Laxeldið og leiga fyrir náttúruafnot Þórólfur Matthíasson skrifar 18. október 2018 07:00 Norska fiskistofan og norska sjávarútvegsráðuneytið stóðu sumarið 2018 að uppboði á heimildum til kvíaeldis á laxi á völdum stöðum meðfram strandlengju Noregs. Staðsetningar mögulegra kvía voru frá landamærum Noregs og Svíþjóðar í suðri til strandlengjunnar á Austur-Finnmörku í norðri. Fjórtán fyrirtæki fengu leyfi og greiddu einskiptisupphæð frá 1,8 milljónum íslenskra króna til 3,2 milljóna fyrir heimild til að setja upp kvíar með afkastagetu sem svarar til framleiðslu eins tonns af sláturlaxi á ári (NOK 132.000 til 233.000 per tonn sem slátrað er). Til samanburðar má nefna að fyrirtæki sem starfa á Íslandi greiða tæplega 2.000 íslenskar krónur á ári á hvert heimilað framleiðslutonn í Umhverfissjóð sjókvíaeldis sem jafngildir einskiptisgreiðslu að upphæð 20.000 krónur Verðið sem norsku fyrirtækin buðu fyrir framleiðsluréttinn var lægst á jaðarsvæðunum við Svíþjóð og í Finnmörku, en hæst um miðbik Noregs, en þar eru aðstæður ekki ólíkar því sem er í íslensku fjörðunum fyrir austan og vestan. Verðmæti tekinna tilboða nam 40 milljörðum íslenskra króna. Fjármunirnir munu renna inn í Kvíaeldissjóðinn (Havbruksfondet) sem ráðstafar 80% af tekjum sínum til sveitarfélaga þar sem laxeldi er stundað. Til samanburðar ráðstafar Umhverfissjóður sjókvíaeldis á Íslandi drjúgum hluta fjármagns síns í styrki til fiskeldisfyrirtækjanna sjálfra eða samstarfsaðila þeirra. Laxeldi kallar á margháttaðar fjárfestingar af hálfu þeirra sveitarfélaga þar sem starfsemin á sér stað. Fjölgi fólki í sveitarfélaginu vegna aðflutnings starfsfólks í tengslum við laxeldið þarf að byggja leiguíbúðir, stækka eða bæta grunn- og leikskóla. Jafnframt þarf sveitarfélagið að koma á vöktunarferli þar sem fylgst er með umhverfisgæðum, bæði á landi, í lofti og á láði. Það eru því sterk rök fyrir að fara þá leið sem Norðmenn hafa nú farið varðandi gjaldtöku af laxeldinu. Nú liggur fyrir Alþingi tillaga um að auka heimildir sjávarútvegsráðherra til að veita fiskeldisfyrirtækjum skammtíma rekstrarleyfi. Tilefni leyfisveitingarinnar eru ákvarðanir Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem taldi fyrri leyfisútgáfu ekki standast með hliðsjón af gildandi reglum. Með hliðsjón af niðurstöðum úr uppboði sumarsins í Noregi á þarlendum kvíaeldisleyfum má ætla að verðmæti þeirrar aðstöðu sem Arctic Sea Farm og Fjarðalax vilja nýta í Patreksfirði og Tálknafirði (framleiðslugeta upp á 17.500 tonn samtals) nemi á bilinu 31 til 56 milljörðum króna. Sem er 100 til 150 sinnum hærri upphæð en greidd er til Umhverfissjóðs sjókvíaeldis.Til samanburðar má nefna að útgjöld vegna stofnframkvæmda í vegagerð á Vestfjörðum námu rúmum 19 milljörðum á árabilinu 2005 til 2016. Mögulegur umframarður af fiskeldinu gæti því greitt vegagerð á Vestfjörðum í 10 til 20 ár. Nú þegar sjávarútvegsráðherra hefur opnað á endurskoðun stjórnsýslu sem tengist laxeldinu er eðlilegt að Alþingi taki gjaldtöku í greininni til sérstakrar skoðunar. Þar sem greinin er í uppbyggingarferli mætti hugsa sér að haga gjaldtöku hér með öðrum hætti en í Noregi. Þannig mætti horfa til aflaskiptakerfis sjómanna og ákveða að fastur hundraðshluti af sölutekjum laxeldisfyrirtækja gengi til íslensks kvíaeldissjóðs. Þegar aukin reynsla fæst af rekstri laxeldisins, bæði hvað varðar umhverfismál og aðra rekstrarþætti mætti endurskoða hvort tveggja, rekstrarleyfin og gjaldtökuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórólfur Matthíasson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Sjá meira
