„Við skýrslutöku nefndi Jón Þ. Sigurgeirsson tölvubréfið sem dæmi þess að lausafjárvandræði Glitnis og aðkoma Seðlabankans hefði vitnast út fyrir þann þrönga hóp sem átti að vita af málinu. Jón leiðir líkur að því að þetta kunni að hafa verið ein ástæða þess að menn hafi viljað klára málið fyrir opnun markaða næsta morgun.“Stjórnendum Glitnis var stillt upp við vegg Segja má að stjórnendum og hluthöfum Glitnis banka hafi verið stillt upp í vegg í málinu því það liggur ekki fyrir á hvaða tímapunkti Seðlabankinn ákvað að synja Glitni um lán. Sækir þessi ályktun stoðir í 7. bindi skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis en þar segir: „Ekki er fyllilega ljóst hvenær sú niðurstaða bankastjórnar Seðlabankans um að veita Glitni hvorki veðlán né fyrirgreiðslu til þrautavara (...) lá fyrir. Af svörum þeirra sem komu að málinu innan Seðlabankans og úr hópi ráðherra, verður ráðið að strax síðdegis föstudaginn 26. september 2008 hafi sú afstaða mótast hjá bankastjórninni að ekki væri rétt að veita Glitni umbeðið lán svo vitnað sé til orða Eiríks Guðnasonar, bankastjóra. Það var hins vegar ekki fyrr en um kl. 22.00 sunnudagskvöldið 28. september sem fyrirsvarsmenn Glitnis voru boðaðir á fund í Seðlabankanum þar sem þeim var síðan gert ljóst að af lánveitingu yrði ekki auk þess sem þeim var gerð grein fyrir tilboði ríkisins um kaup á 75% eignarhlut í bankanum. Stóðu fyrirsvarsmenn Glitnis nánast frammi fyrir gerðum hlut þar sem leysa varð vanda bankans fyrir opnun markaða á mánudagsmorgun, m.a. þar sem fjölmiðlum var orðið ljóst, eftir að fyrirsvarsmenn Glitnis sáust ganga í hús Seðlabankans á sunnudagskvöldið, að sú vinna sem unnin var í Seðlabankanum þá um helgina var að öllum líkindum vegna Glitnis. Stjórnendur Glitnis fengu þannig nánast ekkert ráðrúm til að huga að því hvort þeir kysu og gætu farið aðrar leiðir til að mæta aðsteðjandi vanda í rekstri fyrirtækisins.“„Stærsta bankarán Íslandssögunnar“ framið með samþykki stærsta hluthafans Hlutafjáraukningin og kaup ríkisins á 75 prósenta hlut í Glitni banka samhliða henni var kynnt að morguni mánudagsins 29. september eins og áður segir. Stærstu hluthafar Gitnis banka voru mjög óhressir með hvernig staðið var að málinu af hálfu Seðlabankans. Jón Ásgeir Jóhannesson sem var stærsti hluthafi Glitnis í gegnum Stoðir sagði í Fréttablaðinu 30. september daginn eftir að hlutafjáraukningin var kynnt að þetta væri „stærsta bankarán Íslandssögunnar.“ Hann áréttaði það svo í viðtali á Stöð 2 sama kvöld. Jón Ásgeir og Davíð Oddsson voru fjandmenn sem höfðu eldað grátt silfur í mörg ár eða alveg frá aldamótunum síðustu. Kann það að hafa litað viðbrögð í málinu. Í þessu sambandi má hins vegar benda á að ekki var hægt að boða til blaðamannafundar í Seðlabankanum og kynna yfirtökuna mánudaginn 29. september nema með samþykki Stoða. Ef þetta var bankarán þá var þetta bankarán framið með samþykki stærsta hluthafa bankans. Hins vegar höfðu hluthafar Glitnis fáa aðra kosti í stöðunni. Ef Stoðir hefðu neitað að samþykkja hlutafjáraukninguna hefði enginn blaðamannafundur verið haldinn í Seðlabankanum. Vandi Glitnis var hins vegar þegar orðinn fjölmiðlamatur á þessum tímapunkti og lausafjárvandræði bankans voru á vitorði margra. Ekki er útilokað að áhlaup hefði verið gert á bankann af sparifjáreigendum og öðrum viðskiptavinum með ófyrirséðum afleiðingum. Engu að síður voru stjórnendur og hluthafar Glitnis banka mjög óánægðir með hvernig staðið var af málinu af hálfu Seðlabankans. Sú óánægja náði langt út fyrir raðir Jóns Ásgeirs og fjölskyldu. „Það er engin launung að við vorum ósáttir. Það er bara eins og maður segir, menn geta haft mismunandi skoðanir. Á þessum tíma höfðu starfsmenn bankans aðra skoðun á málinu og ég fylgdi þeim,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson.„Aldrei gott að taka stórar og mikilvægar ákvarðanir í miklum flýti“ Geir H. Haarde, sem var forsætisráðherra á þessum tíma, segir að eftir á að hyggja hefði verið betra að standa að þessari ákvörðun varðandi Glitni með öðrum hætti eða við aðrar aðstæður. „Þetta gerðist allt í miklum flýti og það er aldrei gott að taka stórar og mikilvægar ákvarðanir í miklum flýti. Ráðherrarnir í ríkisstjórninni voru hingað og þangað, sumir í útlöndum og þetta var bara nokkrum dögum áður en þing átti að koma saman. Lykilmenn í stjórnarandstöðunni voru líka fjarverandi og við töluðum þá við þeirra staðgengla. Það hefði verið miklu betra ef það hefði verið hægt að gera þetta í rólegra umhverfi. Hins vegar var þetta þannig að forysta Glitnis ákvað að koma á fund Seðlabankans. Og þegar það gerist var það mat manna, líka Fjármálaeftirlitsins af því ég spurði sérstaklega að því á þessum fundum hvort það væri hægt að bíða með þessar ákvarðanir en það var ekki hægt því það þurfti að tilkynna þetta út á markaðinn. Því þetta var þegar farið að spyrjast eitthvað út,“ segir Geir.Jónas Fr. Jónsson var forstjóri Fjármálaeftirlitsins frá 2005-2009. Jónas segir að eftir á að hyggja hafi verið betra ef stjórnvöld hefðu haft eitthvað heildstæðara plan þegar Seðlabankinn brást við ósk Glitnis banka um lausafjáraðstoð í lok september 2008,Vísir/fréttir Stöðvar 2Jónas Fr. Jónsson, sem var forstjóri Fjármálaeftirlitsins, tekur undir þetta. „Þetta var ákvörðun sem menn tóku á þessum tíma því þeir töldu þetta bestu aðgerðina. Þegar maður horfir á þetta eftir á þá hefði kannski verið gott ef menn hefðu reynt að vera með eitthvað heildstæðara plan en menn voru bara þarna í kapphlaupi við tímann,“ segir Jónas. Kaup ríkisins á 75 prósenta hlut í Glitni banka urðu aldrei að veruleika því þau voru gerð með fyrirvara um samþykki hluthafafundar. Til hans var boðað 11. október 2008 en millitíðinni samþykkti Alþingi neyðarlög, Glitnir banki var tekinn yfir af Fjármálaeftirlitinu í krafti þeirra og í kjölfarið settur í slitameðferð.Hinn 6. október næstkomandi eru tíu ár frá þeim degi þegar Geir. H. Haarde bað Guð um að blessa Ísland. Í hönd fóru óvissutímar þar sem þjóðin streymdi niður á Austurvöll og mótmælti ríkisstjórninni, Seðlabankanum og ástandinu í þjóðfélaginu almennt.Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar rýnir í hrunið næstu daga með ítarlegri fréttaröð. Rætt verður við fólk sem var í forystu í þjóðfélaginu á árunum fyrir hrun, fræðimenn sem hafa rannsakað orsakir og afleiðingar hrunsins sem og fólkið í landinu sem mótmælti og missti í hruninu.
Tíu ár frá hruni: Lánuðu öllum Norðurlandaþjóðunum nema Íslandi Í aðdraganda hrunsins 2008 leitaði Seðlabanki Íslands eftir aðstoð frá Seðlabanka Bandaríkjanna til að styrkja gjaldeyrisforða íslenska ríkisins í þeim ólgusjó sem var framundan en var ítrekað neitað. Á sama tíma fengu seðlabankar allra hinna Norðurlandanna slík lán. 28. september 2018 18:00
Tíu ár frá hruni: Fall bankanna var þriðja stærsta gjaldþrot sögunnar Á árunum upp úr síðustu aldamótum uxu íslensku bankarnir hratt með samrunum og yfirtökum erlendis. Þegar bankarnir féllu í október 2008 voru þeir orðnir tíu sinnum landsframleiðsla Íslands. 27. september 2018 16:00
Rýnt í hrunið frá öllum hliðum: Lifað með þjóðinni og litað í tíu ár Í dag hefst fréttaröð fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar þar sem rýnt verður í hrunið á tíu ára afmæli þess. 27. september 2018 13:45