Hæpið krepputal þegar tölur sýna metfjölda ferðamanna Kristján Már Unnarsson skrifar 10. september 2018 21:15 Aldrei í sögunni hafa jafnmargir ferðamenn heimsótt Ísland eins og í sumar og árið í heild stefnir sömuleiðis í að verða metár; með 1,6 milljónir ferðamanna frá áramótum, sem er 3,4 prósenta fjölgun frá sama tíma í fyrra. Tölur um þetta voru birtar í fréttum Stöðvar 2. Miðað við umræðuna að undanförnu mætti stundum halda að kreppa væri skollin á í ferðaþjónustu á Íslandi. Tölurnar sem Ferðamálastofa birti fyrir helgi sýna hins vegar að þrír mikilvægustu mánuðirnir, júní, júlí og ágúst, hafa aldrei verið jafn fjölmennir eins og nú, og það sem af er ári hafa aldrei jafn margir ferðamenn heimsótt Ísland.Tölur Ferðamálastofu sýna brottfarir erlendra farþega frá Keflavíkurflugvelli.Vísir/VilhelmÞað hefur þó dregið úr fjölgun ferðamanna, en hún hefur verið gríðarleg undanfarin sumur; 24 prósent sumarið 2015, 31 prósent 2016, 17 prósent í fyrra en í sumar er fjölgunin 1,4 prósent. Það er þó ekkert til að bölsótast yfir, að mati ferðamálastjóra, enda er árið til þessa það besta frá upphafi í fjölda ferðamanna. „Jú, það er lítilsháttar aukning, það sem af er þessu ári, og það er ágætt. Ekki mikið, en aðeins aukning, það er rétt,“ segir Skarphéðinn Berg Steinarsson. Mældar eru brottfarir erlendra farþega frá Keflavíkurflugvelli. Sumarið 2014, í júní, júlí og ágúst, voru þær 408 þúsund, 507 þúsund sumarið 2015, 664 þúsund sumarið 2016, talan fór í fyrra upp í 777 þúsund og þetta sumarið upp í 788 þúsund, en það er 93 prósenta fjölgun á aðeins fjórum árum. „Það þarf hins vegar að skoða þessar tölur í samhengi við aðrar tölur, og þá helst gistináttatölur. Þar erum við að sjá smásamdrátt. En allt tal um að það sé skollin á kreppa í ferðaþjónustu, það er ekki rétt.“Ferðamenn ganga um borð í farþegabát Sjóferða Hafsteins og Kiddýjar á Ísafirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Skarphéðinn tekur fram að því fylgi áskoranir að hafa mjög sterka krónu. Ferðamenn stoppi skemur og fari síður langt út á land. „Miðað við tölur um júlí, þá er ekki samdráttur á Suðurlandi, eða höfuðborgarsvæðinu, eða á suðausturhorninu. Hins vegar eru menn að sjá samdrátt í gistingu þar sem lengra er frá höfuðborgarsvæðinu; Austurland, Vestfirðir, Norðurland víða. Þetta er eitthvað sem er áhyggjuefni og menn þurfa að hugsa til sóknar í því sambandi,“ segir Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þjóðverjum fækkar verulega en Bandaríkjamönnum fjölgar Brottfarir erlendra farþega frá Íslandi um Keflavíkurflugvöll í ágúst síðastliðnum voru um átta þúsund færri en í ágúst í fyrra. 7. september 2018 11:06 Verðstríð, færri ferðamenn og minni eyðsla veldur áhyggjum Ferðaþjónustaðilar á Norðurlandi hafa áhyggur af því að ofan á fækkun ferðamanna á landsbyggðinni eyði hver og einn þeirra minna en áður. 9. september 2018 20:45 Bakslag í ferðaþjónustunni verulegt áhyggjuefni Bjarnheiður Hallsdóttir telur samdráttinn beintengdan styrkingu krónunnar. 5. september 2018 11:00 Ferðamönnum fjölgar áfram eftir ævintýralegan uppgang Ferðamannastraumurinn sló enn eitt metið í maímánuði með 13% fjölgun erlendra farþega milli ára og nemur fjölgun ferðamanna frá áramótum nærri 6%. 6. júní 2018 20:30 Mest lesið Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fleiri fréttir Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Sjá meira
Aldrei í sögunni hafa jafnmargir ferðamenn heimsótt Ísland eins og í sumar og árið í heild stefnir sömuleiðis í að verða metár; með 1,6 milljónir ferðamanna frá áramótum, sem er 3,4 prósenta fjölgun frá sama tíma í fyrra. Tölur um þetta voru birtar í fréttum Stöðvar 2. Miðað við umræðuna að undanförnu mætti stundum halda að kreppa væri skollin á í ferðaþjónustu á Íslandi. Tölurnar sem Ferðamálastofa birti fyrir helgi sýna hins vegar að þrír mikilvægustu mánuðirnir, júní, júlí og ágúst, hafa aldrei verið jafn fjölmennir eins og nú, og það sem af er ári hafa aldrei jafn margir ferðamenn heimsótt Ísland.Tölur Ferðamálastofu sýna brottfarir erlendra farþega frá Keflavíkurflugvelli.Vísir/VilhelmÞað hefur þó dregið úr fjölgun ferðamanna, en hún hefur verið gríðarleg undanfarin sumur; 24 prósent sumarið 2015, 31 prósent 2016, 17 prósent í fyrra en í sumar er fjölgunin 1,4 prósent. Það er þó ekkert til að bölsótast yfir, að mati ferðamálastjóra, enda er árið til þessa það besta frá upphafi í fjölda ferðamanna. „Jú, það er lítilsháttar aukning, það sem af er þessu ári, og það er ágætt. Ekki mikið, en aðeins aukning, það er rétt,“ segir Skarphéðinn Berg Steinarsson. Mældar eru brottfarir erlendra farþega frá Keflavíkurflugvelli. Sumarið 2014, í júní, júlí og ágúst, voru þær 408 þúsund, 507 þúsund sumarið 2015, 664 þúsund sumarið 2016, talan fór í fyrra upp í 777 þúsund og þetta sumarið upp í 788 þúsund, en það er 93 prósenta fjölgun á aðeins fjórum árum. „Það þarf hins vegar að skoða þessar tölur í samhengi við aðrar tölur, og þá helst gistináttatölur. Þar erum við að sjá smásamdrátt. En allt tal um að það sé skollin á kreppa í ferðaþjónustu, það er ekki rétt.“Ferðamenn ganga um borð í farþegabát Sjóferða Hafsteins og Kiddýjar á Ísafirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Skarphéðinn tekur fram að því fylgi áskoranir að hafa mjög sterka krónu. Ferðamenn stoppi skemur og fari síður langt út á land. „Miðað við tölur um júlí, þá er ekki samdráttur á Suðurlandi, eða höfuðborgarsvæðinu, eða á suðausturhorninu. Hins vegar eru menn að sjá samdrátt í gistingu þar sem lengra er frá höfuðborgarsvæðinu; Austurland, Vestfirðir, Norðurland víða. Þetta er eitthvað sem er áhyggjuefni og menn þurfa að hugsa til sóknar í því sambandi,“ segir Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þjóðverjum fækkar verulega en Bandaríkjamönnum fjölgar Brottfarir erlendra farþega frá Íslandi um Keflavíkurflugvöll í ágúst síðastliðnum voru um átta þúsund færri en í ágúst í fyrra. 7. september 2018 11:06 Verðstríð, færri ferðamenn og minni eyðsla veldur áhyggjum Ferðaþjónustaðilar á Norðurlandi hafa áhyggur af því að ofan á fækkun ferðamanna á landsbyggðinni eyði hver og einn þeirra minna en áður. 9. september 2018 20:45 Bakslag í ferðaþjónustunni verulegt áhyggjuefni Bjarnheiður Hallsdóttir telur samdráttinn beintengdan styrkingu krónunnar. 5. september 2018 11:00 Ferðamönnum fjölgar áfram eftir ævintýralegan uppgang Ferðamannastraumurinn sló enn eitt metið í maímánuði með 13% fjölgun erlendra farþega milli ára og nemur fjölgun ferðamanna frá áramótum nærri 6%. 6. júní 2018 20:30 Mest lesið Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fleiri fréttir Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Sjá meira
Þjóðverjum fækkar verulega en Bandaríkjamönnum fjölgar Brottfarir erlendra farþega frá Íslandi um Keflavíkurflugvöll í ágúst síðastliðnum voru um átta þúsund færri en í ágúst í fyrra. 7. september 2018 11:06
Verðstríð, færri ferðamenn og minni eyðsla veldur áhyggjum Ferðaþjónustaðilar á Norðurlandi hafa áhyggur af því að ofan á fækkun ferðamanna á landsbyggðinni eyði hver og einn þeirra minna en áður. 9. september 2018 20:45
Bakslag í ferðaþjónustunni verulegt áhyggjuefni Bjarnheiður Hallsdóttir telur samdráttinn beintengdan styrkingu krónunnar. 5. september 2018 11:00
Ferðamönnum fjölgar áfram eftir ævintýralegan uppgang Ferðamannastraumurinn sló enn eitt metið í maímánuði með 13% fjölgun erlendra farþega milli ára og nemur fjölgun ferðamanna frá áramótum nærri 6%. 6. júní 2018 20:30