Norska fiskistofan og norska sjávarútvegsráðuneytið stóðu sumarið 2018 að uppboði á heimildum til kvíaeldis á laxi á völdum stöðum meðfram strandlengju Noregs. Staðsetningar mögulegra kvía voru frá landamærum Noregs og Svíþjóðar í suðri til strandlengjunnar á Austur-Finnmörku í norðri. Fjórtán fyrirtæki fengu leyfi og greiddu einskiptisupphæð frá 1,8 milljónum íslenskra króna til 3,2 milljóna fyrir heimild til að setja upp kvíar með afkastagetu sem svarar til framleiðslu eins tonns af sláturlaxi á ári (NOK 132.000 til 233.000 per tonn sem slátrað er). Til samanburðar má nefna að fyrirtæki sem starfa á Íslandi greiða tæplega 2.000 íslenskar krónur á ári á hvert heimilað framleiðslutonn í Umhverfissjóð sjókvíaeldis sem jafngildir einskiptisgreiðslu að upphæð 20.000 krónur Verðið sem norsku fyrirtækin buðu fyrir framleiðsluréttinn var lægst á jaðarsvæðunum við Svíþjóð og í Finnmörku, en hæst um miðbik Noregs, en þar eru aðstæður ekki ólíkar því sem er í íslensku fjörðunum fyrir austan og vestan. Verðmæti tekinna tilboða nam 40 milljörðum íslenskra króna. Fjármunirnir munu renna inn í Kvíaeldissjóðinn (Havbruksfondet) sem ráðstafar 80% af tekjum sínum til sveitarfélaga þar sem laxeldi er stundað. Til samanburðar ráðstafar Umhverfissjóður sjókvíaeldis á Íslandi drjúgum hluta fjármagns síns í styrki til fiskeldisfyrirtækjanna sjálfra eða samstarfsaðila þeirra. Laxeldi kallar á margháttaðar fjárfestingar af hálfu þeirra sveitarfélaga þar sem starfsemin á sér stað. Fjölgi fólki í sveitarfélaginu vegna aðflutnings starfsfólks í tengslum við laxeldið þarf að byggja leiguíbúðir, stækka eða bæta grunn- og leikskóla. Jafnframt þarf sveitarfélagið að koma á vöktunarferli þar sem fylgst er með umhverfisgæðum, bæði á landi, í lofti og á láði. Það eru því sterk rök fyrir að fara þá leið sem Norðmenn hafa nú farið varðandi gjaldtöku af laxeldinu. Nú liggur fyrir Alþingi tillaga um að auka heimildir sjávarútvegsráðherra til að veita fiskeldisfyrirtækjum skammtíma rekstrarleyfi. Tilefni leyfisveitingarinnar eru ákvarðanir Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem taldi fyrri leyfisútgáfu ekki standast með hliðsjón af gildandi reglum. Með hliðsjón af niðurstöðum úr uppboði sumarsins í Noregi á þarlendum kvíaeldisleyfum má ætla að verðmæti þeirrar aðstöðu sem Arctic Sea Farm og Fjarðalax vilja nýta í Patreksfirði og Tálknafirði (framleiðslugeta upp á 17.500 tonn samtals) nemi á bilinu 31 til 56 milljörðum króna. Sem er 100 til 150 sinnum hærri upphæð en greidd er til Umhverfissjóðs sjókvíaeldis.Til samanburðar má nefna að útgjöld vegna stofnframkvæmda í vegagerð á Vestfjörðum námu rúmum 19 milljörðum á árabilinu 2005 til 2016. Mögulegur umframarður af fiskeldinu gæti því greitt vegagerð á Vestfjörðum í 10 til 20 ár. Nú þegar sjávarútvegsráðherra hefur opnað á endurskoðun stjórnsýslu sem tengist laxeldinu er eðlilegt að Alþingi taki gjaldtöku í greininni til sérstakrar skoðunar. Þar sem greinin er í uppbyggingarferli mætti hugsa sér að haga gjaldtöku hér með öðrum hætti en í Noregi. Þannig mætti horfa til aflaskiptakerfis sjómanna og ákveða að fastur hundraðshluti af sölutekjum laxeldisfyrirtækja gengi til íslensks kvíaeldissjóðs. Þegar aukin reynsla fæst af rekstri laxeldisins, bæði hvað varðar umhverfismál og aðra rekstrarþætti mætti endurskoða hvort tveggja, rekstrarleyfin og gjaldtökuna.
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar