Landið að rísa aftur á Skaganum Hjörvar Ólafsson skrifar 22. september 2018 10:00 Undanfarin tíu ár hafa verið rússíbanareið á milli efstu og næstefstu deildar hjá stórveldinu ÍA. Fréttablaðið/stefán Síðustu dagar hafa verið gjöfulir fyrir knattspyrnufélagið ÍA hjá karlahlið félagsins. Meistaraflokkur félagsins tryggði sér nýverið sæti í efstu deild, en liðið fylgir þar HK upp um deild. Þá varð annar flokkur félagsins Íslandsmeistari á fimmtudagskvöldið, en liðið hafði þar betur gegn KR í baráttu þessara fornu fjenda um titilinn. Kári, sem er venslafélag ÍA, var framan af í toppbaráttu annarrar deildar, en gaf eftir á lokakaflanum þar sem liðið missti lykilleikmenn sem áttu ríkan þátt í að tryggja öðrum flokknum Íslandsmeistaratitilinn. Síðast en alls ekki síst þá fór Skallagrímur, annað venslafélag Akranesliðsins, sem að drjúgum hluta er skipað leikmönnum sem hafa fengið knattspyrnuuppeldi sitt á Akranesi, upp úr fjórðu deildinni í þá þriðju. Það sem gerir framangreindan árangur ekki síður eftirtektarverðan er að aðallið ÍA er að mestu leyti skipað uppöldum leikmönnum, auk þess að félagið hefur misst spóna úr aski sínum með sölu til erlendra liða. Má þar nefna Tryggva Hrafn Haraldsson sem leikur fyrir sænska liðið Halmstad og Arnór Sigurðsson sem nýverið gekk til liðs við rússneska liðið CSKA Moskvu.Spennandi tímar fram undan ÍA hefur undanfarna tvo áratugi átt erfitt með að festa sig í sessi í efstu deild, en liðið hefur flakkað á milli efstu og næstefstu deildar síðan það féll úr deild þeirra bestu haustið 2008. Um svipað leyti og íslensku bankarnir hrundu fór að molna undan veldinu sem Skagamenn höfðu í gegnum tíðina verið í íslenskri knattspyrnu. Hefðin er hins vegar sterk á Skaganum og félagið hefur verið duglegt við að ala upp sína eigin leikmenn. Liðið er að njóta góðs af þeirri vinnu þessa stundina. „Samstarfið hér á Akranesi, bæði milli þjálfara yngri flokkanna, og þjálfara ÍA og Kára og nú í seinni tíð Skallagríms hefur verið algerlega frábært. Öllum leikmönnum er veitt verkefni við hæfi, en hvert haust ganga um það bil tíu leikmenn upp úr öðrum flokki ÍA. Þar af fara einn til tveir í meistaraflokk ÍA, Kári getur tekið við sex til átta leikmönnum og Skallagrímur hefur komið inn í þetta undanfarið,“ segir Lúðvík Gunnarsson, yfirþjálfari ÍA og þjálfari Kára. „Við getum ekki keppt við stærstu félög landsins um bestu bitana á leikmannamarkaðnum og þess vegna verðum við að huga vel að þeim leikmönnum sem eru til staðar hjá félaginu hverju sinni, allt í senn í meistaraflokki ÍA, yngri flokkunum, hjá Kára og núna Skallagrími. Við ræðum mikið saman í hverri viku og skipuleggjum þetta í sameiningu svo allir fái að njóta sín. Ég og Sigurður Jónsson, aðstoðarþjálfari meistaraflokksins og þjálfari annars flokksins, ræðum til að mynda afar mikið saman í hverri viku,“ segir Lúðvík enn fremur um starfið á Skaganum. „Ég myndi segja að staðan sé alveg kjörin eins og hún er núna. Það er að vera með samkeppnishæft lið í meistaraflokki, nánast eingöngu myndað af Skagamönnum, sterkan annan flokk, lið í annarri deildinni og lið í þriðju deildinni. Þannig geta allir okkar leikmenn sem eru um og yfir tvítugt og þaðan af yngri leikið við andstæðinga við sitt hæfi. Svo náum við að selja leikmenn við og við til útlanda sem hjálpar til við fjárhagshliðina. Ég hlakka mikið til að sjá hvernig málin þróast hér á Akranesi næsta árið og tel að áfram verði haldið að vinna eftir sömu stefnu,“ segir Lúðvík um framhaldið í knattspyrnunni á Akranesi. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Síðustu dagar hafa verið gjöfulir fyrir knattspyrnufélagið ÍA hjá karlahlið félagsins. Meistaraflokkur félagsins tryggði sér nýverið sæti í efstu deild, en liðið fylgir þar HK upp um deild. Þá varð annar flokkur félagsins Íslandsmeistari á fimmtudagskvöldið, en liðið hafði þar betur gegn KR í baráttu þessara fornu fjenda um titilinn. Kári, sem er venslafélag ÍA, var framan af í toppbaráttu annarrar deildar, en gaf eftir á lokakaflanum þar sem liðið missti lykilleikmenn sem áttu ríkan þátt í að tryggja öðrum flokknum Íslandsmeistaratitilinn. Síðast en alls ekki síst þá fór Skallagrímur, annað venslafélag Akranesliðsins, sem að drjúgum hluta er skipað leikmönnum sem hafa fengið knattspyrnuuppeldi sitt á Akranesi, upp úr fjórðu deildinni í þá þriðju. Það sem gerir framangreindan árangur ekki síður eftirtektarverðan er að aðallið ÍA er að mestu leyti skipað uppöldum leikmönnum, auk þess að félagið hefur misst spóna úr aski sínum með sölu til erlendra liða. Má þar nefna Tryggva Hrafn Haraldsson sem leikur fyrir sænska liðið Halmstad og Arnór Sigurðsson sem nýverið gekk til liðs við rússneska liðið CSKA Moskvu.Spennandi tímar fram undan ÍA hefur undanfarna tvo áratugi átt erfitt með að festa sig í sessi í efstu deild, en liðið hefur flakkað á milli efstu og næstefstu deildar síðan það féll úr deild þeirra bestu haustið 2008. Um svipað leyti og íslensku bankarnir hrundu fór að molna undan veldinu sem Skagamenn höfðu í gegnum tíðina verið í íslenskri knattspyrnu. Hefðin er hins vegar sterk á Skaganum og félagið hefur verið duglegt við að ala upp sína eigin leikmenn. Liðið er að njóta góðs af þeirri vinnu þessa stundina. „Samstarfið hér á Akranesi, bæði milli þjálfara yngri flokkanna, og þjálfara ÍA og Kára og nú í seinni tíð Skallagríms hefur verið algerlega frábært. Öllum leikmönnum er veitt verkefni við hæfi, en hvert haust ganga um það bil tíu leikmenn upp úr öðrum flokki ÍA. Þar af fara einn til tveir í meistaraflokk ÍA, Kári getur tekið við sex til átta leikmönnum og Skallagrímur hefur komið inn í þetta undanfarið,“ segir Lúðvík Gunnarsson, yfirþjálfari ÍA og þjálfari Kára. „Við getum ekki keppt við stærstu félög landsins um bestu bitana á leikmannamarkaðnum og þess vegna verðum við að huga vel að þeim leikmönnum sem eru til staðar hjá félaginu hverju sinni, allt í senn í meistaraflokki ÍA, yngri flokkunum, hjá Kára og núna Skallagrími. Við ræðum mikið saman í hverri viku og skipuleggjum þetta í sameiningu svo allir fái að njóta sín. Ég og Sigurður Jónsson, aðstoðarþjálfari meistaraflokksins og þjálfari annars flokksins, ræðum til að mynda afar mikið saman í hverri viku,“ segir Lúðvík enn fremur um starfið á Skaganum. „Ég myndi segja að staðan sé alveg kjörin eins og hún er núna. Það er að vera með samkeppnishæft lið í meistaraflokki, nánast eingöngu myndað af Skagamönnum, sterkan annan flokk, lið í annarri deildinni og lið í þriðju deildinni. Þannig geta allir okkar leikmenn sem eru um og yfir tvítugt og þaðan af yngri leikið við andstæðinga við sitt hæfi. Svo náum við að selja leikmenn við og við til útlanda sem hjálpar til við fjárhagshliðina. Ég hlakka mikið til að sjá hvernig málin þróast hér á Akranesi næsta árið og tel að áfram verði haldið að vinna eftir sömu stefnu,“ segir Lúðvík um framhaldið í knattspyrnunni á Akranesi.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira