Vilja að Íslendingar í útlöndum geti horft á allt efni RÚV Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. september 2018 10:47 Húsnæði Ríkisútvarpsins í Efstaleiti. Vísir/GVA Nái þingsályktunartillaga Miðflokksins fram að ganga gætu þeir sem greiða skatta á Íslandi náð útsendingum Ríkisútvarpsins þegar þeir eru á ferðalagi í útlöndum. Sá sem staddur er utan Íslands getur í dag ekki nálgast allar útsendingar RÚV. Ástæða þess er að sumir dagskrárliðir eru af ýmsum orsökum gerðir óaðgengilegir þeim sem hafa erlendar IP-tölur. Með skírskotun til lögbundins hlutverks Ríkisútvarpsins er markmið þingsályktunartillögunnar „að gera sem stærstan hluta af þjónustu stofnunarinnar, svo sem sjónvarps- og útvarpsútsendingar og barnaefni, aðgengilegan fyrir einstaklinga sem eiga lögheimili hér á landi en eru staddir tímabundið erlendis,“ eins og flutningsmennirnir orða það. Þeir telja að slíkt aðgengi stuðli að verndun íslenskrar tungu og viðgangi tungumálsins og því skuli stefna að því að hafa aðgengi að þjónustunni eins opið og unnt er. „Fjölmargir Íslendingar flytja tímabundið til skemmri eða lengri dvalar erlendis. Margir eldri borgarar, og ýmsir aðrir, hafa vetursetu í fjarlægum löndum en greiða skatta og skyldur á Íslandi, þar á meðal útvarpsgjald það er stendur straum af starfsemi Ríkisútvarpsins,“ segja Miðflokksmenn sem telja nauðsynlegt að koma til móts við þennan hóp. Hann þurfi að hafa sama aðgang að efnisveitu og myndmiðlaþjónustu Ríkisútvarpsins eins og aðrir sem greiða fyrir hana. Flutningsmenn þingsályktunartillögu eru þau Anna Kolbrún Árnadóttir, Bergþór Ólason, Birgir Þórarinsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigurður Páll Jónsson, Þorsteinn Sæmundsson en tillöguna má nálgast með því að smella hér. Fjölmiðlar Neytendur Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Sjá meira
Nái þingsályktunartillaga Miðflokksins fram að ganga gætu þeir sem greiða skatta á Íslandi náð útsendingum Ríkisútvarpsins þegar þeir eru á ferðalagi í útlöndum. Sá sem staddur er utan Íslands getur í dag ekki nálgast allar útsendingar RÚV. Ástæða þess er að sumir dagskrárliðir eru af ýmsum orsökum gerðir óaðgengilegir þeim sem hafa erlendar IP-tölur. Með skírskotun til lögbundins hlutverks Ríkisútvarpsins er markmið þingsályktunartillögunnar „að gera sem stærstan hluta af þjónustu stofnunarinnar, svo sem sjónvarps- og útvarpsútsendingar og barnaefni, aðgengilegan fyrir einstaklinga sem eiga lögheimili hér á landi en eru staddir tímabundið erlendis,“ eins og flutningsmennirnir orða það. Þeir telja að slíkt aðgengi stuðli að verndun íslenskrar tungu og viðgangi tungumálsins og því skuli stefna að því að hafa aðgengi að þjónustunni eins opið og unnt er. „Fjölmargir Íslendingar flytja tímabundið til skemmri eða lengri dvalar erlendis. Margir eldri borgarar, og ýmsir aðrir, hafa vetursetu í fjarlægum löndum en greiða skatta og skyldur á Íslandi, þar á meðal útvarpsgjald það er stendur straum af starfsemi Ríkisútvarpsins,“ segja Miðflokksmenn sem telja nauðsynlegt að koma til móts við þennan hóp. Hann þurfi að hafa sama aðgang að efnisveitu og myndmiðlaþjónustu Ríkisútvarpsins eins og aðrir sem greiða fyrir hana. Flutningsmenn þingsályktunartillögu eru þau Anna Kolbrún Árnadóttir, Bergþór Ólason, Birgir Þórarinsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigurður Páll Jónsson, Þorsteinn Sæmundsson en tillöguna má nálgast með því að smella hér.
Fjölmiðlar Neytendur Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Sjá meira